Guðni Th.: Heimurinn breyttur en á góðan hátt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2016 17:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir hvern dag í forsetaembættinu ævintýri. Verst sé þó að geta ekki tekið að sér öll þau verkefni sem hann sé beðinn um að taka að sér hverju sinni. Hann segir embættið þess eðlis að sá aðili sem því gegni þurfi að fá að halda í sína persónu. „Maður vill leggja sig allan fram, þetta er mjög annasamt embætti. Það sem mér finnst einna leiðinlegast er að geta ekki orðið við öllu sem ég er beðinn um að sinna, sem er alltaf þess eðlis að það væri gaman að geta orðið að liði. Og smám saman festist maður í sessi og er samt alltaf að læra eitthvað nýtt og ég vona að mér auðnist að líða áfram vel í embættinu. Það er eiginlega lykillinn. Þrátt fyrir álagið hlakka ég til hvers dags,“ segir Guðni.Horfinn heimur en kvartar ekki Guðni segir lífið breytt eftir að hafa tekið við forsetaembættinu, en fyrst og fremst á jákvæðan hátt. „Þessi daglegi rythmi sem við fjölskyldan vorum búin að koma upp, að ganga eða hjóla með börnin í skóla eða leikskóla og geta svo hjólað eða gengið til vinnu og komið heim tiltölulega snemma dags og unnið með krökkunum og unnið svo á kvöldin, þetta er auðvitað horfinn heimur,“ segir Guðni. „En ekki kvarta ég. Ég sóttist eftir þessu embætti og vissi að mestu hvað í því fólst þótt hver dagur beri með sér nýjungar. Og ég ítreka það hve mikil forréttindi það eru að fá að gegna þessu embætti.“Bindið í lagi? En sokkarnir? Er höfuðfatið sæmandi forseta? Hann segist meðvitaður um að vel sé fylgst með því hvernig forsetinn komi fram og klæði sig. „Það er sama hvað maður gerir, hvað maður segir, hverju maður klæðist. Allt vekur athygli. Er bindið í réttri sídd? Eru sokkarnir of skræpóttir? Er höfuðfatið forseta sæmandi og þar fram eftir götunum,“ segir hann. Þá skipti hugsunarhátturinn öllu máli. „Ef maður er að hugsa of mikið um þetta þá er maður búinn að vera. Embættið er þess eðlis að sá eða sú sem því gegnir verður að fá að vera persónan sjálf. En um leið verður hver sem þessu embætti gegnir að átta sig á þeirri virðingu sem fylgir embættinu. Íslendingar vilja held ég bera virðingu fyrir embætti þjóðhöfðingja en um leið held ég að þeir vilji að forseti komi til dyranna eins og hann er klæddur og setji sig ekki á háan hest.“ Eliza stoð sín og stytta Eliza hafi verið hans stoð og stytta og hann sé ákaflega stoltur af því hvernig hún hafi komið fram og hvernig henni hafi verið tekið af þjóðinni. Hún hafi ákveðnar hugmyndir um hvernig hún geti beitt sé í þágu samfélagsins. „Ég er afskaplega stoltur af því hvernig hún hefur komið fram og hvernig fólk hefur tekið henni og ég vona að svo verði áfram. Hún hefur ákveðnar hugmyndir um það hvernig hún getur beitt sér í þágu samfélagsins, þágu mannréttinda, þágu kvenréttinda, kynjajafnréttis og fleiri þátta. Hún hefur gerst verndari samtaka. Hún hefur ýmislegt á prjónunum. Hún vill ekki bara vera kona mannsins síns og ég er alveg fullviss um að hún á eftir að láta vel að sér kveða með mér í þessu embætti.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Guðna Th. Jóhannesson má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir hvern dag í forsetaembættinu ævintýri. Verst sé þó að geta ekki tekið að sér öll þau verkefni sem hann sé beðinn um að taka að sér hverju sinni. Hann segir embættið þess eðlis að sá aðili sem því gegni þurfi að fá að halda í sína persónu. „Maður vill leggja sig allan fram, þetta er mjög annasamt embætti. Það sem mér finnst einna leiðinlegast er að geta ekki orðið við öllu sem ég er beðinn um að sinna, sem er alltaf þess eðlis að það væri gaman að geta orðið að liði. Og smám saman festist maður í sessi og er samt alltaf að læra eitthvað nýtt og ég vona að mér auðnist að líða áfram vel í embættinu. Það er eiginlega lykillinn. Þrátt fyrir álagið hlakka ég til hvers dags,“ segir Guðni.Horfinn heimur en kvartar ekki Guðni segir lífið breytt eftir að hafa tekið við forsetaembættinu, en fyrst og fremst á jákvæðan hátt. „Þessi daglegi rythmi sem við fjölskyldan vorum búin að koma upp, að ganga eða hjóla með börnin í skóla eða leikskóla og geta svo hjólað eða gengið til vinnu og komið heim tiltölulega snemma dags og unnið með krökkunum og unnið svo á kvöldin, þetta er auðvitað horfinn heimur,“ segir Guðni. „En ekki kvarta ég. Ég sóttist eftir þessu embætti og vissi að mestu hvað í því fólst þótt hver dagur beri með sér nýjungar. Og ég ítreka það hve mikil forréttindi það eru að fá að gegna þessu embætti.“Bindið í lagi? En sokkarnir? Er höfuðfatið sæmandi forseta? Hann segist meðvitaður um að vel sé fylgst með því hvernig forsetinn komi fram og klæði sig. „Það er sama hvað maður gerir, hvað maður segir, hverju maður klæðist. Allt vekur athygli. Er bindið í réttri sídd? Eru sokkarnir of skræpóttir? Er höfuðfatið forseta sæmandi og þar fram eftir götunum,“ segir hann. Þá skipti hugsunarhátturinn öllu máli. „Ef maður er að hugsa of mikið um þetta þá er maður búinn að vera. Embættið er þess eðlis að sá eða sú sem því gegnir verður að fá að vera persónan sjálf. En um leið verður hver sem þessu embætti gegnir að átta sig á þeirri virðingu sem fylgir embættinu. Íslendingar vilja held ég bera virðingu fyrir embætti þjóðhöfðingja en um leið held ég að þeir vilji að forseti komi til dyranna eins og hann er klæddur og setji sig ekki á háan hest.“ Eliza stoð sín og stytta Eliza hafi verið hans stoð og stytta og hann sé ákaflega stoltur af því hvernig hún hafi komið fram og hvernig henni hafi verið tekið af þjóðinni. Hún hafi ákveðnar hugmyndir um hvernig hún geti beitt sé í þágu samfélagsins. „Ég er afskaplega stoltur af því hvernig hún hefur komið fram og hvernig fólk hefur tekið henni og ég vona að svo verði áfram. Hún hefur ákveðnar hugmyndir um það hvernig hún getur beitt sér í þágu samfélagsins, þágu mannréttinda, þágu kvenréttinda, kynjajafnréttis og fleiri þátta. Hún hefur gerst verndari samtaka. Hún hefur ýmislegt á prjónunum. Hún vill ekki bara vera kona mannsins síns og ég er alveg fullviss um að hún á eftir að láta vel að sér kveða með mér í þessu embætti.“ Viðtal Heimis Más Péturssonar við Guðna Th. Jóhannesson má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira