Hvetur rithöfunda til að skrifa bækur um unglinga fyrir unglinga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. nóvember 2016 19:00 Ungur lestrarhestur hvetur íslenska rithöfunda til þess að skrifa fleiri bækur um unglinga fyrir unglinga og þannig bjarga því að lestar áhugi þeirra minnki. Hann er vonsvikinn með hvað fáar unglingabækur koma út í ár. Róbert Aron Garðarsson vakti athygli eftir að grein sem hann ritaði og birtist Vísi í gær. Í greininni segist Róbert hafa orðið fyrir vonbrigðum með blaðið Bókatíðindi sem barst inn á heimili fjölskyldunnar á dögunum en blaðið er gefið út í aðdraganda jólabókaflóðsins fyrir hver jól. Blaðinu fletti Róbert í von um að sjá góðar eða skemmtilega bækur sem unglingar gætu lesið. „Ég varð fyrir vonbrigðum mestan partinn með ungmennabækurnar. Þegar að ég var búinn að fletta í gegnum barnabækurnar nokkuð spenntur til þess að sjá þessar klassísku ungmennabækur sem að ég hef einhvern veginn alltaf tekið eftir í þessu blaði,“ segir Róbert Aron. Formaður Félags Íslenskra bókaútgefenda tekur undir áhyggjur Róberts. „Við getum alltaf gert betur bókaútgefendur og fjölgað bókum í þessum flokki. Ég vil þó benda á það að ungmennaflokkurinn er glænýr flokkur í bókatíðindum og við erum í dálitlum skilgreiningarvanda. Hvað flokkast sem barnabók. Hvað flokkast sem bók fyrir fullorðna. Og hvað fer þarna akkúrat á milli,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Róbert Aron segir að þótt úrvalið hafi ekki verið mikið hafi nokkrar bækur verið í Bókatíðindum sem hann hafði áhuga á. „Eins og til dæmis Vetrarfrí og Vetrarhörkur. Ég hef heyrt að þær séu mjög skemmtilegar. Eða Víghólar hún hljómar skemmtilega en það eru margar þarna sem að eru bara ekki, eða teljast ekki samkvæmt kennurum ekki gott lesefni. Áður hefur komið fram í fjölmiðlum að lestrar áhugi ungmenna hafi minnkað og þá sérstaklega drengja. „Við lesum lítið en það er aðallega út af því að við finnum ekki gott lesefni sem okkur finnst skemmtilegt. Mér finnst gaman að lesa bækur sem eru annað hvort skrifaðar til unglinga eða um unglinga,“ segir Róbert Aron.Hvað mundir þú vilja segja við rithöfunda sem eru með góða bók í kollinum en eiga eftir að skrifa hana? „Ég myndi segja skrifið hana. Ég myndi ekki hika við það. Ég myndi frekar skrifa hana að því að þið gætuð bjargað því að við lesum ekki nógu mikið,“ segir Róbert. Tengdar fréttir Blindur er bóklaus maður Nú eru að koma jól og margir bíða spenntir eftir öllum nýju bókunum sem koma út á þessum tíma. Ég eins og margir aðrir fékk Bókatíðindin inn um lúguna heima hjá mér og gægðist í blaðið. 23. nóvember 2016 10:34 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Sjá meira
Ungur lestrarhestur hvetur íslenska rithöfunda til þess að skrifa fleiri bækur um unglinga fyrir unglinga og þannig bjarga því að lestar áhugi þeirra minnki. Hann er vonsvikinn með hvað fáar unglingabækur koma út í ár. Róbert Aron Garðarsson vakti athygli eftir að grein sem hann ritaði og birtist Vísi í gær. Í greininni segist Róbert hafa orðið fyrir vonbrigðum með blaðið Bókatíðindi sem barst inn á heimili fjölskyldunnar á dögunum en blaðið er gefið út í aðdraganda jólabókaflóðsins fyrir hver jól. Blaðinu fletti Róbert í von um að sjá góðar eða skemmtilega bækur sem unglingar gætu lesið. „Ég varð fyrir vonbrigðum mestan partinn með ungmennabækurnar. Þegar að ég var búinn að fletta í gegnum barnabækurnar nokkuð spenntur til þess að sjá þessar klassísku ungmennabækur sem að ég hef einhvern veginn alltaf tekið eftir í þessu blaði,“ segir Róbert Aron. Formaður Félags Íslenskra bókaútgefenda tekur undir áhyggjur Róberts. „Við getum alltaf gert betur bókaútgefendur og fjölgað bókum í þessum flokki. Ég vil þó benda á það að ungmennaflokkurinn er glænýr flokkur í bókatíðindum og við erum í dálitlum skilgreiningarvanda. Hvað flokkast sem barnabók. Hvað flokkast sem bók fyrir fullorðna. Og hvað fer þarna akkúrat á milli,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Róbert Aron segir að þótt úrvalið hafi ekki verið mikið hafi nokkrar bækur verið í Bókatíðindum sem hann hafði áhuga á. „Eins og til dæmis Vetrarfrí og Vetrarhörkur. Ég hef heyrt að þær séu mjög skemmtilegar. Eða Víghólar hún hljómar skemmtilega en það eru margar þarna sem að eru bara ekki, eða teljast ekki samkvæmt kennurum ekki gott lesefni. Áður hefur komið fram í fjölmiðlum að lestrar áhugi ungmenna hafi minnkað og þá sérstaklega drengja. „Við lesum lítið en það er aðallega út af því að við finnum ekki gott lesefni sem okkur finnst skemmtilegt. Mér finnst gaman að lesa bækur sem eru annað hvort skrifaðar til unglinga eða um unglinga,“ segir Róbert Aron.Hvað mundir þú vilja segja við rithöfunda sem eru með góða bók í kollinum en eiga eftir að skrifa hana? „Ég myndi segja skrifið hana. Ég myndi ekki hika við það. Ég myndi frekar skrifa hana að því að þið gætuð bjargað því að við lesum ekki nógu mikið,“ segir Róbert.
Tengdar fréttir Blindur er bóklaus maður Nú eru að koma jól og margir bíða spenntir eftir öllum nýju bókunum sem koma út á þessum tíma. Ég eins og margir aðrir fékk Bókatíðindin inn um lúguna heima hjá mér og gægðist í blaðið. 23. nóvember 2016 10:34 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Sjá meira
Blindur er bóklaus maður Nú eru að koma jól og margir bíða spenntir eftir öllum nýju bókunum sem koma út á þessum tíma. Ég eins og margir aðrir fékk Bókatíðindin inn um lúguna heima hjá mér og gægðist í blaðið. 23. nóvember 2016 10:34