Erlent

Fjórir „hryðjuverkamenn“ felldir eftir gíslatöku í Jórdaníu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá björgunaraðgerðum í Jórdaníu í dag.
Frá björgunaraðgerðum í Jórdaníu í dag. Vísir/EPA
Yfirvöld í Jórdaníu segjast hafa fellt fjóra „útlæga hryðjuverkamenn“ eftir gíslatöku í kastala í Karak í Jórdaníu. Ekki liggur fyrir hvort árásarmennirnir tilheyri hryðjuverkasamtökum. Níu manns létust í gíslatökunni og þar á meðal kanadískur ferðamaður. Reuters greinir frá.

Vísir greindi frá því fyrr í dagð að hópur vopnaðara manna hafi rutt sér leið inn í kastalann. Mennirnir skutu minnst fjóra lögregluþjóna til bana á götum borgarinnar áður en þeir flúðu inn í kastalann.

Sjá einnig: Vopnaðir menn tóku yfir kastala í Jórdaníu

Samkvæmt yfirvöldum í Jórdaníu voru árásarmennirnir fjórir vel búnir skotvopnum, sprengjuefnum og sjálfsmorðssprengjubeltum.

Ekki er ljóst hvaðan mennirnir eru eða hvort þeir tilheyra hryðjuverkasamtökum. Jórdanía er hins vegar eitt af fáum Arabaríkjum sem hefur tekið virkan þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu. Bandaríkin hafa einnig þjálfað sýrlenska uppreisnarmenn í Jórdaníu og sent þá aftur til Sýrlands til að berjast gegn ISIS.

Íslamska ríkið hefur heitið því að „brjóta upp“ landamæri Jórdaínu og samtökin lýstu yfir ábyrgð á bílasprengju á landamærum Jórdaínu og Sýrlands í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×