Sauð á Braga Valdimari vegna ofgnóttar „Black Friday“ auglýsinga: „Leiðinlegt þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2016 22:27 Mörg fyrirtæki höfðu ekki fyrir því að snara Black Friday heitinu yfir á íslensku. Vísir/Hanna „Það sýður út úr eyrunum á mér í dag. Ég geng hérna um bölvandi og ragnandi yfir þessum Blökkuföstudegi sem tröllríður öllu,“ segir íslenskuunnandinn og auglýsingafrömuðurinn Bragi Valdimar Skúlason vegna hins svokallaða Svarta föstudags eða „Black Friday“. Samkvæmt bandarískri hefð buðu fjölmörg fyrirtæki hér á landi upp á afslætti í tilefni dagsins sem markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gengur dagurinn undir nafninu Black Friday. Hefur hann sótt í sig veðrið hér á landi að undanförnu en athygli vakti að dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og magir auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er rosalega leiðinlegt, þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun. Það eru allir svo hræddir um að missa af einhverju. Þeim finnst eitthvað púkalegt að finna eitthvað íslenskt fyrirbrigði til að byrja með,“ segir Bragi Valdimar sem var í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunin fyrr í dag. Hann segir að ekki vanti nú orðin á íslensku sem hægt sé að nota til að snara „Black Friday“ heitinu yfir á íslensku. „Það er komið fjárdagur og hið gamla góða föstudagur til fjár sem væri eðlilegast á þetta. Föstudagurinn blakki og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Bragi Valdimar. Hann óttast að íslenskan sé komin í annað sætið á eftir enskunni víða í samfélaginu. Þrátt fyrir að hingað sæki fjöldi ferðamanna sem fyrirtæki vilji lokka í viðskipti til sín sé ekki þar með sagt að enskan þurfi að hafa yfirhöndina. „Það er alveg hægt að tala við þá án þess að garga það í eyrun á öllum. Auk þess koma útlendingar hingað til að sjá Ísland og finnst gaman og sjá og heyra íslensku talaða og skrifaða,“ segir Bragi Valdimar. Hann segir að fólki sé misboðið og að það verði hreinlega að tuða svolítið yfir þessu til að koma fyrirtækjum og auglýsendum í skilning um um að nóg sé til af orðum á íslensku. „Fyrst að við erum að reyna að lufsast með þetta mál okkar þá er ágætt að reyna að halda því við, það er nóg til af orðum.“ Tengdar fréttir Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Það sýður út úr eyrunum á mér í dag. Ég geng hérna um bölvandi og ragnandi yfir þessum Blökkuföstudegi sem tröllríður öllu,“ segir íslenskuunnandinn og auglýsingafrömuðurinn Bragi Valdimar Skúlason vegna hins svokallaða Svarta föstudags eða „Black Friday“. Samkvæmt bandarískri hefð buðu fjölmörg fyrirtæki hér á landi upp á afslætti í tilefni dagsins sem markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gengur dagurinn undir nafninu Black Friday. Hefur hann sótt í sig veðrið hér á landi að undanförnu en athygli vakti að dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og magir auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er rosalega leiðinlegt, þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun. Það eru allir svo hræddir um að missa af einhverju. Þeim finnst eitthvað púkalegt að finna eitthvað íslenskt fyrirbrigði til að byrja með,“ segir Bragi Valdimar sem var í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunin fyrr í dag. Hann segir að ekki vanti nú orðin á íslensku sem hægt sé að nota til að snara „Black Friday“ heitinu yfir á íslensku. „Það er komið fjárdagur og hið gamla góða föstudagur til fjár sem væri eðlilegast á þetta. Föstudagurinn blakki og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Bragi Valdimar. Hann óttast að íslenskan sé komin í annað sætið á eftir enskunni víða í samfélaginu. Þrátt fyrir að hingað sæki fjöldi ferðamanna sem fyrirtæki vilji lokka í viðskipti til sín sé ekki þar með sagt að enskan þurfi að hafa yfirhöndina. „Það er alveg hægt að tala við þá án þess að garga það í eyrun á öllum. Auk þess koma útlendingar hingað til að sjá Ísland og finnst gaman og sjá og heyra íslensku talaða og skrifaða,“ segir Bragi Valdimar. Hann segir að fólki sé misboðið og að það verði hreinlega að tuða svolítið yfir þessu til að koma fyrirtækjum og auglýsendum í skilning um um að nóg sé til af orðum á íslensku. „Fyrst að við erum að reyna að lufsast með þetta mál okkar þá er ágætt að reyna að halda því við, það er nóg til af orðum.“
Tengdar fréttir Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00