Innlent

Brotist inn í tvær verslanir í nótt

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Innbrotin voru annars vegar í Ármúla og hins vegar Suðurlandsbraut.
Innbrotin voru annars vegar í Ármúla og hins vegar Suðurlandsbraut. Vísir/Pjetur
Lögreglu barst í nótt tilkynning um tvö innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Hið fyrra var í raftækjaverslun við Ármúla laust eftir miðnætti og það seinna um klukkan hálf tvo í herrafataverslun við Suðurlandsbraut, en lögregla gefur ekki frekari upplýsingar í skeyti sínu til fjölmiðlu.

Þá var ökumaður handtekinn um klukkan hálf fimm í morgun grunaður um að hafa ekið bíl sínum á tvær bifreiðar við Hverfisgötu og stungið af. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu á Snorrabraut við Bústaðaveg en hann var talinn vera undir áhrifum áfengis. Var hann og farþegi í bílnum því færðir í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×