Hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 17:53 Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast á morgun, eftir að þingflokkar þeirra samþykktu það síðdegis. Formaður Vinstri grænna vonast til að viðræðurnar taki skamman tíma. Formenn flokkanna fimm funduð í dag og eftir þann fund var ljóst að vilji var til þess meðal þeirra að hefja formlegar stjórnamyndunarviðræður. „Ég lagði það til að við myndum fara þá í formlegar viðræður um það að reyna að mynda stjórn og setja niður ákveðna hópa til að fara yfir málefnin,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Allir þingflokkar flokkanna fimm samþykktu síðdegis að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Katrín mun upplýsa Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um stöðu mála símleiðis í dag eða á morgun. „Það er kannski ekki skynsamlegt að fara að setja sér sjálfur of mikla pressu í tímamörkum en eins og ég segji við lítum á það sem okkar ábyrgð að vinna hratt en um leið vel,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Formenn flokkanna undirbúa sig nú undir viðræðurnar. „Manni sýnist að það komi allir allavega að fullri alvöru til fundar til þess að sjá hvort að við finnum flöt á því að vinna saman. Ég held að það sé alveg möguleiki og það er líka okkar ábyrgð bara stjórnmálaflokkanna á þingi að finna leiðir til þess að mynda góða og sterka ríkisstjórn,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um viðræðurnar framundan. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata er einnig bjartsýn á viðræðurnar. „Ég er ekki að skynja það mikinn mismun að það er ekki hægt að ná málamiðlun um þau mál sem að kannski mest ber út af,“ segir Birgitta. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að hann telji þess virði að ræða saman. „Mér finnst ekkert sem kom fram þarna á fundinum gefa tilefni til annars heldur en að ræða saman,“ segir Logi. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, átti í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þegar hann hafði umboð til stjórnarmyndunar á undan Katrínu. „Maður sér það nú aðeins af reynslunni að maður veit ekki hvort það gengur bara fyrr en það gengur,“ segir Benedikt. Málefnahópar flokkanna munu á næstu dögum vinna að því að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarfs þessara flokka en fyrstu fundirnir verða á nefndarsviði Alþingis á morgun. Tengdar fréttir Katrín vill formlegar viðræður Flokkarnir fimm sem hafa fundað í dag munu halda þingflokksfundi til að fara yfir málið. 20. nóvember 2016 15:07 Flokkarnir fimm funda eftir hádegi Það skýrist í dag hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með formönnum flokkanna klukkan eitt í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 11:26 Bjartsýn fyrir fund dagsins Viðræður fimm flokka eru hafnar í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 13:21 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast á morgun, eftir að þingflokkar þeirra samþykktu það síðdegis. Formaður Vinstri grænna vonast til að viðræðurnar taki skamman tíma. Formenn flokkanna fimm funduð í dag og eftir þann fund var ljóst að vilji var til þess meðal þeirra að hefja formlegar stjórnamyndunarviðræður. „Ég lagði það til að við myndum fara þá í formlegar viðræður um það að reyna að mynda stjórn og setja niður ákveðna hópa til að fara yfir málefnin,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Allir þingflokkar flokkanna fimm samþykktu síðdegis að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Katrín mun upplýsa Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um stöðu mála símleiðis í dag eða á morgun. „Það er kannski ekki skynsamlegt að fara að setja sér sjálfur of mikla pressu í tímamörkum en eins og ég segji við lítum á það sem okkar ábyrgð að vinna hratt en um leið vel,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Formenn flokkanna undirbúa sig nú undir viðræðurnar. „Manni sýnist að það komi allir allavega að fullri alvöru til fundar til þess að sjá hvort að við finnum flöt á því að vinna saman. Ég held að það sé alveg möguleiki og það er líka okkar ábyrgð bara stjórnmálaflokkanna á þingi að finna leiðir til þess að mynda góða og sterka ríkisstjórn,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um viðræðurnar framundan. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata er einnig bjartsýn á viðræðurnar. „Ég er ekki að skynja það mikinn mismun að það er ekki hægt að ná málamiðlun um þau mál sem að kannski mest ber út af,“ segir Birgitta. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að hann telji þess virði að ræða saman. „Mér finnst ekkert sem kom fram þarna á fundinum gefa tilefni til annars heldur en að ræða saman,“ segir Logi. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, átti í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þegar hann hafði umboð til stjórnarmyndunar á undan Katrínu. „Maður sér það nú aðeins af reynslunni að maður veit ekki hvort það gengur bara fyrr en það gengur,“ segir Benedikt. Málefnahópar flokkanna munu á næstu dögum vinna að því að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarfs þessara flokka en fyrstu fundirnir verða á nefndarsviði Alþingis á morgun.
Tengdar fréttir Katrín vill formlegar viðræður Flokkarnir fimm sem hafa fundað í dag munu halda þingflokksfundi til að fara yfir málið. 20. nóvember 2016 15:07 Flokkarnir fimm funda eftir hádegi Það skýrist í dag hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með formönnum flokkanna klukkan eitt í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 11:26 Bjartsýn fyrir fund dagsins Viðræður fimm flokka eru hafnar í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 13:21 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang Sjá meira
Katrín vill formlegar viðræður Flokkarnir fimm sem hafa fundað í dag munu halda þingflokksfundi til að fara yfir málið. 20. nóvember 2016 15:07
Flokkarnir fimm funda eftir hádegi Það skýrist í dag hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með formönnum flokkanna klukkan eitt í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 11:26
Bjartsýn fyrir fund dagsins Viðræður fimm flokka eru hafnar í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 13:21