Læknar tvisvar skoðað sjúkraskýrslur í óleyfi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2016 07:00 Strangar reglur og aðgangsstýringar eru á Landspítalanum um aðgang að sjúkraskýrslum. vísir/vilhelm Tvisvar á síðustu tíu árum hefur það gerst að læknir hefur skoðað sjúkraskýrslu einstaklings án þess að hafa til þess ástæðu. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækningavísir/ernirFyrir skemmstu birti Persónuvernd ákvörðun í máli sem laut að kvörtun fyrrverandi eiginkonu læknis á spítalanum. Taldi konan að hann hefði skoðað sjúkraskrá hennar þrátt fyrir að hún hefði bannað honum það. Skilnaður þeirra hefði verið harkalegur og læknirinn hefði í hyggju að nota gögnin í annarlegum tilgangi. Læknirinn hafði skoðað skýrslu hennar í fjórgang og hafði gildar skýringar í þrjú þeirra skipta. Honum var veitt áminning fyrir brot sitt af spítalanum. Ákvörðun Persónuverndar fólst í því að fela spítalanum að setja reglur um aðgang starfsmanna að skýrslum fjölskyldumeðlima eða fyrrverandi fjölskyldumeðlima. „Á Landspítala gilda skýrar reglur um aðgangsheimildir starfsmanna að heilsufarsupplýsingum. Reglurnar eiga við um alla starfsmenn, hvort sem þeir eru aðstandendur sjúklinga eða ekki,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum. Gildir sú meginregla að starfsmaður skal aðeins leita eftir upplýsingum sem hann þarf í tengslum við starf sitt, í þágu sjúklings eða í öðrum lögmæltum tilgangi. Í reglum spítalans er kveðið á um aðgangsstýringu og eftirlit með aðgengi starfsmanna að upplýsingum sem leita spítalans. „Aðgangur heilbrigðisstarfsmanns að heilsufarsupplýsingum í sjúkraskrá er skráður hverju sinni þannig að hægt er að rekja hverjir hafa farið inn á hverja sjúkraskrá. Sérstök eftirlitsnefnd með notkun sjúkraskrár starfar við Landspítala og annast hún í samstarfi við upplýsingatæknideild eftirlit með því hvernig upplýsingar eru sóttar í tölvukerfi spítalans og hvort það sé í samræmi við gildandi aðgangsheimildir,“ segir Ólafur. Brot á reglunum varða áminningu eða brottrekstri úr starfi auk kæru ef um lögbrot er að ræða. Persónuvernd hafa verið kynntar þessar reglur spítalans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Læknir á Landspítalanum skoðaði sjúkraskýrslu fyrrverandi eiginkonu eftir skilnað Konan segir skilnaðinn hafa verið erfiðan og að maðurinn ætli að nota upplýsingarnar í annarlegum tilgangi. Læknirinn hlaut áminningu fyrir brot í starfi. 14. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Tvisvar á síðustu tíu árum hefur það gerst að læknir hefur skoðað sjúkraskýrslu einstaklings án þess að hafa til þess ástæðu. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn Fréttablaðsins.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækningavísir/ernirFyrir skemmstu birti Persónuvernd ákvörðun í máli sem laut að kvörtun fyrrverandi eiginkonu læknis á spítalanum. Taldi konan að hann hefði skoðað sjúkraskrá hennar þrátt fyrir að hún hefði bannað honum það. Skilnaður þeirra hefði verið harkalegur og læknirinn hefði í hyggju að nota gögnin í annarlegum tilgangi. Læknirinn hafði skoðað skýrslu hennar í fjórgang og hafði gildar skýringar í þrjú þeirra skipta. Honum var veitt áminning fyrir brot sitt af spítalanum. Ákvörðun Persónuverndar fólst í því að fela spítalanum að setja reglur um aðgang starfsmanna að skýrslum fjölskyldumeðlima eða fyrrverandi fjölskyldumeðlima. „Á Landspítala gilda skýrar reglur um aðgangsheimildir starfsmanna að heilsufarsupplýsingum. Reglurnar eiga við um alla starfsmenn, hvort sem þeir eru aðstandendur sjúklinga eða ekki,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum. Gildir sú meginregla að starfsmaður skal aðeins leita eftir upplýsingum sem hann þarf í tengslum við starf sitt, í þágu sjúklings eða í öðrum lögmæltum tilgangi. Í reglum spítalans er kveðið á um aðgangsstýringu og eftirlit með aðgengi starfsmanna að upplýsingum sem leita spítalans. „Aðgangur heilbrigðisstarfsmanns að heilsufarsupplýsingum í sjúkraskrá er skráður hverju sinni þannig að hægt er að rekja hverjir hafa farið inn á hverja sjúkraskrá. Sérstök eftirlitsnefnd með notkun sjúkraskrár starfar við Landspítala og annast hún í samstarfi við upplýsingatæknideild eftirlit með því hvernig upplýsingar eru sóttar í tölvukerfi spítalans og hvort það sé í samræmi við gildandi aðgangsheimildir,“ segir Ólafur. Brot á reglunum varða áminningu eða brottrekstri úr starfi auk kæru ef um lögbrot er að ræða. Persónuvernd hafa verið kynntar þessar reglur spítalans.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Læknir á Landspítalanum skoðaði sjúkraskýrslu fyrrverandi eiginkonu eftir skilnað Konan segir skilnaðinn hafa verið erfiðan og að maðurinn ætli að nota upplýsingarnar í annarlegum tilgangi. Læknirinn hlaut áminningu fyrir brot í starfi. 14. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Læknir á Landspítalanum skoðaði sjúkraskýrslu fyrrverandi eiginkonu eftir skilnað Konan segir skilnaðinn hafa verið erfiðan og að maðurinn ætli að nota upplýsingarnar í annarlegum tilgangi. Læknirinn hlaut áminningu fyrir brot í starfi. 14. nóvember 2016 07:00