Sonur Guðna og Elizu þegar hann sá forsetabílalestina í Nice: „Þurfum við að borga fyrir þetta?“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2016 22:19 Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Ernir Forsetafrúin Eliza Reid ræðir þau fríðindi sem fylgja forsetaembættinu og hvernig hún bað um hönd mannsins síns Guðna Th. Jóhannessonar í viðtali við kanadíska tímaritið Macleans. Viðtalið var birt á vef tímaritsins í dag en þar segist Eliza, eða Liza eins og hún er kölluð í kanadíska tímaritinu, hafa kynnst Guðna þegar þau voru bæði í sagnfræðinámi í Oxford árið 1998 þar sem þau voru bæði í róðrarliði skólans.Eliza hefur áður sagt þá sögu í viðtali við Fréttablaðið en þar sagði hún róðrarliðið hafa staðið fyrir fjáröflun þar sem strákarnir höfðu hver sína dós og stelpurnar keyptu miða með nafninu sínu á. Þær áttu svo að setja nafnið sitt í dós strákanna og freista þess að nafnið þeirra yrði dregið út.Eliza keypti tíu miða og setti átta þeirra í dósina hans Guðna og Guðni dró að sjálfsögðu nafnið hennar sem þýddi að þau voru á leið á stefnumót sem endaði með hjónabandi.Ekki ást við fyrstu sýn Hún er spurði í viðtalinu í kanadíska tímaritinu hvort þetta hafi verið ást við fyrstu sýn en hún segir svo ekki hafa verið enda aðeins 22 ára gömul á þeim tíma og of ung að hennar mati til að festa ráð sitt.Guðni í Nice í Frakklandi ásamt Elizu Reid, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussajeff fyrir landsleik Íslands og Englands á EM í sumar.Vísri/Vilhelm„En mér fannst hann áhugaverður, fyndinn og gáfaður. Þegar hann kláraði doktorsnámið sitt árið 2003 ákváðum við að flytja saman til Íslands. Við trúlofuðum okkur rétt áður en við fluttum. Við höfðum farið til Cornwall yfir helgi þar sem ég bað hans. Ég er ekki mikið fyrir bíða eftir hlutunum. Við höfðum aldrei rætt svona hluti áður, en ég hugsaði með mér að fyrst við vorum að fara að hefja líf saman á Íslandi, af hverju ekki að gifta okkur? Og ef ég yrði á undan að biðja hans, þá væri það í fínu lagi. Ég tók með mér flösku af kampavíni og bað hans yfir kvöldverði,“ segir Eliza.Bílalest beið þeirra í Nice Hún segir frá því þegar fjölskyldan þeirra flaug til Nice til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu leika við það enska í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í júní síðastliðnum. Hún segir þau hafa planað ferðina með nokkrum vinum þeirra og bókað miða, en leikurinn sjálfur var daginn eftir að Guðni hafði verið kjörinn forseti Íslands. Hún segir frá því hvernig þau voru hyllt við heimili þeirra sunnudaginn 26. júní á afmælisdegi Guðna. Þau fóru síðan á fætur klukkan þrjú aðfaranótt mánudagsins 27. júní, daginn sem Íslands lék við England, til að fljúga til Frakklands, en þau höfðu skipulagt ferðina með vinum sínum. Þegar til Frakklands var hins vegar komið blasti nýr veruleiki við fjölskyldu Elizu og Guðna því á flugvellinum beið þeirra lítil bílalest sem átti að gæta öryggis þeirra. „Sonur okkar leit á bílana og spurði: Þurfum við að borga fyrir þetta?“„Eða ég gæti farið í forsetaframboð á Íslandi“ Hún er að lokum spurð hvort hún gæti hugsað sér að flytja aftur til Kanada þegar Guðni hefur látið af embætti. „Þú gætir farið í framboð og látið manninn þinn vera maka stjórnmálamanns,“ er Eliza spurð en hún svarar: „Eða ég gæti farið í forsetaframboð á Íslandi og tekið Clinton á þetta.“ Lesa viðtal Macleans við Elizu í heild sinni hér. Tengdar fréttir Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid ræðir þau fríðindi sem fylgja forsetaembættinu og hvernig hún bað um hönd mannsins síns Guðna Th. Jóhannessonar í viðtali við kanadíska tímaritið Macleans. Viðtalið var birt á vef tímaritsins í dag en þar segist Eliza, eða Liza eins og hún er kölluð í kanadíska tímaritinu, hafa kynnst Guðna þegar þau voru bæði í sagnfræðinámi í Oxford árið 1998 þar sem þau voru bæði í róðrarliði skólans.Eliza hefur áður sagt þá sögu í viðtali við Fréttablaðið en þar sagði hún róðrarliðið hafa staðið fyrir fjáröflun þar sem strákarnir höfðu hver sína dós og stelpurnar keyptu miða með nafninu sínu á. Þær áttu svo að setja nafnið sitt í dós strákanna og freista þess að nafnið þeirra yrði dregið út.Eliza keypti tíu miða og setti átta þeirra í dósina hans Guðna og Guðni dró að sjálfsögðu nafnið hennar sem þýddi að þau voru á leið á stefnumót sem endaði með hjónabandi.Ekki ást við fyrstu sýn Hún er spurði í viðtalinu í kanadíska tímaritinu hvort þetta hafi verið ást við fyrstu sýn en hún segir svo ekki hafa verið enda aðeins 22 ára gömul á þeim tíma og of ung að hennar mati til að festa ráð sitt.Guðni í Nice í Frakklandi ásamt Elizu Reid, Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussajeff fyrir landsleik Íslands og Englands á EM í sumar.Vísri/Vilhelm„En mér fannst hann áhugaverður, fyndinn og gáfaður. Þegar hann kláraði doktorsnámið sitt árið 2003 ákváðum við að flytja saman til Íslands. Við trúlofuðum okkur rétt áður en við fluttum. Við höfðum farið til Cornwall yfir helgi þar sem ég bað hans. Ég er ekki mikið fyrir bíða eftir hlutunum. Við höfðum aldrei rætt svona hluti áður, en ég hugsaði með mér að fyrst við vorum að fara að hefja líf saman á Íslandi, af hverju ekki að gifta okkur? Og ef ég yrði á undan að biðja hans, þá væri það í fínu lagi. Ég tók með mér flösku af kampavíni og bað hans yfir kvöldverði,“ segir Eliza.Bílalest beið þeirra í Nice Hún segir frá því þegar fjölskyldan þeirra flaug til Nice til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu leika við það enska í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í júní síðastliðnum. Hún segir þau hafa planað ferðina með nokkrum vinum þeirra og bókað miða, en leikurinn sjálfur var daginn eftir að Guðni hafði verið kjörinn forseti Íslands. Hún segir frá því hvernig þau voru hyllt við heimili þeirra sunnudaginn 26. júní á afmælisdegi Guðna. Þau fóru síðan á fætur klukkan þrjú aðfaranótt mánudagsins 27. júní, daginn sem Íslands lék við England, til að fljúga til Frakklands, en þau höfðu skipulagt ferðina með vinum sínum. Þegar til Frakklands var hins vegar komið blasti nýr veruleiki við fjölskyldu Elizu og Guðna því á flugvellinum beið þeirra lítil bílalest sem átti að gæta öryggis þeirra. „Sonur okkar leit á bílana og spurði: Þurfum við að borga fyrir þetta?“„Eða ég gæti farið í forsetaframboð á Íslandi“ Hún er að lokum spurð hvort hún gæti hugsað sér að flytja aftur til Kanada þegar Guðni hefur látið af embætti. „Þú gætir farið í framboð og látið manninn þinn vera maka stjórnmálamanns,“ er Eliza spurð en hún svarar: „Eða ég gæti farið í forsetaframboð á Íslandi og tekið Clinton á þetta.“ Lesa viðtal Macleans við Elizu í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Sjá meira
Fyrsta „blakkátið“, stóru eyrun og lakkrísfíkn forsetans Guðni Th. Jóhannesson hvatti nemendur Kvennaskólans í Reykjavík til að spyrja sig spjörunum úr í morgun. Óhætt er að segja að þau hafi hvergi hikað, ekki frekar en forsetinn. 12. október 2016 14:00