Sauð á Braga Valdimari vegna ofgnóttar „Black Friday“ auglýsinga: „Leiðinlegt þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2016 22:27 Mörg fyrirtæki höfðu ekki fyrir því að snara Black Friday heitinu yfir á íslensku. Vísir/Hanna „Það sýður út úr eyrunum á mér í dag. Ég geng hérna um bölvandi og ragnandi yfir þessum Blökkuföstudegi sem tröllríður öllu,“ segir íslenskuunnandinn og auglýsingafrömuðurinn Bragi Valdimar Skúlason vegna hins svokallaða Svarta föstudags eða „Black Friday“. Samkvæmt bandarískri hefð buðu fjölmörg fyrirtæki hér á landi upp á afslætti í tilefni dagsins sem markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gengur dagurinn undir nafninu Black Friday. Hefur hann sótt í sig veðrið hér á landi að undanförnu en athygli vakti að dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og magir auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er rosalega leiðinlegt, þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun. Það eru allir svo hræddir um að missa af einhverju. Þeim finnst eitthvað púkalegt að finna eitthvað íslenskt fyrirbrigði til að byrja með,“ segir Bragi Valdimar sem var í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunin fyrr í dag. Hann segir að ekki vanti nú orðin á íslensku sem hægt sé að nota til að snara „Black Friday“ heitinu yfir á íslensku. „Það er komið fjárdagur og hið gamla góða föstudagur til fjár sem væri eðlilegast á þetta. Föstudagurinn blakki og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Bragi Valdimar. Hann óttast að íslenskan sé komin í annað sætið á eftir enskunni víða í samfélaginu. Þrátt fyrir að hingað sæki fjöldi ferðamanna sem fyrirtæki vilji lokka í viðskipti til sín sé ekki þar með sagt að enskan þurfi að hafa yfirhöndina. „Það er alveg hægt að tala við þá án þess að garga það í eyrun á öllum. Auk þess koma útlendingar hingað til að sjá Ísland og finnst gaman og sjá og heyra íslensku talaða og skrifaða,“ segir Bragi Valdimar. Hann segir að fólki sé misboðið og að það verði hreinlega að tuða svolítið yfir þessu til að koma fyrirtækjum og auglýsendum í skilning um um að nóg sé til af orðum á íslensku. „Fyrst að við erum að reyna að lufsast með þetta mál okkar þá er ágætt að reyna að halda því við, það er nóg til af orðum.“ Tengdar fréttir Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Sjá meira
„Það sýður út úr eyrunum á mér í dag. Ég geng hérna um bölvandi og ragnandi yfir þessum Blökkuföstudegi sem tröllríður öllu,“ segir íslenskuunnandinn og auglýsingafrömuðurinn Bragi Valdimar Skúlason vegna hins svokallaða Svarta föstudags eða „Black Friday“. Samkvæmt bandarískri hefð buðu fjölmörg fyrirtæki hér á landi upp á afslætti í tilefni dagsins sem markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum gengur dagurinn undir nafninu Black Friday. Hefur hann sótt í sig veðrið hér á landi að undanförnu en athygli vakti að dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og magir auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er rosalega leiðinlegt, þegar fyrirtæki detta í svona hjarðhegðun. Það eru allir svo hræddir um að missa af einhverju. Þeim finnst eitthvað púkalegt að finna eitthvað íslenskt fyrirbrigði til að byrja með,“ segir Bragi Valdimar sem var í viðtal í Reykjavík síðdegis á Bylgjunin fyrr í dag. Hann segir að ekki vanti nú orðin á íslensku sem hægt sé að nota til að snara „Black Friday“ heitinu yfir á íslensku. „Það er komið fjárdagur og hið gamla góða föstudagur til fjár sem væri eðlilegast á þetta. Föstudagurinn blakki og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Bragi Valdimar. Hann óttast að íslenskan sé komin í annað sætið á eftir enskunni víða í samfélaginu. Þrátt fyrir að hingað sæki fjöldi ferðamanna sem fyrirtæki vilji lokka í viðskipti til sín sé ekki þar með sagt að enskan þurfi að hafa yfirhöndina. „Það er alveg hægt að tala við þá án þess að garga það í eyrun á öllum. Auk þess koma útlendingar hingað til að sjá Ísland og finnst gaman og sjá og heyra íslensku talaða og skrifaða,“ segir Bragi Valdimar. Hann segir að fólki sé misboðið og að það verði hreinlega að tuða svolítið yfir þessu til að koma fyrirtækjum og auglýsendum í skilning um um að nóg sé til af orðum á íslensku. „Fyrst að við erum að reyna að lufsast með þetta mál okkar þá er ágætt að reyna að halda því við, það er nóg til af orðum.“
Tengdar fréttir Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Sjá meira
Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist 25. nóvember 2016 20:00