Eliza með íslenskukennslu í kanadísku sjónvarpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2016 14:00 Eliza og Guðni þegar Guðni tók við embætti forseta. Vísir/Eyþór Eliza Reid, forsetafrú Íslands, var á dögunum í heimalandi sínu Kanada. Þar kom hún fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar City TV í Toronto þar sem hún ræddi samband sitt við eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, hvernig hann varð forseti auk þess sem að hún var með létta íslenskukennslu fyrir áhorfendur. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þótti þáttastjórnendum mjög mikið til koma að hafa fengið forsetafrú Íslands í myndver til sín og var hún spurð spjörunum úr um lífið á Íslandi og hvernig það væri að vera kominn aftur til Kanada. Uppskar hún mikinn hlátur þegar hún sagðist hafa útskýrt fyrir íslenskum ferðafélögum sínum hvað „double-double“ væri en eftir því sem blaðamaður kemst næst er það kanadískt slangur yfir það að fá tvær skeiðar af sykri og tvöfaldan skammt af rjóma eða mjólk út í kaffið sitt.Sjá einnig: Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Þáttastjórnendur höfðu svo útbúið nokkur skilti með íslenskum frösum á borð við „Hvernig hefur þú það“ og „Verði þér að góðu“ og báðu þeir Elizu um að kenna sér að bera fram þessa frasa. Sagði Eliza að þetta væru gagnlegir frasar til að hafa á hreinu ef ferðast væri til Íslands. Bætti hún þó við einum til viðbótar. „Vinur minn borgar er góður frasi til að kunna,“ sagði Eliza og uppskar aftur mikinn hlátur líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Hringt á heimili þeirra til að hvetja Guðna í framboðSíðar í þættinum var Eliza sest í sófann þar sem gafst tími til að ræða hvernig hún hafi endað á Íslandi sem forsetafrú. Þar sagði Eliza þá sögu sem hún hefur sagt áður um að Guðni hafi dregið nafn hennar úr bolla en að hún hafi verið búin að setja nafn sitt í flesta bollanna til að tryggja að hún myndi fá stefnumót með Guðna. Þá lýsti hún því hvernig hún varð forsetafrú. „Hann var grandvar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Á sama tíma og kosningabarátta fyrir forsetakosningarnar stóð yfir skullu Panama-skjölin á Íslandi og forsætisráðherrann sagði af sér. Guðni var álitsgjafi í sjónvarpi á meðan þetta gekk á og fólk fór að hringja heim til okkar og biðja hann um að bjóða sig fram.“ Sjá má viðtalið við Elizu í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00 Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30 Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Eliza Reid, forsetafrú Íslands, var á dögunum í heimalandi sínu Kanada. Þar kom hún fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar City TV í Toronto þar sem hún ræddi samband sitt við eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, hvernig hann varð forseti auk þess sem að hún var með létta íslenskukennslu fyrir áhorfendur. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þótti þáttastjórnendum mjög mikið til koma að hafa fengið forsetafrú Íslands í myndver til sín og var hún spurð spjörunum úr um lífið á Íslandi og hvernig það væri að vera kominn aftur til Kanada. Uppskar hún mikinn hlátur þegar hún sagðist hafa útskýrt fyrir íslenskum ferðafélögum sínum hvað „double-double“ væri en eftir því sem blaðamaður kemst næst er það kanadískt slangur yfir það að fá tvær skeiðar af sykri og tvöfaldan skammt af rjóma eða mjólk út í kaffið sitt.Sjá einnig: Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Þáttastjórnendur höfðu svo útbúið nokkur skilti með íslenskum frösum á borð við „Hvernig hefur þú það“ og „Verði þér að góðu“ og báðu þeir Elizu um að kenna sér að bera fram þessa frasa. Sagði Eliza að þetta væru gagnlegir frasar til að hafa á hreinu ef ferðast væri til Íslands. Bætti hún þó við einum til viðbótar. „Vinur minn borgar er góður frasi til að kunna,“ sagði Eliza og uppskar aftur mikinn hlátur líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Hringt á heimili þeirra til að hvetja Guðna í framboðSíðar í þættinum var Eliza sest í sófann þar sem gafst tími til að ræða hvernig hún hafi endað á Íslandi sem forsetafrú. Þar sagði Eliza þá sögu sem hún hefur sagt áður um að Guðni hafi dregið nafn hennar úr bolla en að hún hafi verið búin að setja nafn sitt í flesta bollanna til að tryggja að hún myndi fá stefnumót með Guðna. Þá lýsti hún því hvernig hún varð forsetafrú. „Hann var grandvar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Á sama tíma og kosningabarátta fyrir forsetakosningarnar stóð yfir skullu Panama-skjölin á Íslandi og forsætisráðherrann sagði af sér. Guðni var álitsgjafi í sjónvarpi á meðan þetta gekk á og fólk fór að hringja heim til okkar og biðja hann um að bjóða sig fram.“ Sjá má viðtalið við Elizu í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00 Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30 Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15
Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00
Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30
Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19