Deilt í forsætisnefnd um kjör þingmanna Þorgeir Helgason skrifar 27. desember 2016 05:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir eðlilegt að skoða þurfi álögur á laun þingmanna í ljósi hækkunar á þingfarakaupi. vísir/ernir Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi sendu forsætisnefnd þingsins bréf og lögðu til að nefndin myndi skoða laun og kjör þingmanna með því markmiði að bregðast við úrskurði kjararáðs. Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar á miðvikudag og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr nefndinni deildu nefndarmenn um hvort skerða ætti kjörin. Laun þingmanna hafa hækkað mikið á árinu og hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Á kjördag í október úrskurðaði kjararáð um launakjör þingmanna sem fól í sér um 45 prósenta hækkun á þingfararkaupi, eða um 340 þúsund krónur. Fyrr á árinu höfðu þingmenn hlotið rúmlega sjö prósenta hækkun á sínum launum. Ein af tillögunum sem deilt var um var sú að lækka skyldi álag á formenn og varaformenn fastanefnda. Þingfararkaup er í dag, eftir síðustu hækkun kjararáðs, rúm 1,1 milljón króna og hljóta formenn fastanefnda fimmtán prósent álag ofan á þau laun. Fyrsti varaformaður fær þá tíu prósenta álag og annar varaformaður fimm. „Eðlilega skoða menn það fyrirkomulag sem er á álagsgreiðslum launa þingmanna sem gegna þeim stöðum. Það er auðvitað annað að vera með fimmtán, tíu eða fimm prósenta álag á þetta þingfararkaup en það kaup sem var fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákveðnum nefndarmönnum innan forsætisnefndar hafi fundist tillögur um skerðingar á launum þingmanna ganga of langt og að með þeim væri vegið að þingmönnum af landsbyggðinni. Steingrímur segir að það hafi verið rökrétt að byrja á því að skoða hvort forsendur væru enn fyrir þessum álagsgreiðslum. Hann segir eðlilegt að menn ræði málin og skiptist á skoðunum og ýmis sjónarmið hafi komið fram. Aðspurð hvort deilt hafi verið um, innan forsætisnefndar, hvort skerða ætti launakjör þingmanna, segir Þórunn Egilsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, að mismunandi sjónarmið hafi komið fram. „Því miður náðist ekki að klára málið fyrir jól en forsætisnefnd mun setjast yfir það á nýju ári,“ segir Steingrímur. Hann segir að tíminn hafi fallið frá nefndinni vegna þess að lagabreytingu þurfi til, ef breyta skuli launum þingmanna. „Við munum að sjálfsögðu taka þau tilmæli alvarlega frá formönnum flokkanna að endurskoða skuli laun og starfskjör þingmanna,“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi sendu forsætisnefnd þingsins bréf og lögðu til að nefndin myndi skoða laun og kjör þingmanna með því markmiði að bregðast við úrskurði kjararáðs. Málið var tekið fyrir á fundi forsætisnefndar á miðvikudag og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr nefndinni deildu nefndarmenn um hvort skerða ætti kjörin. Laun þingmanna hafa hækkað mikið á árinu og hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu. Á kjördag í október úrskurðaði kjararáð um launakjör þingmanna sem fól í sér um 45 prósenta hækkun á þingfararkaupi, eða um 340 þúsund krónur. Fyrr á árinu höfðu þingmenn hlotið rúmlega sjö prósenta hækkun á sínum launum. Ein af tillögunum sem deilt var um var sú að lækka skyldi álag á formenn og varaformenn fastanefnda. Þingfararkaup er í dag, eftir síðustu hækkun kjararáðs, rúm 1,1 milljón króna og hljóta formenn fastanefnda fimmtán prósent álag ofan á þau laun. Fyrsti varaformaður fær þá tíu prósenta álag og annar varaformaður fimm. „Eðlilega skoða menn það fyrirkomulag sem er á álagsgreiðslum launa þingmanna sem gegna þeim stöðum. Það er auðvitað annað að vera með fimmtán, tíu eða fimm prósenta álag á þetta þingfararkaup en það kaup sem var fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákveðnum nefndarmönnum innan forsætisnefndar hafi fundist tillögur um skerðingar á launum þingmanna ganga of langt og að með þeim væri vegið að þingmönnum af landsbyggðinni. Steingrímur segir að það hafi verið rökrétt að byrja á því að skoða hvort forsendur væru enn fyrir þessum álagsgreiðslum. Hann segir eðlilegt að menn ræði málin og skiptist á skoðunum og ýmis sjónarmið hafi komið fram. Aðspurð hvort deilt hafi verið um, innan forsætisnefndar, hvort skerða ætti launakjör þingmanna, segir Þórunn Egilsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, að mismunandi sjónarmið hafi komið fram. „Því miður náðist ekki að klára málið fyrir jól en forsætisnefnd mun setjast yfir það á nýju ári,“ segir Steingrímur. Hann segir að tíminn hafi fallið frá nefndinni vegna þess að lagabreytingu þurfi til, ef breyta skuli launum þingmanna. „Við munum að sjálfsögðu taka þau tilmæli alvarlega frá formönnum flokkanna að endurskoða skuli laun og starfskjör þingmanna,“ segir Steingrímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira