Hundruð barna alin upp til varanlegrar fátæktar í Reykjavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2016 10:00 Samsett/GVA/Getty Hundruð barna sem búsett eru í Reykjavík eru alin upp til varanlegrar fátækar og „ógnvænlegur húsnæðisskortur“ magnar upp erfiðar aðstæður berskjaldaðs fólks í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rauða krossins í Reykjavík sem gefin var út í dag. „Þessi börn eru síður á leikskóla, taka minni þátt í íþrótta- og tómstundastarfi en börn foreldra í betri efnum, þau stunda ekki tónlistarnám og hafa almennt takmarkaðri aðgang að félagslegum tengslanetum eða öðrum gæðum samfélagsins en börn efnameiri foreldra,“ segir í skýrslunni. Ómar Valdimarsson mannfræðingur vann skýrsluna, sem ber nafnið Fólkið í skugganum: athugun á högum lakast settu borgarbúanna, og er liður í viðleitni Rauða krossins til að kanna aðstæður í nærsamfélaginu á hverjum stað. Skýrslan er samantekt úr fyrirliggjandi rannsóknum og viðtölum við á fjórða tug sérfræðinga.Breiðholtvísir/gvaBreiðholtið sker sig úr Í skýrslunni er bent á Breiðholtið skeri sig úr öðrum hverfum Reykjavíkur að ýmsu leyti þó þar megi einnig finna öflugt ungmennastarf. Þar eru „fleiri ungar einstæðar mæður á fjárhagsstyrk, fleiri fatlaðir og fólk með geðraskanir en í öðrum hverfum borgarinnar, menntunarstig er lægra... og þar eru flestir leigjendur í félagslegu húsnæði með börn undir 18 ára aldri.“ Í skýrslunni er einnig dreginn fram aðstöðumunur milli þeirra flóttamanna sem koma til landsins í boði stjórnvalda og hinna, sem fá alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit. Svokallaðir kvótaflóttamenn fá húsnæði við hæfi, sérstakan félagslegan stuðning og ríkuleg tækifæri til íslenskunáms. Flóttafólk sem kemur í gegnum hæliskerfið þarf hins vegar að hefja líf í nýju landi með því að byrja að leita að húsnæði á þröngum leigumarkaði og fær mun minni sértækan stuðning. Skýrslan var gerð til að kortleggja aðstæður berskjaldaðs fólks í höfuðborginni í þeim tilgangi að geta betur brugðist við þörfum í nærsamfélaginu. Skýrslan hefur verið kynnt stjórnendum hjá Reykjavíkurborg og verður lögð til grundvallar verkefnavali Rauða krossins í Reykjavík á næstu árum. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hundruð barna sem búsett eru í Reykjavík eru alin upp til varanlegrar fátækar og „ógnvænlegur húsnæðisskortur“ magnar upp erfiðar aðstæður berskjaldaðs fólks í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rauða krossins í Reykjavík sem gefin var út í dag. „Þessi börn eru síður á leikskóla, taka minni þátt í íþrótta- og tómstundastarfi en börn foreldra í betri efnum, þau stunda ekki tónlistarnám og hafa almennt takmarkaðri aðgang að félagslegum tengslanetum eða öðrum gæðum samfélagsins en börn efnameiri foreldra,“ segir í skýrslunni. Ómar Valdimarsson mannfræðingur vann skýrsluna, sem ber nafnið Fólkið í skugganum: athugun á högum lakast settu borgarbúanna, og er liður í viðleitni Rauða krossins til að kanna aðstæður í nærsamfélaginu á hverjum stað. Skýrslan er samantekt úr fyrirliggjandi rannsóknum og viðtölum við á fjórða tug sérfræðinga.Breiðholtvísir/gvaBreiðholtið sker sig úr Í skýrslunni er bent á Breiðholtið skeri sig úr öðrum hverfum Reykjavíkur að ýmsu leyti þó þar megi einnig finna öflugt ungmennastarf. Þar eru „fleiri ungar einstæðar mæður á fjárhagsstyrk, fleiri fatlaðir og fólk með geðraskanir en í öðrum hverfum borgarinnar, menntunarstig er lægra... og þar eru flestir leigjendur í félagslegu húsnæði með börn undir 18 ára aldri.“ Í skýrslunni er einnig dreginn fram aðstöðumunur milli þeirra flóttamanna sem koma til landsins í boði stjórnvalda og hinna, sem fá alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit. Svokallaðir kvótaflóttamenn fá húsnæði við hæfi, sérstakan félagslegan stuðning og ríkuleg tækifæri til íslenskunáms. Flóttafólk sem kemur í gegnum hæliskerfið þarf hins vegar að hefja líf í nýju landi með því að byrja að leita að húsnæði á þröngum leigumarkaði og fær mun minni sértækan stuðning. Skýrslan var gerð til að kortleggja aðstæður berskjaldaðs fólks í höfuðborginni í þeim tilgangi að geta betur brugðist við þörfum í nærsamfélaginu. Skýrslan hefur verið kynnt stjórnendum hjá Reykjavíkurborg og verður lögð til grundvallar verkefnavali Rauða krossins í Reykjavík á næstu árum.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira