Fleiri flugeldaslys undir áhrifum áfengis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. desember 2016 13:30 Flugeldaslysum hefur fækkað mikið síðastliðinn áratug. Yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans segir aukna notkun á öryggisgleraugum og það að börn fikti minni í flugeldum en áður hafa þar mest að segja. Hann segir þó ástæðu til að minna á að áfengi og flugeldar fari ekki saman. Um hver áramót leita alltaf nokkrir á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa. „Þau slys sem við erum að sjá síðustu ár eru fyrst og fremst brunar. Menn eru að brenna sig á flugeldunum. Svo kemur því miður enn þá eitt og eitt slys sem tengist því að flugeldurinn springur á einhvern hátt sem hann á ekkert að gera. Þá er það oftast tengt því að menn séu að bogra yfir flugeldi sem þeir hafa kveikt í en hefur ekki farið almennilega af stað,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeilar Landspítalans. Hann segir að dregið hafi úr flugeldaslysum síðustu ár. Þau hafi verið sjö í fyrra en fyrir tíu árum hafi þau verið í kringum 40. „Við erum að sjá það að fólk er að passa sig betur. Það er orðin miklu almennari notkun á öryggisgleraugum. Krakkar eru hættir mikið til að fikta í flugeldum og breyta þeim og þetta eru tveir stórir þættir sem hafa rosalega mikil áhrif á það að slysum hefur fækkað mikið,“ segir Jón Magnús. Hann hvetur fólk til að fara varlega þegar kemur að flugeldum. „Það sem við viljum líka leggja mikla áherslu á það er það að áfengi og flugeldar fara illa saman. Við höfum séð að þó það hafi fækkað slysum tengdum flugeldum síðustu ár. Þá er hlutfall þeirra sem koma hérna með alvarlega áverkana, sem eru undir áhrifum áfengis, hefur aukist mikið,“ segir Jón Magnús. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Flugeldaslysum hefur fækkað mikið síðastliðinn áratug. Yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans segir aukna notkun á öryggisgleraugum og það að börn fikti minni í flugeldum en áður hafa þar mest að segja. Hann segir þó ástæðu til að minna á að áfengi og flugeldar fari ekki saman. Um hver áramót leita alltaf nokkrir á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa. „Þau slys sem við erum að sjá síðustu ár eru fyrst og fremst brunar. Menn eru að brenna sig á flugeldunum. Svo kemur því miður enn þá eitt og eitt slys sem tengist því að flugeldurinn springur á einhvern hátt sem hann á ekkert að gera. Þá er það oftast tengt því að menn séu að bogra yfir flugeldi sem þeir hafa kveikt í en hefur ekki farið almennilega af stað,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeilar Landspítalans. Hann segir að dregið hafi úr flugeldaslysum síðustu ár. Þau hafi verið sjö í fyrra en fyrir tíu árum hafi þau verið í kringum 40. „Við erum að sjá það að fólk er að passa sig betur. Það er orðin miklu almennari notkun á öryggisgleraugum. Krakkar eru hættir mikið til að fikta í flugeldum og breyta þeim og þetta eru tveir stórir þættir sem hafa rosalega mikil áhrif á það að slysum hefur fækkað mikið,“ segir Jón Magnús. Hann hvetur fólk til að fara varlega þegar kemur að flugeldum. „Það sem við viljum líka leggja mikla áherslu á það er það að áfengi og flugeldar fara illa saman. Við höfum séð að þó það hafi fækkað slysum tengdum flugeldum síðustu ár. Þá er hlutfall þeirra sem koma hérna með alvarlega áverkana, sem eru undir áhrifum áfengis, hefur aukist mikið,“ segir Jón Magnús.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira