Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

SÁÁ þarf að draga úr þjónustu við sjúklinga vegna fjárskorts. Samtökin standa í deilum við Sjúkratryggingar Íslands. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 en stjórnendur sjúkrahússins Vogs telja að Sjúkratryggingar hafi skaðað orðspor SÁÁ með bréfi sem stofnunin sendi heilbrigðisráðherra. Við fjöllum líka um sölu hvalkjöts en ekkert gengur hjá Hval hf að koma hvalkjöti á markað í Japan. Félagið á birgðir af frosnum hvalaafurðum fyrir 3,6 milljarða króna.

Við fjöllum líka um brunavarnir í tengslum við stórtónleika Justin Bieber en álitamál er hvort Kórinn í Kópavogi þoli allan þann fjölda sem kemur til með að sækja tónleikana sem verða þeir fjölmennustu í Íslandssögunni. Þá fjöllum við um íslenska býflugnabændur en fjöldi þeirra hefur fjörutíufaldast frá aldamótum. Býuppskera sumarsins var með besta móti.

Og loks fjöllum við um nýja braggabyggð sem rís á Flúðum en braggarnir eru hannaðir og smíðaðir á staðnum. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×