Of hættulegt að reyna að ná bílnum úr Jökulsárlóni Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2016 13:22 Bíllinn mun mögulega aldrei finnast segir staðarhaldari við lónið. Jónas Jónasson Lögreglan á Suðurlandi mun ekki reyna að ná bíl upp úr Jökulsárlóni sem rann mannlaus út í lónið á miðvikudag. Að mati lögreglunnar er of hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina og mun lögreglan því ekki aðhafast frekar vegna rannsóknar á málinu. „Það er í raun og veru ljóst að þessar aðstæður eru alltaf breytilegar þar sem jakarnir eru á hreyfingu. Á þessu stigi er metið sem svo að verkefnið er afar flókið og getur verið einstaklega hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina, þannig að lögregla mun ekki nálgast það út frá rannsóknar hagsmunum,“ segir Jóhann Hilmar Haraldsson, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði, um málið.Sjá einnig: Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Spurður hvort að það muni í náinni framtíð koma að því að reynt verði að ná bílnum á þurrt segir hann það vera breytingum háð. „Þessi staður breytist svo oft. Það gætu komið góðar aðstæður, en þær eru ekki núna.“ Olía gæti hugsanlega lekið frá bílnum en Jóhann segir lögreglu hafa gert Umhverfisstofnun viðvart vegna málsins. Hjá Umhverfisstofnun var ekki búið að taka ákvörðun hvort eitthvað verði aðhafst en bent á að Jökulsárlón sé ekki friðlýst svæði. Þá er Jökulsárlón ekki hluti af þjóðgarði Vatnajökuls og því mun Vatnajökulsþjóðgarður ekki aðhafast í málinu. Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, á ekki von á því að bílnum verði náð upp úr lóninu. Hann segir strauminn svo mikinn í lóninu að það gæti orðið verulega kostnaðarsamt að finna bílinn, sem fór út í lónið við enda varnargarðsins í Jökulsárlóni. Einar segir að svo gæti farið að bíllinn finnist aldrei, en ekki sé hægt að útiloka að hann hreinlega skili sér einn daginn upp í fjöru. Tengdar fréttir Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi mun ekki reyna að ná bíl upp úr Jökulsárlóni sem rann mannlaus út í lónið á miðvikudag. Að mati lögreglunnar er of hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina og mun lögreglan því ekki aðhafast frekar vegna rannsóknar á málinu. „Það er í raun og veru ljóst að þessar aðstæður eru alltaf breytilegar þar sem jakarnir eru á hreyfingu. Á þessu stigi er metið sem svo að verkefnið er afar flókið og getur verið einstaklega hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina, þannig að lögregla mun ekki nálgast það út frá rannsóknar hagsmunum,“ segir Jóhann Hilmar Haraldsson, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði, um málið.Sjá einnig: Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Spurður hvort að það muni í náinni framtíð koma að því að reynt verði að ná bílnum á þurrt segir hann það vera breytingum háð. „Þessi staður breytist svo oft. Það gætu komið góðar aðstæður, en þær eru ekki núna.“ Olía gæti hugsanlega lekið frá bílnum en Jóhann segir lögreglu hafa gert Umhverfisstofnun viðvart vegna málsins. Hjá Umhverfisstofnun var ekki búið að taka ákvörðun hvort eitthvað verði aðhafst en bent á að Jökulsárlón sé ekki friðlýst svæði. Þá er Jökulsárlón ekki hluti af þjóðgarði Vatnajökuls og því mun Vatnajökulsþjóðgarður ekki aðhafast í málinu. Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, á ekki von á því að bílnum verði náð upp úr lóninu. Hann segir strauminn svo mikinn í lóninu að það gæti orðið verulega kostnaðarsamt að finna bílinn, sem fór út í lónið við enda varnargarðsins í Jökulsárlóni. Einar segir að svo gæti farið að bíllinn finnist aldrei, en ekki sé hægt að útiloka að hann hreinlega skili sér einn daginn upp í fjöru.
Tengdar fréttir Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15