Eliza með íslenskukennslu í kanadísku sjónvarpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2016 14:00 Eliza og Guðni þegar Guðni tók við embætti forseta. Vísir/Eyþór Eliza Reid, forsetafrú Íslands, var á dögunum í heimalandi sínu Kanada. Þar kom hún fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar City TV í Toronto þar sem hún ræddi samband sitt við eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, hvernig hann varð forseti auk þess sem að hún var með létta íslenskukennslu fyrir áhorfendur. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þótti þáttastjórnendum mjög mikið til koma að hafa fengið forsetafrú Íslands í myndver til sín og var hún spurð spjörunum úr um lífið á Íslandi og hvernig það væri að vera kominn aftur til Kanada. Uppskar hún mikinn hlátur þegar hún sagðist hafa útskýrt fyrir íslenskum ferðafélögum sínum hvað „double-double“ væri en eftir því sem blaðamaður kemst næst er það kanadískt slangur yfir það að fá tvær skeiðar af sykri og tvöfaldan skammt af rjóma eða mjólk út í kaffið sitt.Sjá einnig: Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Þáttastjórnendur höfðu svo útbúið nokkur skilti með íslenskum frösum á borð við „Hvernig hefur þú það“ og „Verði þér að góðu“ og báðu þeir Elizu um að kenna sér að bera fram þessa frasa. Sagði Eliza að þetta væru gagnlegir frasar til að hafa á hreinu ef ferðast væri til Íslands. Bætti hún þó við einum til viðbótar. „Vinur minn borgar er góður frasi til að kunna,“ sagði Eliza og uppskar aftur mikinn hlátur líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Hringt á heimili þeirra til að hvetja Guðna í framboðSíðar í þættinum var Eliza sest í sófann þar sem gafst tími til að ræða hvernig hún hafi endað á Íslandi sem forsetafrú. Þar sagði Eliza þá sögu sem hún hefur sagt áður um að Guðni hafi dregið nafn hennar úr bolla en að hún hafi verið búin að setja nafn sitt í flesta bollanna til að tryggja að hún myndi fá stefnumót með Guðna. Þá lýsti hún því hvernig hún varð forsetafrú. „Hann var grandvar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Á sama tíma og kosningabarátta fyrir forsetakosningarnar stóð yfir skullu Panama-skjölin á Íslandi og forsætisráðherrann sagði af sér. Guðni var álitsgjafi í sjónvarpi á meðan þetta gekk á og fólk fór að hringja heim til okkar og biðja hann um að bjóða sig fram.“ Sjá má viðtalið við Elizu í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00 Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30 Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Eliza Reid, forsetafrú Íslands, var á dögunum í heimalandi sínu Kanada. Þar kom hún fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinnar City TV í Toronto þar sem hún ræddi samband sitt við eiginmann sinn, Guðna Th. Jóhannesson, hvernig hann varð forseti auk þess sem að hún var með létta íslenskukennslu fyrir áhorfendur. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þótti þáttastjórnendum mjög mikið til koma að hafa fengið forsetafrú Íslands í myndver til sín og var hún spurð spjörunum úr um lífið á Íslandi og hvernig það væri að vera kominn aftur til Kanada. Uppskar hún mikinn hlátur þegar hún sagðist hafa útskýrt fyrir íslenskum ferðafélögum sínum hvað „double-double“ væri en eftir því sem blaðamaður kemst næst er það kanadískt slangur yfir það að fá tvær skeiðar af sykri og tvöfaldan skammt af rjóma eða mjólk út í kaffið sitt.Sjá einnig: Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Þáttastjórnendur höfðu svo útbúið nokkur skilti með íslenskum frösum á borð við „Hvernig hefur þú það“ og „Verði þér að góðu“ og báðu þeir Elizu um að kenna sér að bera fram þessa frasa. Sagði Eliza að þetta væru gagnlegir frasar til að hafa á hreinu ef ferðast væri til Íslands. Bætti hún þó við einum til viðbótar. „Vinur minn borgar er góður frasi til að kunna,“ sagði Eliza og uppskar aftur mikinn hlátur líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Hringt á heimili þeirra til að hvetja Guðna í framboðSíðar í þættinum var Eliza sest í sófann þar sem gafst tími til að ræða hvernig hún hafi endað á Íslandi sem forsetafrú. Þar sagði Eliza þá sögu sem hún hefur sagt áður um að Guðni hafi dregið nafn hennar úr bolla en að hún hafi verið búin að setja nafn sitt í flesta bollanna til að tryggja að hún myndi fá stefnumót með Guðna. Þá lýsti hún því hvernig hún varð forsetafrú. „Hann var grandvar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Á sama tíma og kosningabarátta fyrir forsetakosningarnar stóð yfir skullu Panama-skjölin á Íslandi og forsætisráðherrann sagði af sér. Guðni var álitsgjafi í sjónvarpi á meðan þetta gekk á og fólk fór að hringja heim til okkar og biðja hann um að bjóða sig fram.“ Sjá má viðtalið við Elizu í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15 Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00 Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30 Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Fjölmiðlar kíktu til Guðna Th. í morgun. Börn hans höfðu meiri áhuga á afmælisköku hans en nýja embættinu. 26. júní 2016 13:15
Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00
Uppvaskið og fjölskyldulífið óbreytt hjá nýjum forsetahjónum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans, Eliza Reid, fóru í sína fyrstu embættisheimsókn á Sólheima í Grímsnesi í dag. 3. ágúst 2016 19:30
Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Forsetafrúin í stóru viðtali við kanadískt tímarit. 14. október 2016 22:19