Of hættulegt að reyna að ná bílnum úr Jökulsárlóni Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2016 13:22 Bíllinn mun mögulega aldrei finnast segir staðarhaldari við lónið. Jónas Jónasson Lögreglan á Suðurlandi mun ekki reyna að ná bíl upp úr Jökulsárlóni sem rann mannlaus út í lónið á miðvikudag. Að mati lögreglunnar er of hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina og mun lögreglan því ekki aðhafast frekar vegna rannsóknar á málinu. „Það er í raun og veru ljóst að þessar aðstæður eru alltaf breytilegar þar sem jakarnir eru á hreyfingu. Á þessu stigi er metið sem svo að verkefnið er afar flókið og getur verið einstaklega hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina, þannig að lögregla mun ekki nálgast það út frá rannsóknar hagsmunum,“ segir Jóhann Hilmar Haraldsson, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði, um málið.Sjá einnig: Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Spurður hvort að það muni í náinni framtíð koma að því að reynt verði að ná bílnum á þurrt segir hann það vera breytingum háð. „Þessi staður breytist svo oft. Það gætu komið góðar aðstæður, en þær eru ekki núna.“ Olía gæti hugsanlega lekið frá bílnum en Jóhann segir lögreglu hafa gert Umhverfisstofnun viðvart vegna málsins. Hjá Umhverfisstofnun var ekki búið að taka ákvörðun hvort eitthvað verði aðhafst en bent á að Jökulsárlón sé ekki friðlýst svæði. Þá er Jökulsárlón ekki hluti af þjóðgarði Vatnajökuls og því mun Vatnajökulsþjóðgarður ekki aðhafast í málinu. Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, á ekki von á því að bílnum verði náð upp úr lóninu. Hann segir strauminn svo mikinn í lóninu að það gæti orðið verulega kostnaðarsamt að finna bílinn, sem fór út í lónið við enda varnargarðsins í Jökulsárlóni. Einar segir að svo gæti farið að bíllinn finnist aldrei, en ekki sé hægt að útiloka að hann hreinlega skili sér einn daginn upp í fjöru. Tengdar fréttir Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi mun ekki reyna að ná bíl upp úr Jökulsárlóni sem rann mannlaus út í lónið á miðvikudag. Að mati lögreglunnar er of hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina og mun lögreglan því ekki aðhafast frekar vegna rannsóknar á málinu. „Það er í raun og veru ljóst að þessar aðstæður eru alltaf breytilegar þar sem jakarnir eru á hreyfingu. Á þessu stigi er metið sem svo að verkefnið er afar flókið og getur verið einstaklega hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina, þannig að lögregla mun ekki nálgast það út frá rannsóknar hagsmunum,“ segir Jóhann Hilmar Haraldsson, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði, um málið.Sjá einnig: Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Spurður hvort að það muni í náinni framtíð koma að því að reynt verði að ná bílnum á þurrt segir hann það vera breytingum háð. „Þessi staður breytist svo oft. Það gætu komið góðar aðstæður, en þær eru ekki núna.“ Olía gæti hugsanlega lekið frá bílnum en Jóhann segir lögreglu hafa gert Umhverfisstofnun viðvart vegna málsins. Hjá Umhverfisstofnun var ekki búið að taka ákvörðun hvort eitthvað verði aðhafst en bent á að Jökulsárlón sé ekki friðlýst svæði. Þá er Jökulsárlón ekki hluti af þjóðgarði Vatnajökuls og því mun Vatnajökulsþjóðgarður ekki aðhafast í málinu. Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, á ekki von á því að bílnum verði náð upp úr lóninu. Hann segir strauminn svo mikinn í lóninu að það gæti orðið verulega kostnaðarsamt að finna bílinn, sem fór út í lónið við enda varnargarðsins í Jökulsárlóni. Einar segir að svo gæti farið að bíllinn finnist aldrei, en ekki sé hægt að útiloka að hann hreinlega skili sér einn daginn upp í fjöru.
Tengdar fréttir Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15