Útlendingastofnun tekur upp nýtt verklag vegna fjölda hælisumsókna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2016 20:00 Útlendingastofnun hefur tekið upp nýtt verklag um endurkomubann í kjölfar synjunar um hæli. Breytingin grundvallast á mikilli fjölgun umsókna um hæli á síðustu mánuðum. Með nýju verklagi verður einstaklingum sem synjað er um alþjóðlega vernd óheimilt að koma aftur til Íslands í tiltekinn tíma ef þeir yfirgefa ekki landið af sjálfsdáðum innan gefinna tímamarka. Endurkomubannið kann einnig að ná til allra Schengen-ríkjanna og gildir í að lágmarki tvö ár frá því að viðkomandi er fylgt úr landi. „Hingað til hefur Útlendingastofnun að meginstefnu til tekið ákvörðun sem felur í sér frávísun sem er minna íþyngjandi úrræði en það sem við erum að leggja af stað með núna sem er brottvísun og endurkomubann,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin ákvað að fara af stað með þessa nýju framkvæmd meðal annars vegna fjölgunar á tilhæfulausum hælisumsóknum. „Það er gríðarlega hátt hlutfall umsækjenda hér á landi sem koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Þetta er mjög óeðlilega hátt hlutfall sem við erum að sjá hjá okkur miðað við nágrannaríkin okkar. Eitt af því sem okkar nágrannaríki hafa gert er að beyta þessum úrræðum til þess að hafa það alveg skýrt hvernig er farið með umsóknir sem eru bersýnilega tilhæfulausar,“ segir Þorsteinn. Nýja verklagið á þó ekki einungis við um tilhæfulausar hælisumsóknir heldur um alla einstaklinga sem synjað er um vernd. Hins vegar þegar um ræðir tilhæfulausar umsóknir er heimilt að fella niður frest til þess að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Breytingin er í samræmi við gildandi lagaheimildir. „Þetta á við um alla þá sem fá þessar upplýsingar í ferlinu að þessi möguleiki sé á borðinu. Við byrjuðum á því í síðustu viku og við merkjum strax ákveðna aukningu í því að það sé verið að draga til baka umsóknir um alþjóðlega vernd þegar menn frétta af því að þessi möguleiki sé á borðinu. Þannig að við sjáum nú þegar merki þess að þetta hafi einhver áhrif á það að menn hugsi sinn gang,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Útlendingastofnun hefur tekið upp nýtt verklag um endurkomubann í kjölfar synjunar um hæli. Breytingin grundvallast á mikilli fjölgun umsókna um hæli á síðustu mánuðum. Með nýju verklagi verður einstaklingum sem synjað er um alþjóðlega vernd óheimilt að koma aftur til Íslands í tiltekinn tíma ef þeir yfirgefa ekki landið af sjálfsdáðum innan gefinna tímamarka. Endurkomubannið kann einnig að ná til allra Schengen-ríkjanna og gildir í að lágmarki tvö ár frá því að viðkomandi er fylgt úr landi. „Hingað til hefur Útlendingastofnun að meginstefnu til tekið ákvörðun sem felur í sér frávísun sem er minna íþyngjandi úrræði en það sem við erum að leggja af stað með núna sem er brottvísun og endurkomubann,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. Stofnunin ákvað að fara af stað með þessa nýju framkvæmd meðal annars vegna fjölgunar á tilhæfulausum hælisumsóknum. „Það er gríðarlega hátt hlutfall umsækjenda hér á landi sem koma frá ríkjum sem eru á lista yfir örugg upprunaríki. Þetta er mjög óeðlilega hátt hlutfall sem við erum að sjá hjá okkur miðað við nágrannaríkin okkar. Eitt af því sem okkar nágrannaríki hafa gert er að beyta þessum úrræðum til þess að hafa það alveg skýrt hvernig er farið með umsóknir sem eru bersýnilega tilhæfulausar,“ segir Þorsteinn. Nýja verklagið á þó ekki einungis við um tilhæfulausar hælisumsóknir heldur um alla einstaklinga sem synjað er um vernd. Hins vegar þegar um ræðir tilhæfulausar umsóknir er heimilt að fella niður frest til þess að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Breytingin er í samræmi við gildandi lagaheimildir. „Þetta á við um alla þá sem fá þessar upplýsingar í ferlinu að þessi möguleiki sé á borðinu. Við byrjuðum á því í síðustu viku og við merkjum strax ákveðna aukningu í því að það sé verið að draga til baka umsóknir um alþjóðlega vernd þegar menn frétta af því að þessi möguleiki sé á borðinu. Þannig að við sjáum nú þegar merki þess að þetta hafi einhver áhrif á það að menn hugsi sinn gang,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira