Hundruð barna alin upp til varanlegrar fátæktar í Reykjavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2016 10:00 Samsett/GVA/Getty Hundruð barna sem búsett eru í Reykjavík eru alin upp til varanlegrar fátækar og „ógnvænlegur húsnæðisskortur“ magnar upp erfiðar aðstæður berskjaldaðs fólks í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rauða krossins í Reykjavík sem gefin var út í dag. „Þessi börn eru síður á leikskóla, taka minni þátt í íþrótta- og tómstundastarfi en börn foreldra í betri efnum, þau stunda ekki tónlistarnám og hafa almennt takmarkaðri aðgang að félagslegum tengslanetum eða öðrum gæðum samfélagsins en börn efnameiri foreldra,“ segir í skýrslunni. Ómar Valdimarsson mannfræðingur vann skýrsluna, sem ber nafnið Fólkið í skugganum: athugun á högum lakast settu borgarbúanna, og er liður í viðleitni Rauða krossins til að kanna aðstæður í nærsamfélaginu á hverjum stað. Skýrslan er samantekt úr fyrirliggjandi rannsóknum og viðtölum við á fjórða tug sérfræðinga.Breiðholtvísir/gvaBreiðholtið sker sig úr Í skýrslunni er bent á Breiðholtið skeri sig úr öðrum hverfum Reykjavíkur að ýmsu leyti þó þar megi einnig finna öflugt ungmennastarf. Þar eru „fleiri ungar einstæðar mæður á fjárhagsstyrk, fleiri fatlaðir og fólk með geðraskanir en í öðrum hverfum borgarinnar, menntunarstig er lægra... og þar eru flestir leigjendur í félagslegu húsnæði með börn undir 18 ára aldri.“ Í skýrslunni er einnig dreginn fram aðstöðumunur milli þeirra flóttamanna sem koma til landsins í boði stjórnvalda og hinna, sem fá alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit. Svokallaðir kvótaflóttamenn fá húsnæði við hæfi, sérstakan félagslegan stuðning og ríkuleg tækifæri til íslenskunáms. Flóttafólk sem kemur í gegnum hæliskerfið þarf hins vegar að hefja líf í nýju landi með því að byrja að leita að húsnæði á þröngum leigumarkaði og fær mun minni sértækan stuðning. Skýrslan var gerð til að kortleggja aðstæður berskjaldaðs fólks í höfuðborginni í þeim tilgangi að geta betur brugðist við þörfum í nærsamfélaginu. Skýrslan hefur verið kynnt stjórnendum hjá Reykjavíkurborg og verður lögð til grundvallar verkefnavali Rauða krossins í Reykjavík á næstu árum. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Hundruð barna sem búsett eru í Reykjavík eru alin upp til varanlegrar fátækar og „ógnvænlegur húsnæðisskortur“ magnar upp erfiðar aðstæður berskjaldaðs fólks í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rauða krossins í Reykjavík sem gefin var út í dag. „Þessi börn eru síður á leikskóla, taka minni þátt í íþrótta- og tómstundastarfi en börn foreldra í betri efnum, þau stunda ekki tónlistarnám og hafa almennt takmarkaðri aðgang að félagslegum tengslanetum eða öðrum gæðum samfélagsins en börn efnameiri foreldra,“ segir í skýrslunni. Ómar Valdimarsson mannfræðingur vann skýrsluna, sem ber nafnið Fólkið í skugganum: athugun á högum lakast settu borgarbúanna, og er liður í viðleitni Rauða krossins til að kanna aðstæður í nærsamfélaginu á hverjum stað. Skýrslan er samantekt úr fyrirliggjandi rannsóknum og viðtölum við á fjórða tug sérfræðinga.Breiðholtvísir/gvaBreiðholtið sker sig úr Í skýrslunni er bent á Breiðholtið skeri sig úr öðrum hverfum Reykjavíkur að ýmsu leyti þó þar megi einnig finna öflugt ungmennastarf. Þar eru „fleiri ungar einstæðar mæður á fjárhagsstyrk, fleiri fatlaðir og fólk með geðraskanir en í öðrum hverfum borgarinnar, menntunarstig er lægra... og þar eru flestir leigjendur í félagslegu húsnæði með börn undir 18 ára aldri.“ Í skýrslunni er einnig dreginn fram aðstöðumunur milli þeirra flóttamanna sem koma til landsins í boði stjórnvalda og hinna, sem fá alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit. Svokallaðir kvótaflóttamenn fá húsnæði við hæfi, sérstakan félagslegan stuðning og ríkuleg tækifæri til íslenskunáms. Flóttafólk sem kemur í gegnum hæliskerfið þarf hins vegar að hefja líf í nýju landi með því að byrja að leita að húsnæði á þröngum leigumarkaði og fær mun minni sértækan stuðning. Skýrslan var gerð til að kortleggja aðstæður berskjaldaðs fólks í höfuðborginni í þeim tilgangi að geta betur brugðist við þörfum í nærsamfélaginu. Skýrslan hefur verið kynnt stjórnendum hjá Reykjavíkurborg og verður lögð til grundvallar verkefnavali Rauða krossins í Reykjavík á næstu árum.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira