Grunnskólakennari segir nýgerðan kjarasamning ekki nógu góðan: „Við erum ekki metin að verðleikum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. desember 2016 20:00 Ekki er ljóst hvort áttatíu kennarar sem sögðu upp störfum sínum hjá Reykjavíkurborg á síðustu vikum komi til með að draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir að grunnskólakennarar hafi samþykkt kjarasamning sem undirritaður var við sveitarfélögin í lok nóvember. Grunnskólakennarar samþykktu nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær með um 55% greiddra atkvæða. Um 42% sögu nei. Þrátt fyrir að nýgerður kjarasamningur hafi verið samþykktur í gær er grasrótin hundóánægð. Nær allir kennarar í Árbæjarskóla höfnuðu samningnum. Á kennarastofunni í dag var aðalumræðuefnið að kjarasamningurinn og samþykkt hans. „Mér líst bara mjög illa á þetta. Ég sagði nei. Ég er búin að kenna í 19 ár og ég hef aldrei samþykkt samning. 11% er ekkert. Við erum svo langt á eftir framhaldskólakennurum sem við berum okkur saman við og þetta var bara lélegt,“ sagði Helga Guðjónsdóttir, kennari við fréttastofu í dag. Mjög margir kennarar sögðu störfum sínum lausum þegar samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga unnu að gerð samningsins. „Ég er nokkuð viss um að þeir munu ekki draga uppsagnir sínar til baka. Þessi samningur er bara ekki nógu góður og ég hugsa að það komi bara fleiri í kjölfarið. Við bara erum ekki metin að verðleikum og ég ætla ekki að fara tala um álag eða annað. Auðvitað er álag í öllum vinnum en við bara þurfum hærri laun og leiðréttingu launa. Þetta var bara ekki nógu gott og ég sagði nei,“ sagði Elín Björg Guðjónsdóttir, kennari. Kennararnir voru sammála um að það hafi komið á óvart hversu fljótt náðist samkomulag um samninginn hjá Ríkissáttasemjara „Það náttúrulega var pressa og mér finnst það segja dálítið mikið um samninginn að átta kennarar segja uppstörfum í Réttarholtsskóla daginn sem samningurinn kemur,“ segir Helga. Tíu kennarar sögðu upp í Árbæjarskóla og hafa þeir ekki tekið ákvörðun um hvort þeir dragi uppsagnir sínar til baka. „Framhaldið er bara ekki gott. Manni finnst eins og stéttin sé sundruð. Auðvitað þurfum við að vinna saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu sem stétt,“ sagði Guðný Svandís Guðjónsdóttir, kennari. Og kennararnir kölluðu eftir breytingum í forystu grunnskólakennara „Það er kominn tími til að skipta um fólk í brúnni, það er kannski búið að vera svolítið lengi. Við þurfum kannski líka bara að skoða hvernig við kjósum okkur okkar fólk. Það eru ekkert allir í boði,“ sagði Helga. Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Samningar samþykktir en grasrótin óánægð Naumur meirihluti grunnskólakennara samþykkti kjarasamning í gærkvöldi. Kjaradeilan varð til þess að hundrað kennarar sögðu upp störfum. Grasrót kennara kallar eftir afsögn forystu kennara. 13. desember 2016 07:00 Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 12. desember 2016 19:13 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Ekki er ljóst hvort áttatíu kennarar sem sögðu upp störfum sínum hjá Reykjavíkurborg á síðustu vikum komi til með að draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir að grunnskólakennarar hafi samþykkt kjarasamning sem undirritaður var við sveitarfélögin í lok nóvember. Grunnskólakennarar samþykktu nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær með um 55% greiddra atkvæða. Um 42% sögu nei. Þrátt fyrir að nýgerður kjarasamningur hafi verið samþykktur í gær er grasrótin hundóánægð. Nær allir kennarar í Árbæjarskóla höfnuðu samningnum. Á kennarastofunni í dag var aðalumræðuefnið að kjarasamningurinn og samþykkt hans. „Mér líst bara mjög illa á þetta. Ég sagði nei. Ég er búin að kenna í 19 ár og ég hef aldrei samþykkt samning. 11% er ekkert. Við erum svo langt á eftir framhaldskólakennurum sem við berum okkur saman við og þetta var bara lélegt,“ sagði Helga Guðjónsdóttir, kennari við fréttastofu í dag. Mjög margir kennarar sögðu störfum sínum lausum þegar samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga unnu að gerð samningsins. „Ég er nokkuð viss um að þeir munu ekki draga uppsagnir sínar til baka. Þessi samningur er bara ekki nógu góður og ég hugsa að það komi bara fleiri í kjölfarið. Við bara erum ekki metin að verðleikum og ég ætla ekki að fara tala um álag eða annað. Auðvitað er álag í öllum vinnum en við bara þurfum hærri laun og leiðréttingu launa. Þetta var bara ekki nógu gott og ég sagði nei,“ sagði Elín Björg Guðjónsdóttir, kennari. Kennararnir voru sammála um að það hafi komið á óvart hversu fljótt náðist samkomulag um samninginn hjá Ríkissáttasemjara „Það náttúrulega var pressa og mér finnst það segja dálítið mikið um samninginn að átta kennarar segja uppstörfum í Réttarholtsskóla daginn sem samningurinn kemur,“ segir Helga. Tíu kennarar sögðu upp í Árbæjarskóla og hafa þeir ekki tekið ákvörðun um hvort þeir dragi uppsagnir sínar til baka. „Framhaldið er bara ekki gott. Manni finnst eins og stéttin sé sundruð. Auðvitað þurfum við að vinna saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu sem stétt,“ sagði Guðný Svandís Guðjónsdóttir, kennari. Og kennararnir kölluðu eftir breytingum í forystu grunnskólakennara „Það er kominn tími til að skipta um fólk í brúnni, það er kannski búið að vera svolítið lengi. Við þurfum kannski líka bara að skoða hvernig við kjósum okkur okkar fólk. Það eru ekkert allir í boði,“ sagði Helga.
Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Samningar samþykktir en grasrótin óánægð Naumur meirihluti grunnskólakennara samþykkti kjarasamning í gærkvöldi. Kjaradeilan varð til þess að hundrað kennarar sögðu upp störfum. Grasrót kennara kallar eftir afsögn forystu kennara. 13. desember 2016 07:00 Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 12. desember 2016 19:13 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26
Samningar samþykktir en grasrótin óánægð Naumur meirihluti grunnskólakennara samþykkti kjarasamning í gærkvöldi. Kjaradeilan varð til þess að hundrað kennarar sögðu upp störfum. Grasrót kennara kallar eftir afsögn forystu kennara. 13. desember 2016 07:00
Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 12. desember 2016 19:13