Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola í nauðgunarmáli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2016 20:00 Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. Í gær staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Stefán Þór Guðgeirsson sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í mánuðinum þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm. Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Konan mætti hins vegar aftur á lögreglustöðina tveimur dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. „Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola. Það er hlutverk lögreglu. Þetta er verkferli sem fer í gang eftir aðstæðum í hverju einasta máli,“ segir Jón. Í hverju felst þessi vernd?„Hún er náttúrulega í samræmi við þær aðstæður sem uppi eru og þann alvarleika sem lögregla telur að sé í málinu eða hótunum eða umhverfi brotaþolans,“ segir Jón. Jón segir það gerast alloft að einstaklingar fái hótanir eftir að hafa kært mál til lögreglu. Í málinu sé einnig verið að rannsaka meintar hótanir í garð brotaþola. „Við erum með fjölda dæma þar sem brotamennirnir eða einhverjir í kring um þá eru dæmdir fyrir þessa háttsemi alveg sérstaklega, fyrir hótanirnar, og jafnvel fyrir það ofbeldi sem kann að koma í kjölfarið og fá refsidóma fyrir það. Allþunga,“ segir Jón. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Mál konu sem hætti við að kæra nauðgun er í forangi hjá lögreglu. Þetta segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari í málinu. Konan er undir eftirliti lögreglu og nýtur verndar lögreglu. Í gær staðfesti Hæstiréttur Íslands úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Stefán Þór Guðgeirsson sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi í einbýlishúsi á suðvesturhorninu fyrr í mánuðinum þyrfti að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. Konan leitaði á neyðarmóttöku Landspítalans 10. desember síðastliðinn og lýsti ofbeldi mannsins gegn sér. Voru teknar margvíslegar ljósmyndir af áverkum á hnjám, hálsi og baki auk þess sem lýst var miklum eymslum við endaþarm. Fram kemur í skýrslu lögreglu að hún hafi lýst atburðum á greinargóðan hátt í tímaröð og því ofbeldi sem hún var beitt. Konan mætti hins vegar aftur á lögreglustöðina tveimur dögum síðar og sagðist hætt við að kæra en menn hefðu komið heim til hennar með byssu og hún væri hrædd. Þrátt fyrir ósk konunnar um að draga framburð sinn til baka taldi lögregla að frásögn hennar á neyðarmóttöku og áverkar á henni bentu til þess að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. „Lögreglan skapar vernd og öryggi fyrir brotaþola. Það er hlutverk lögreglu. Þetta er verkferli sem fer í gang eftir aðstæðum í hverju einasta máli,“ segir Jón. Í hverju felst þessi vernd?„Hún er náttúrulega í samræmi við þær aðstæður sem uppi eru og þann alvarleika sem lögregla telur að sé í málinu eða hótunum eða umhverfi brotaþolans,“ segir Jón. Jón segir það gerast alloft að einstaklingar fái hótanir eftir að hafa kært mál til lögreglu. Í málinu sé einnig verið að rannsaka meintar hótanir í garð brotaþola. „Við erum með fjölda dæma þar sem brotamennirnir eða einhverjir í kring um þá eru dæmdir fyrir þessa háttsemi alveg sérstaklega, fyrir hótanirnar, og jafnvel fyrir það ofbeldi sem kann að koma í kjölfarið og fá refsidóma fyrir það. Allþunga,“ segir Jón.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira