Parísarsamkomulagið tekur gildi í dag Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 11:33 Ísland ætlar sér að vinna eftir tveimur áætlunum í loftlagsmálum Vísir/GettyImages Parísarsamkomulagið á að taka gildi í dag eftir að þrjátíu dagar hafa liðið frá því að yfir 55 lönd hafa gengist undir samkomulagið. 73 lönd hafa nú samþykkt að taka þátt í aðgerðaáætluninni og er Ísland þar á meðal. Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum, en samkomulagið kveður á um að löndin í sameiningu eigi að reyna eftir fremsta megni að ná henni undir 1,5 gráður. Samkomulagið náðist 12. desember 2015 og var það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindarráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og var samhljóða samþykki á Alþingi um fullgildingu hans 19. september að tillögu utanríkisráðherra. Samningurinn er talinn geta orðið vendipunktur í þeim áformum að taka á loftslagsvanda heimsins að alvöru. Eftirfylgni samkomulagsins er þó talin mikilvæg og aðgerðaráætlanir þarfar. Árleg ráðstefna loftlagssamningsins (COP 22) mun fara fram dagana 7. -18. nóvember í Marokkó og mun Ísland senda nokkra fulltrúa frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftlags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að enn sé óvíst með ráðherraþáttöku útaf ástandi ríkisstjórnarmyndunar. Aðspurður út í hvaða áætlanir Ísland ætli sér að taka til að bregðast við hraðri hlýnun jarðar segir Hugi að það hafi verið ákveðið að vinna eftir tveimur áætlunum. „Það er meðal annars aðgerðaráætlun frá 2010 sem stefnir að því að ná markmiðum til 2020 og svo var sett ný áætlun, svokölluð sóknaráætlun sem var sett af ríkisstjórninni fyrir Parísarfundinn.“ Þessi áætlun á að byggja á sextán verkefnum og segir Hugi að meiningin sé að grípa til aðgerða, „sýna í verki, ekki bara orðum.“ Parísarsamkomulagið skyldar þær þjóðir sem skrifuðu undir að vinna saman að þessu markmiði að ná að minnka hlýnun af mannavöldum. Auk þess felur það í sér að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og auðið er og ná jafnvægi milli losunar og bindingar. Samningurinn kveður einnig á um að farið sé yfir stöðu mála á fimm ára fresti og eiga ríki þá að senda endurnýjuð landsmarkmið. Í kjölfar kosninganna í október voru flokkarnir spurðir út í Parísarsamkomulagið og voru fulltrúar flokkana einróma samþykkir honum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun senda út tilkynningu um þessa nýju sóknaráætlun síðar í dag, en samantekt um verkefnin sextán verða þá brátt aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Parísarsamkomulagið á að taka gildi í dag eftir að þrjátíu dagar hafa liðið frá því að yfir 55 lönd hafa gengist undir samkomulagið. 73 lönd hafa nú samþykkt að taka þátt í aðgerðaáætluninni og er Ísland þar á meðal. Dagurinn í dag á að marka upphafspunkt raunsærra aðgerða í að ná því marki að tryggja að hnattræn hlýnun verði undir tveimur gráðum, en samkomulagið kveður á um að löndin í sameiningu eigi að reyna eftir fremsta megni að ná henni undir 1,5 gráður. Samkomulagið náðist 12. desember 2015 og var það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindarráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir Íslands hönd 22. apríl 2016 og var samhljóða samþykki á Alþingi um fullgildingu hans 19. september að tillögu utanríkisráðherra. Samningurinn er talinn geta orðið vendipunktur í þeim áformum að taka á loftslagsvanda heimsins að alvöru. Eftirfylgni samkomulagsins er þó talin mikilvæg og aðgerðaráætlanir þarfar. Árleg ráðstefna loftlagssamningsins (COP 22) mun fara fram dagana 7. -18. nóvember í Marokkó og mun Ísland senda nokkra fulltrúa frá umhverfis- og auðlindarráðuneytinu auk fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu hafs, vatns og loftlags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að enn sé óvíst með ráðherraþáttöku útaf ástandi ríkisstjórnarmyndunar. Aðspurður út í hvaða áætlanir Ísland ætli sér að taka til að bregðast við hraðri hlýnun jarðar segir Hugi að það hafi verið ákveðið að vinna eftir tveimur áætlunum. „Það er meðal annars aðgerðaráætlun frá 2010 sem stefnir að því að ná markmiðum til 2020 og svo var sett ný áætlun, svokölluð sóknaráætlun sem var sett af ríkisstjórninni fyrir Parísarfundinn.“ Þessi áætlun á að byggja á sextán verkefnum og segir Hugi að meiningin sé að grípa til aðgerða, „sýna í verki, ekki bara orðum.“ Parísarsamkomulagið skyldar þær þjóðir sem skrifuðu undir að vinna saman að þessu markmiði að ná að minnka hlýnun af mannavöldum. Auk þess felur það í sér að stoppa aukningu í losun gróðurhúsalofttegunda eins fljótt og auðið er og ná jafnvægi milli losunar og bindingar. Samningurinn kveður einnig á um að farið sé yfir stöðu mála á fimm ára fresti og eiga ríki þá að senda endurnýjuð landsmarkmið. Í kjölfar kosninganna í október voru flokkarnir spurðir út í Parísarsamkomulagið og voru fulltrúar flokkana einróma samþykkir honum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun senda út tilkynningu um þessa nýju sóknaráætlun síðar í dag, en samantekt um verkefnin sextán verða þá brátt aðgengileg á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira