Erlent

Starfsfólk Hvíta hússins hrellti Obama og sló í gegn á netinu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Starfsfólk Hvíta hússins ákvað að hrekkja Barack Obama Bandaríkjaforseta með plastjólasveinum.
Starfsfólk Hvíta hússins ákvað að hrekkja Barack Obama Bandaríkjaforseta með plastjólasveinum. Vísir/Skjáskot
Starfsfólk Hvíta hússins ákvað að hrekkja Barack Obama Bandaríkjaforseta með plastjólasveinum sem hafa prítt garðinn í kringum skrifstofu forsetans í aðdraganda jólanna.

Pete Souza, ljósmyndari Hvíta hússins, útskýrði á Instagram aðgangi sínum að starfsfólki hafi dottið í hug að færa snjómennina nær gluggum skrifstofunnar til að hrekkja forsetann. Obama sagði í viðtali við People í byrjun mánaðar að honum fyndist skrautið nokkuð hrollvekjandi.

Ljóst er að hrekkurinn hefur  tekist vel og voru netverjar ekki lengi að gera sér mat úr athæfinu og skella vel völdu gríni á Twitter.

Another snowman from yesterday. Yes he enjoyed the prank. See previous post for the backstory.

A photo posted by Pete Souza (@petesouza) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×