Erlent

Síðustu fólksflutningarnir úr Aleppo frestast

Atli Ísleifsson skrifar
Óöld hefur lengi ríkt í sýrlensku borginni Aleppo.
Óöld hefur lengi ríkt í sýrlensku borginni Aleppo. Vísir/AFP
Um sólarhringstöf verður á síðustu rútuferðunum sem ætlað er að flytja uppreisnarmenn og óbreytta borgara frá austurhluta Aleppo.

Frá þessu greina samtökin Syrian Observatory for Human Rights. Guardian segir frá því að til hafi staðið að flytja um þrjú þúsund manns í sextíu rútum.

Talsmaður uppreisnarhópsins Fastaqim segir að uppreisnarmenn muni ekki yfirgefa Aleppo fyrr en búið sé að öryggi allra óbreyttra borgara.

Þess er einnig beðið að íbúar í bæjunum Foua og Kefraya, íbúar hverra eru álitnir að stærstum hluta stuðningsmenn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, verði fluttir á brott í rútum.

Uppreisnarhópar hafa setið um bæina um margra ára skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×