Hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 17:53 Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast á morgun, eftir að þingflokkar þeirra samþykktu það síðdegis. Formaður Vinstri grænna vonast til að viðræðurnar taki skamman tíma. Formenn flokkanna fimm funduð í dag og eftir þann fund var ljóst að vilji var til þess meðal þeirra að hefja formlegar stjórnamyndunarviðræður. „Ég lagði það til að við myndum fara þá í formlegar viðræður um það að reyna að mynda stjórn og setja niður ákveðna hópa til að fara yfir málefnin,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Allir þingflokkar flokkanna fimm samþykktu síðdegis að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Katrín mun upplýsa Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um stöðu mála símleiðis í dag eða á morgun. „Það er kannski ekki skynsamlegt að fara að setja sér sjálfur of mikla pressu í tímamörkum en eins og ég segji við lítum á það sem okkar ábyrgð að vinna hratt en um leið vel,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Formenn flokkanna undirbúa sig nú undir viðræðurnar. „Manni sýnist að það komi allir allavega að fullri alvöru til fundar til þess að sjá hvort að við finnum flöt á því að vinna saman. Ég held að það sé alveg möguleiki og það er líka okkar ábyrgð bara stjórnmálaflokkanna á þingi að finna leiðir til þess að mynda góða og sterka ríkisstjórn,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um viðræðurnar framundan. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata er einnig bjartsýn á viðræðurnar. „Ég er ekki að skynja það mikinn mismun að það er ekki hægt að ná málamiðlun um þau mál sem að kannski mest ber út af,“ segir Birgitta. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að hann telji þess virði að ræða saman. „Mér finnst ekkert sem kom fram þarna á fundinum gefa tilefni til annars heldur en að ræða saman,“ segir Logi. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, átti í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þegar hann hafði umboð til stjórnarmyndunar á undan Katrínu. „Maður sér það nú aðeins af reynslunni að maður veit ekki hvort það gengur bara fyrr en það gengur,“ segir Benedikt. Málefnahópar flokkanna munu á næstu dögum vinna að því að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarfs þessara flokka en fyrstu fundirnir verða á nefndarsviði Alþingis á morgun. Tengdar fréttir Katrín vill formlegar viðræður Flokkarnir fimm sem hafa fundað í dag munu halda þingflokksfundi til að fara yfir málið. 20. nóvember 2016 15:07 Flokkarnir fimm funda eftir hádegi Það skýrist í dag hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með formönnum flokkanna klukkan eitt í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 11:26 Bjartsýn fyrir fund dagsins Viðræður fimm flokka eru hafnar í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 13:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast á morgun, eftir að þingflokkar þeirra samþykktu það síðdegis. Formaður Vinstri grænna vonast til að viðræðurnar taki skamman tíma. Formenn flokkanna fimm funduð í dag og eftir þann fund var ljóst að vilji var til þess meðal þeirra að hefja formlegar stjórnamyndunarviðræður. „Ég lagði það til að við myndum fara þá í formlegar viðræður um það að reyna að mynda stjórn og setja niður ákveðna hópa til að fara yfir málefnin,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Allir þingflokkar flokkanna fimm samþykktu síðdegis að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Katrín mun upplýsa Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um stöðu mála símleiðis í dag eða á morgun. „Það er kannski ekki skynsamlegt að fara að setja sér sjálfur of mikla pressu í tímamörkum en eins og ég segji við lítum á það sem okkar ábyrgð að vinna hratt en um leið vel,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Formenn flokkanna undirbúa sig nú undir viðræðurnar. „Manni sýnist að það komi allir allavega að fullri alvöru til fundar til þess að sjá hvort að við finnum flöt á því að vinna saman. Ég held að það sé alveg möguleiki og það er líka okkar ábyrgð bara stjórnmálaflokkanna á þingi að finna leiðir til þess að mynda góða og sterka ríkisstjórn,“ segir Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar um viðræðurnar framundan. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata er einnig bjartsýn á viðræðurnar. „Ég er ekki að skynja það mikinn mismun að það er ekki hægt að ná málamiðlun um þau mál sem að kannski mest ber út af,“ segir Birgitta. Þá segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, að hann telji þess virði að ræða saman. „Mér finnst ekkert sem kom fram þarna á fundinum gefa tilefni til annars heldur en að ræða saman,“ segir Logi. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, átti í viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þegar hann hafði umboð til stjórnarmyndunar á undan Katrínu. „Maður sér það nú aðeins af reynslunni að maður veit ekki hvort það gengur bara fyrr en það gengur,“ segir Benedikt. Málefnahópar flokkanna munu á næstu dögum vinna að því að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarfs þessara flokka en fyrstu fundirnir verða á nefndarsviði Alþingis á morgun.
Tengdar fréttir Katrín vill formlegar viðræður Flokkarnir fimm sem hafa fundað í dag munu halda þingflokksfundi til að fara yfir málið. 20. nóvember 2016 15:07 Flokkarnir fimm funda eftir hádegi Það skýrist í dag hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með formönnum flokkanna klukkan eitt í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 11:26 Bjartsýn fyrir fund dagsins Viðræður fimm flokka eru hafnar í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 13:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Katrín vill formlegar viðræður Flokkarnir fimm sem hafa fundað í dag munu halda þingflokksfundi til að fara yfir málið. 20. nóvember 2016 15:07
Flokkarnir fimm funda eftir hádegi Það skýrist í dag hvort hafnar verði formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna og fjögurra annarra flokka. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna fundar með formönnum flokkanna klukkan eitt í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 11:26
Bjartsýn fyrir fund dagsins Viðræður fimm flokka eru hafnar í Alþingishúsinu. 20. nóvember 2016 13:21