Guðni Th.: Heimurinn breyttur en á góðan hátt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2016 17:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir hvern dag í forsetaembættinu ævintýri. Verst sé þó að geta ekki tekið að sér öll þau verkefni sem hann sé beðinn um að taka að sér hverju sinni. Hann segir embættið þess eðlis að sá aðili sem því gegni þurfi að fá að halda í sína persónu. „Maður vill leggja sig allan fram, þetta er mjög annasamt embætti. Það sem mér finnst einna leiðinlegast er að geta ekki orðið við öllu sem ég er beðinn um að sinna, sem er alltaf þess eðlis að það væri gaman að geta orðið að liði. Og smám saman festist maður í sessi og er samt alltaf að læra eitthvað nýtt og ég vona að mér auðnist að líða áfram vel í embættinu. Það er eiginlega lykillinn. Þrátt fyrir álagið hlakka ég til hvers dags,“ segir Guðni.Horfinn heimur en kvartar ekki Guðni segir lífið breytt eftir að hafa tekið við forsetaembættinu, en fyrst og fremst á jákvæðan hátt. „Þessi daglegi rythmi sem við fjölskyldan vorum búin að koma upp, að ganga eða hjóla með börnin í skóla eða leikskóla og geta svo hjólað eða gengið til vinnu og komið heim tiltölulega snemma dags og unnið með krökkunum og unnið svo á kvöldin, þetta er auðvitað horfinn heimur,“ segir Guðni. „En ekki kvarta ég. Ég sóttist eftir þessu embætti og vissi að mestu hvað í því fólst þótt hver dagur beri með sér nýjungar. Og ég ítreka það hve mikil forréttindi það eru að fá að gegna þessu embætti.“Bindið í lagi? En sokkarnir? Er höfuðfatið sæmandi forseta? Hann segist meðvitaður um að vel sé fylgst með því hvernig forsetinn komi fram og klæði sig. „Það er sama hvað maður gerir, hvað maður segir, hverju maður klæðist. Allt vekur athygli. Er bindið í réttri sídd? Eru sokkarnir of skræpóttir? Er höfuðfatið forseta sæmandi og þar fram eftir götunum,“ segir hann. Þá skipti hugsunarhátturinn öllu máli. „Ef maður er að hugsa of mikið um þetta þá er maður búinn að vera. Embættið er þess eðlis að sá eða sú sem því gegnir verður að fá að vera persónan sjálf. En um leið verður hver sem þessu embætti gegnir að átta sig á þeirri virðingu sem fylgir embættinu. Íslendingar vilja held ég bera virðingu fyrir embætti þjóðhöfðingja en um leið held ég að þeir vilji að forseti komi til dyranna eins og hann er klæddur og setji sig ekki á háan hest.“ Eliza stoð sín og stytta Eliza hafi verið hans stoð og stytta og hann sé ákaflega stoltur af því hvernig hún hafi komið fram og hvernig henni hafi verið tekið af þjóðinni. Hún hafi ákveðnar hugmyndir um hvernig hún geti beitt sé í þágu samfélagsins. „Ég er afskaplega stoltur af því hvernig hún hefur komið fram og hvernig fólk hefur tekið henni og ég vona að svo verði áfram. Hún hefur ákveðnar hugmyndir um það hvernig hún getur beitt sér í þágu samfélagsins, þágu mannréttinda, þágu kvenréttinda, kynjajafnréttis og fleiri þátta. Hún hefur gerst verndari samtaka. Hún hefur ýmislegt á prjónunum. Hún vill ekki bara vera kona mannsins síns og ég er alveg fullviss um að hún á eftir að láta vel að sér kveða með mér í þessu embætti.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Guðna Th. Jóhannesson má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir hvern dag í forsetaembættinu ævintýri. Verst sé þó að geta ekki tekið að sér öll þau verkefni sem hann sé beðinn um að taka að sér hverju sinni. Hann segir embættið þess eðlis að sá aðili sem því gegni þurfi að fá að halda í sína persónu. „Maður vill leggja sig allan fram, þetta er mjög annasamt embætti. Það sem mér finnst einna leiðinlegast er að geta ekki orðið við öllu sem ég er beðinn um að sinna, sem er alltaf þess eðlis að það væri gaman að geta orðið að liði. Og smám saman festist maður í sessi og er samt alltaf að læra eitthvað nýtt og ég vona að mér auðnist að líða áfram vel í embættinu. Það er eiginlega lykillinn. Þrátt fyrir álagið hlakka ég til hvers dags,“ segir Guðni.Horfinn heimur en kvartar ekki Guðni segir lífið breytt eftir að hafa tekið við forsetaembættinu, en fyrst og fremst á jákvæðan hátt. „Þessi daglegi rythmi sem við fjölskyldan vorum búin að koma upp, að ganga eða hjóla með börnin í skóla eða leikskóla og geta svo hjólað eða gengið til vinnu og komið heim tiltölulega snemma dags og unnið með krökkunum og unnið svo á kvöldin, þetta er auðvitað horfinn heimur,“ segir Guðni. „En ekki kvarta ég. Ég sóttist eftir þessu embætti og vissi að mestu hvað í því fólst þótt hver dagur beri með sér nýjungar. Og ég ítreka það hve mikil forréttindi það eru að fá að gegna þessu embætti.“Bindið í lagi? En sokkarnir? Er höfuðfatið sæmandi forseta? Hann segist meðvitaður um að vel sé fylgst með því hvernig forsetinn komi fram og klæði sig. „Það er sama hvað maður gerir, hvað maður segir, hverju maður klæðist. Allt vekur athygli. Er bindið í réttri sídd? Eru sokkarnir of skræpóttir? Er höfuðfatið forseta sæmandi og þar fram eftir götunum,“ segir hann. Þá skipti hugsunarhátturinn öllu máli. „Ef maður er að hugsa of mikið um þetta þá er maður búinn að vera. Embættið er þess eðlis að sá eða sú sem því gegnir verður að fá að vera persónan sjálf. En um leið verður hver sem þessu embætti gegnir að átta sig á þeirri virðingu sem fylgir embættinu. Íslendingar vilja held ég bera virðingu fyrir embætti þjóðhöfðingja en um leið held ég að þeir vilji að forseti komi til dyranna eins og hann er klæddur og setji sig ekki á háan hest.“ Eliza stoð sín og stytta Eliza hafi verið hans stoð og stytta og hann sé ákaflega stoltur af því hvernig hún hafi komið fram og hvernig henni hafi verið tekið af þjóðinni. Hún hafi ákveðnar hugmyndir um hvernig hún geti beitt sé í þágu samfélagsins. „Ég er afskaplega stoltur af því hvernig hún hefur komið fram og hvernig fólk hefur tekið henni og ég vona að svo verði áfram. Hún hefur ákveðnar hugmyndir um það hvernig hún getur beitt sér í þágu samfélagsins, þágu mannréttinda, þágu kvenréttinda, kynjajafnréttis og fleiri þátta. Hún hefur gerst verndari samtaka. Hún hefur ýmislegt á prjónunum. Hún vill ekki bara vera kona mannsins síns og ég er alveg fullviss um að hún á eftir að láta vel að sér kveða með mér í þessu embætti.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Guðna Th. Jóhannesson má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira