Erlent

Segja nágranna sína tilbúna til annarrar kjarnorkuvopnatilraunar

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælum í Suður-Kóreu.
Frá mótmælum í Suður-Kóreu. Vísir/EPA
Embættismenn í Suður-Kóreu segja náganna sína í norðri geta framkvæmt sjöttu kjarnorkuvopnatilraunina með lítilli sem engri fyrirhöfn. Hún hafi verið skipulögð fyrirfram.

Hingað til hafa kjarnorkuprengjurnar verið sprengdar í göngum á mjög fjalllendu svæði í Norður-Kóreu sem heitir Punggye-ri. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu segir að þar séu enn göng sem ekki hafi verið notuð. Hægt væri að nota þau með stuttum fyrirvara.

Hins vegar er ekki talið að slík tilraun verði framvkæmd strax þar sem vísindamenn Norður-Kóreu eiga eftir að fara yfir niðurstöður síðustu tilraunarinnar á föstudaginn.

Samkvæmt frétt BBC eru sérfræðingar ekki sannfærðir um að Norður-Kóreumönnum hafi tekist að minnka kjarnorkuvopn sín svo hægt sé að koma þeim á eldflaugar, en árangur þeirra á síðustu árum sé þó áhyggjuefni.

Sjá einnig: Tilbúnir til að gereyða Pyongyang

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er sagt vinna að hertum viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu, en þar segja yfirvöld hótun um slíkar þvinganir vera hlægilegar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×