Fleiri flugeldaslys undir áhrifum áfengis Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. desember 2016 13:30 Flugeldaslysum hefur fækkað mikið síðastliðinn áratug. Yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans segir aukna notkun á öryggisgleraugum og það að börn fikti minni í flugeldum en áður hafa þar mest að segja. Hann segir þó ástæðu til að minna á að áfengi og flugeldar fari ekki saman. Um hver áramót leita alltaf nokkrir á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa. „Þau slys sem við erum að sjá síðustu ár eru fyrst og fremst brunar. Menn eru að brenna sig á flugeldunum. Svo kemur því miður enn þá eitt og eitt slys sem tengist því að flugeldurinn springur á einhvern hátt sem hann á ekkert að gera. Þá er það oftast tengt því að menn séu að bogra yfir flugeldi sem þeir hafa kveikt í en hefur ekki farið almennilega af stað,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeilar Landspítalans. Hann segir að dregið hafi úr flugeldaslysum síðustu ár. Þau hafi verið sjö í fyrra en fyrir tíu árum hafi þau verið í kringum 40. „Við erum að sjá það að fólk er að passa sig betur. Það er orðin miklu almennari notkun á öryggisgleraugum. Krakkar eru hættir mikið til að fikta í flugeldum og breyta þeim og þetta eru tveir stórir þættir sem hafa rosalega mikil áhrif á það að slysum hefur fækkað mikið,“ segir Jón Magnús. Hann hvetur fólk til að fara varlega þegar kemur að flugeldum. „Það sem við viljum líka leggja mikla áherslu á það er það að áfengi og flugeldar fara illa saman. Við höfum séð að þó það hafi fækkað slysum tengdum flugeldum síðustu ár. Þá er hlutfall þeirra sem koma hérna með alvarlega áverkana, sem eru undir áhrifum áfengis, hefur aukist mikið,“ segir Jón Magnús. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Flugeldaslysum hefur fækkað mikið síðastliðinn áratug. Yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans segir aukna notkun á öryggisgleraugum og það að börn fikti minni í flugeldum en áður hafa þar mest að segja. Hann segir þó ástæðu til að minna á að áfengi og flugeldar fari ekki saman. Um hver áramót leita alltaf nokkrir á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa. „Þau slys sem við erum að sjá síðustu ár eru fyrst og fremst brunar. Menn eru að brenna sig á flugeldunum. Svo kemur því miður enn þá eitt og eitt slys sem tengist því að flugeldurinn springur á einhvern hátt sem hann á ekkert að gera. Þá er það oftast tengt því að menn séu að bogra yfir flugeldi sem þeir hafa kveikt í en hefur ekki farið almennilega af stað,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeilar Landspítalans. Hann segir að dregið hafi úr flugeldaslysum síðustu ár. Þau hafi verið sjö í fyrra en fyrir tíu árum hafi þau verið í kringum 40. „Við erum að sjá það að fólk er að passa sig betur. Það er orðin miklu almennari notkun á öryggisgleraugum. Krakkar eru hættir mikið til að fikta í flugeldum og breyta þeim og þetta eru tveir stórir þættir sem hafa rosalega mikil áhrif á það að slysum hefur fækkað mikið,“ segir Jón Magnús. Hann hvetur fólk til að fara varlega þegar kemur að flugeldum. „Það sem við viljum líka leggja mikla áherslu á það er það að áfengi og flugeldar fara illa saman. Við höfum séð að þó það hafi fækkað slysum tengdum flugeldum síðustu ár. Þá er hlutfall þeirra sem koma hérna með alvarlega áverkana, sem eru undir áhrifum áfengis, hefur aukist mikið,“ segir Jón Magnús.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira