Innlent

Forsetafrúin orðin velferðarsendiherra SOS Barnaþorpa

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa og Eliza Reid forsetafrú.
Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa og Eliza Reid forsetafrú. Mynd/SOS Barnaþorp
Eliza Reid forsetafrú er nýjasti velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna. Í tilkynningu segir að Eliza vilji leggja sitt af mörkum við að vekja athygli á aðstæðum munaðarlausra og yfirgefinna barna í heiminum.

Þá segir einnig að Eliza þekki mikilvægi fjölskyldunnar vel, enda sé hún sjálf fjögurra barna móðir. Hún hafi þar að auki ferðast vítt og breitt um heiminn og séð aðstæður umkomulausra barna með eigin augum. Því þykir reynsla hennar falla vel við gildi SOS Barnaþorpanna.

Eliza segist hlakka til samstarfsins og leggur áherslu á að allir geti gert eitthvað til að bæta heiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×