Tæpur þriðjungur kennara í Réttarholtsskóla sagði upp störfum í dag Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2016 18:40 Átta af 27 kennurum Réttarholtsskóla sögðu upp störfum í dag. Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtssskóla, segir að uppsagnirnar hafi borist til sín rétt fyrir klukkan 16. Samkomulag náðist í kjaradeilu grunnskólakennara í gær er samningurinn kveður á um hækkun á launum kennara um tæp ellefu prósent, eða 10,8 prósent, og að þeir fá tvö hundruð þúsund króna eingreiðslu. Samningurinn er til eins árs en eingreiðslan er uppbót fyrir þann tíma sem kennarar hafa verið samningslausir. Jón Pétur segir að kennararnir muni að óbreyttu hætta 1. mars næstkomandi. „Það væri töluvert áfall fyrir okkur að missa átta mjög góða kennara úr kennaraliðinu. Skólinn er ekkert annað en mannauðurinn í skólanum. Það eru ekki veggirnir eða borðin sem eru að kenna.“Þessari deilu virðist á engan hátt lokið og kennarar eru greinilega ósáttir við samninginn.„Ég held að kennarar séu bara ósáttir með launin sem þeir eru með og hafa verið í mjög langan tíma. Ég held að þurfi bara að bæta launin verulega og ekki taka neina áhættu með það að missa fólk úr stéttinni því ekki eru nemar sem bíða í röðum eftir að skrá sig í nám í Kennaraháskólanum,“ segir Jón Pétur.Þeir kennarar sem skliluðu inn uppsagnarbréfi í dag, fannst þér á þeim að þessi samningur væri vonbrigði?„Já, annars hefðu þeir ekki skilað inn uppsagnarbréfunum. Þeir bjuggust við meiru. Þetta er allt fólk sem er framúrskarandi þannig að það á allt auðvelt með að fá vinnu annars staðar. Ég vona að það verði einhver breyting á. Ég veit ekki hvað þarf til að þetta fálk hætti við uppsagnir. Það þarf allavega eitthvað að breytast,“ segir Jón Pétur. Tengdar fréttir Munurinn á nýjum samningi kennara og þeim sem voru felldir „10 til 15 þúsund kall“ Trúnaðarmaður segir hætt við því að kennarar felli nýjan samninginn. 30. nóvember 2016 14:13 Kjarasamningurinn kemur í veg fyrir hópuppsögn kennara Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga sömdu um kjaramál kennara í gærkvöldi. Fjöldi kennara ætlaði að segja upp störfum í hádeginu í dag en yfir hundrað kennarar hafa sagt upp í deilunni. 30. nóvember 2016 07:00 Ólafur vonast til að samningurinn dugi til að kennarar dragi uppsagnir til baka Formaður Félags grunnskólakennara segir það nú félagsmanna að dæma um hvort að samningurinn sé ásættanlegur. 29. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Átta af 27 kennurum Réttarholtsskóla sögðu upp störfum í dag. Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtssskóla, segir að uppsagnirnar hafi borist til sín rétt fyrir klukkan 16. Samkomulag náðist í kjaradeilu grunnskólakennara í gær er samningurinn kveður á um hækkun á launum kennara um tæp ellefu prósent, eða 10,8 prósent, og að þeir fá tvö hundruð þúsund króna eingreiðslu. Samningurinn er til eins árs en eingreiðslan er uppbót fyrir þann tíma sem kennarar hafa verið samningslausir. Jón Pétur segir að kennararnir muni að óbreyttu hætta 1. mars næstkomandi. „Það væri töluvert áfall fyrir okkur að missa átta mjög góða kennara úr kennaraliðinu. Skólinn er ekkert annað en mannauðurinn í skólanum. Það eru ekki veggirnir eða borðin sem eru að kenna.“Þessari deilu virðist á engan hátt lokið og kennarar eru greinilega ósáttir við samninginn.„Ég held að kennarar séu bara ósáttir með launin sem þeir eru með og hafa verið í mjög langan tíma. Ég held að þurfi bara að bæta launin verulega og ekki taka neina áhættu með það að missa fólk úr stéttinni því ekki eru nemar sem bíða í röðum eftir að skrá sig í nám í Kennaraháskólanum,“ segir Jón Pétur.Þeir kennarar sem skliluðu inn uppsagnarbréfi í dag, fannst þér á þeim að þessi samningur væri vonbrigði?„Já, annars hefðu þeir ekki skilað inn uppsagnarbréfunum. Þeir bjuggust við meiru. Þetta er allt fólk sem er framúrskarandi þannig að það á allt auðvelt með að fá vinnu annars staðar. Ég vona að það verði einhver breyting á. Ég veit ekki hvað þarf til að þetta fálk hætti við uppsagnir. Það þarf allavega eitthvað að breytast,“ segir Jón Pétur.
Tengdar fréttir Munurinn á nýjum samningi kennara og þeim sem voru felldir „10 til 15 þúsund kall“ Trúnaðarmaður segir hætt við því að kennarar felli nýjan samninginn. 30. nóvember 2016 14:13 Kjarasamningurinn kemur í veg fyrir hópuppsögn kennara Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga sömdu um kjaramál kennara í gærkvöldi. Fjöldi kennara ætlaði að segja upp störfum í hádeginu í dag en yfir hundrað kennarar hafa sagt upp í deilunni. 30. nóvember 2016 07:00 Ólafur vonast til að samningurinn dugi til að kennarar dragi uppsagnir til baka Formaður Félags grunnskólakennara segir það nú félagsmanna að dæma um hvort að samningurinn sé ásættanlegur. 29. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Sjá meira
Munurinn á nýjum samningi kennara og þeim sem voru felldir „10 til 15 þúsund kall“ Trúnaðarmaður segir hætt við því að kennarar felli nýjan samninginn. 30. nóvember 2016 14:13
Kjarasamningurinn kemur í veg fyrir hópuppsögn kennara Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga sömdu um kjaramál kennara í gærkvöldi. Fjöldi kennara ætlaði að segja upp störfum í hádeginu í dag en yfir hundrað kennarar hafa sagt upp í deilunni. 30. nóvember 2016 07:00
Ólafur vonast til að samningurinn dugi til að kennarar dragi uppsagnir til baka Formaður Félags grunnskólakennara segir það nú félagsmanna að dæma um hvort að samningurinn sé ásættanlegur. 29. nóvember 2016 20:45