Erlent

Þingkosningum lýst sem farsa

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Alexander Lúkasjenkó er sakaður um kosningasvindl.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Alexander Lúkasjenkó er sakaður um kosningasvindl. vísir/afp
Þingkosningar fóru fram í Hvíta-Rússlandi í gær. Talið er líklegt að stuðningsmenn forsetans Alexander Lúkasjenko fái flest þingsætin. Stjórnarandstæðingar segja kosningarnar farsa.

Yfir tvöhundruð andstæðingar Lúkasjenkó sækjast eftir því að hreppa eitt af þingsætunum 110. Árið 2012 sniðgengu stjórnarandstæðingar þingkosningarnar.

Fjölmargir segja brögð hafa verið í tafli og framkvæmd kosninganna ekki eins og best verður á kosið. Mannréttindasamtök og eftirlitsmenn taka í sama streng.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×