Barnsfaðirinn sendi nektarmyndir á yfirmennina eftir að hún sagði frá ofbeldinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2016 09:04 Konan hefur frá árinu 2014 lagt fram þrjár kærur á hendur manninum. Þá hefur hún jafnframt fengið nálgunarbann á manninn, en það var fellt úr gildi í Hæstarétti. vísir/gva Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem móður var dæmd full forsjá yfir þriggja ára dóttur sinni, en faðirinn höfðaði málið og fór fram á forræði. Taldi dómurinn að forsendur hefðu breyst og verður málið því tekið fyrir í héraði að nýju. Foreldrarnir hófu sambúð hér á landi árið 2011 en fyrir á konan, sem er bandarísk, tvö börn og maðurinn eitt barn, sem hann hefur ekki séð í rúm sjö ár. Sambúð þeirra var stormasöm og sagði maðurinn fyrir dómi að það megi að mestu leyti rekja til þess að konan eigi við geðrænan vanda að stríða. Konan aftur á móti sagði manninn eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að etja og að hann hafi beitt hana bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Konan hefur lagt fram þrjár kærur á hendur manninum; vegna líkamsárásar, dreifingar nektarmynda og eignaspjalla. Líkamsárásina kærði konan árið 2014. Hún sakaði barnsföður sinn um að hafa haldið sér fram af svölum og hótað að sleppa, hrint sér niður tröppur á Spáni þar sem hún hafi lent á eldhúsinnréttingu og ýtt henni á svalahurð þannig að vör hennar sprakk. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar og var látið niður falla. Maðurinn neitaði sök.Hótaði myndbirtingum eftir viðtalið Konan sagði í blaðaviðtali í DV skömmu fyrir jólin 2014, undir nafnleynd, að maðurinn beitti sig andlegu og líkamlegu ofbeldi, ásamt því sem hún sagði frá því að maðurinn bíði þess að hefja afplánun á dómi sem hann hafi hlotið. Í greininni er jafnframt haft eftir henni að maðurinn neiti að flytja út úr íbúð hennar, en engin gögn gefa til kynna að hann hafi neitað að fara, að því er segir í dómnum. Eftir að greinin birtist hótaði maðurinn að birta myndir og myndbrot sem sýndu konuna í kynlífsathöfnum, sem hann og gerði. Þá starfaði konan hjá alþjóðlegu tæknifyrirtæki með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum og sendi maðurinn myndirnar á valda stjórnendur innan fyrirtækisins. Konan kærði manninn vegna málsins en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út.Bæði hæf en móðirin hæfari Konan fór fram á fulla forsjá yfir dóttur þeirra og vann konan málið í héraði. Samkvæmt matsmanni voru báðir aðilar hæfir til að gegna foreldraskyldum gagnvart barninu, en að þegar litið væri til persónugerðar, tilfinningaástands og tengslahæfni foreldra stæði maðurinn mun lakar að vígi en konan. Faðirinn áfrýjaði málinu og var það ómerkt í Hæstarétti, líkt og áður segir. Við málflutning í Hæstarétti var upplýst að konan hefði flutt til Bandaríkjanna með stúlkuna og vísaði Hæstiréttur til þess að niðurstaða dómsins um forsjá móðurinnar með barninu og fyrirkomulag umgengni hefði meðal annars verið reist á forsendum um áframhaldandi búsetu konunnar hér á landi þar sem unnt væri að koma við reglulegri umgengni barnsins við föður sinn. Var því talið forsendur hefðu breyst svo mjög að taka þurfi málið fyrir að nýju. Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem móður var dæmd full forsjá yfir þriggja ára dóttur sinni, en faðirinn höfðaði málið og fór fram á forræði. Taldi dómurinn að forsendur hefðu breyst og verður málið því tekið fyrir í héraði að nýju. Foreldrarnir hófu sambúð hér á landi árið 2011 en fyrir á konan, sem er bandarísk, tvö börn og maðurinn eitt barn, sem hann hefur ekki séð í rúm sjö ár. Sambúð þeirra var stormasöm og sagði maðurinn fyrir dómi að það megi að mestu leyti rekja til þess að konan eigi við geðrænan vanda að stríða. Konan aftur á móti sagði manninn eiga við áfengis- og fíkniefnavanda að etja og að hann hafi beitt hana bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Konan hefur lagt fram þrjár kærur á hendur manninum; vegna líkamsárásar, dreifingar nektarmynda og eignaspjalla. Líkamsárásina kærði konan árið 2014. Hún sakaði barnsföður sinn um að hafa haldið sér fram af svölum og hótað að sleppa, hrint sér niður tröppur á Spáni þar sem hún hafi lent á eldhúsinnréttingu og ýtt henni á svalahurð þannig að vör hennar sprakk. Málið þótti ekki líklegt til sakfellingar og var látið niður falla. Maðurinn neitaði sök.Hótaði myndbirtingum eftir viðtalið Konan sagði í blaðaviðtali í DV skömmu fyrir jólin 2014, undir nafnleynd, að maðurinn beitti sig andlegu og líkamlegu ofbeldi, ásamt því sem hún sagði frá því að maðurinn bíði þess að hefja afplánun á dómi sem hann hafi hlotið. Í greininni er jafnframt haft eftir henni að maðurinn neiti að flytja út úr íbúð hennar, en engin gögn gefa til kynna að hann hafi neitað að fara, að því er segir í dómnum. Eftir að greinin birtist hótaði maðurinn að birta myndir og myndbrot sem sýndu konuna í kynlífsathöfnum, sem hann og gerði. Þá starfaði konan hjá alþjóðlegu tæknifyrirtæki með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum og sendi maðurinn myndirnar á valda stjórnendur innan fyrirtækisins. Konan kærði manninn vegna málsins en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út.Bæði hæf en móðirin hæfari Konan fór fram á fulla forsjá yfir dóttur þeirra og vann konan málið í héraði. Samkvæmt matsmanni voru báðir aðilar hæfir til að gegna foreldraskyldum gagnvart barninu, en að þegar litið væri til persónugerðar, tilfinningaástands og tengslahæfni foreldra stæði maðurinn mun lakar að vígi en konan. Faðirinn áfrýjaði málinu og var það ómerkt í Hæstarétti, líkt og áður segir. Við málflutning í Hæstarétti var upplýst að konan hefði flutt til Bandaríkjanna með stúlkuna og vísaði Hæstiréttur til þess að niðurstaða dómsins um forsjá móðurinnar með barninu og fyrirkomulag umgengni hefði meðal annars verið reist á forsendum um áframhaldandi búsetu konunnar hér á landi þar sem unnt væri að koma við reglulegri umgengni barnsins við föður sinn. Var því talið forsendur hefðu breyst svo mjög að taka þurfi málið fyrir að nýju.
Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira