Boða til samstöðufundar við bandaríska sendiráðið vegna Trump Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 15:58 Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm/Getty Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Ýmis félagasamtök hafa lýst yfir stuðningi við fundinn, meðal annars Akkeri, Samtökin 78, Trans Ísland og Tabú. Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands, er einn skipuleggjanda fundarins ásamt þeim Gëzim Haziri og Benjamín Julian. Gëzim hafði frumkvæði að skipulagningu viðburðarins, en hann kom sjálfur hingað til lands sem flóttamannabarn og hefur unnið að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Arndís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands.Mynd/ArndísÓttast endurvakningu á réttlætingu hatursorðræðuÁrdís segist hafa þungar áhyggjur af því ofbeldi sem hefur sprottið upp síðustu vikuna, en fréttir hafa borist af því að ofbeldi gegn minnihlutahópum hafi aukist í kjölfar kosninganna. „Ég upplifi það sem kennari uppi í háskóla að nemendur mínir í hinsegin samfélaginu voru mjög áhyggjufullir. Svo var ég að spjalla við fólk í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að þegar þau voru að fara inn á heilsugæslu í Maine, sem er talið frekar frjálslynt ríki. Þar voru sjúkrastofurnar yfirfullar af slösuðu svörtu fólki. Svo heyrði ég einnig í vinkonu minni sem er lesbía úti í Grikklandi og hún var að lýsa hvað hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta væri að hafa áhrif þar líka. Að það verði endurvakning á réttlætingu á þessari orðræðu og hatursglæpum,“ segir Árdís í samtali við Vísi. „Þannig að þegar Gezim kallaði okkur til þá fannst mér þetta bara vera alveg rétt. Það sem við erum að gera er að leggja áherslu á samstöðu gegn ofbeldi.“ Árdís segir mikilvægt að senda þau skilaboð að ofbeldi muni ekki líðast. „Við búum í samfélagi sem leggur ofboðslega mikla áherslu á frið og gegn ofbeldi. Ég hef ekki mikla trú á því að það geti komið upp svipað ástand hér en mér finnst samt mikilvægt að senda þessi skilaboð, sérstaklega til barnanna ef þau eru að horfa. Ég var sjálf leikskólakennari í tuttugu ár, meðal annars þegar Íraksstríðið var og maður sá að börnin upplifðu það sem var að gerast annars staðar í gegnum sjónvarp og félagsmiðla. Það er líka mikiolvægt að við ræðum það við börnin okkar að þetta sé ekki í lagi.“ Á Facebook síðu viðburðarins er fólk hvatt til að mæta með rós sem tákn ástar á móti hatri og styrk á móti virðingaleysi. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar vegna nýkjörins forseta Bandaríkjanna fyrir utan bandaríska sendiráðið klukkan hálf fimm síðdegis í dag. Ýmis félagasamtök hafa lýst yfir stuðningi við fundinn, meðal annars Akkeri, Samtökin 78, Trans Ísland og Tabú. Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands, er einn skipuleggjanda fundarins ásamt þeim Gëzim Haziri og Benjamín Julian. Gëzim hafði frumkvæði að skipulagningu viðburðarins, en hann kom sjálfur hingað til lands sem flóttamannabarn og hefur unnið að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Arndís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði og stundakennari í Háskóla Íslands.Mynd/ArndísÓttast endurvakningu á réttlætingu hatursorðræðuÁrdís segist hafa þungar áhyggjur af því ofbeldi sem hefur sprottið upp síðustu vikuna, en fréttir hafa borist af því að ofbeldi gegn minnihlutahópum hafi aukist í kjölfar kosninganna. „Ég upplifi það sem kennari uppi í háskóla að nemendur mínir í hinsegin samfélaginu voru mjög áhyggjufullir. Svo var ég að spjalla við fólk í Bandaríkjunum sem sagði mér frá því að þegar þau voru að fara inn á heilsugæslu í Maine, sem er talið frekar frjálslynt ríki. Þar voru sjúkrastofurnar yfirfullar af slösuðu svörtu fólki. Svo heyrði ég einnig í vinkonu minni sem er lesbía úti í Grikklandi og hún var að lýsa hvað hún hefði miklar áhyggjur af því að þetta væri að hafa áhrif þar líka. Að það verði endurvakning á réttlætingu á þessari orðræðu og hatursglæpum,“ segir Árdís í samtali við Vísi. „Þannig að þegar Gezim kallaði okkur til þá fannst mér þetta bara vera alveg rétt. Það sem við erum að gera er að leggja áherslu á samstöðu gegn ofbeldi.“ Árdís segir mikilvægt að senda þau skilaboð að ofbeldi muni ekki líðast. „Við búum í samfélagi sem leggur ofboðslega mikla áherslu á frið og gegn ofbeldi. Ég hef ekki mikla trú á því að það geti komið upp svipað ástand hér en mér finnst samt mikilvægt að senda þessi skilaboð, sérstaklega til barnanna ef þau eru að horfa. Ég var sjálf leikskólakennari í tuttugu ár, meðal annars þegar Íraksstríðið var og maður sá að börnin upplifðu það sem var að gerast annars staðar í gegnum sjónvarp og félagsmiðla. Það er líka mikiolvægt að við ræðum það við börnin okkar að þetta sé ekki í lagi.“ Á Facebook síðu viðburðarins er fólk hvatt til að mæta með rós sem tákn ástar á móti hatri og styrk á móti virðingaleysi.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira