Of hættulegt að reyna að ná bílnum úr Jökulsárlóni Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2016 13:22 Bíllinn mun mögulega aldrei finnast segir staðarhaldari við lónið. Jónas Jónasson Lögreglan á Suðurlandi mun ekki reyna að ná bíl upp úr Jökulsárlóni sem rann mannlaus út í lónið á miðvikudag. Að mati lögreglunnar er of hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina og mun lögreglan því ekki aðhafast frekar vegna rannsóknar á málinu. „Það er í raun og veru ljóst að þessar aðstæður eru alltaf breytilegar þar sem jakarnir eru á hreyfingu. Á þessu stigi er metið sem svo að verkefnið er afar flókið og getur verið einstaklega hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina, þannig að lögregla mun ekki nálgast það út frá rannsóknar hagsmunum,“ segir Jóhann Hilmar Haraldsson, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði, um málið.Sjá einnig: Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Spurður hvort að það muni í náinni framtíð koma að því að reynt verði að ná bílnum á þurrt segir hann það vera breytingum háð. „Þessi staður breytist svo oft. Það gætu komið góðar aðstæður, en þær eru ekki núna.“ Olía gæti hugsanlega lekið frá bílnum en Jóhann segir lögreglu hafa gert Umhverfisstofnun viðvart vegna málsins. Hjá Umhverfisstofnun var ekki búið að taka ákvörðun hvort eitthvað verði aðhafst en bent á að Jökulsárlón sé ekki friðlýst svæði. Þá er Jökulsárlón ekki hluti af þjóðgarði Vatnajökuls og því mun Vatnajökulsþjóðgarður ekki aðhafast í málinu. Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, á ekki von á því að bílnum verði náð upp úr lóninu. Hann segir strauminn svo mikinn í lóninu að það gæti orðið verulega kostnaðarsamt að finna bílinn, sem fór út í lónið við enda varnargarðsins í Jökulsárlóni. Einar segir að svo gæti farið að bíllinn finnist aldrei, en ekki sé hægt að útiloka að hann hreinlega skili sér einn daginn upp í fjöru. Tengdar fréttir Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi mun ekki reyna að ná bíl upp úr Jökulsárlóni sem rann mannlaus út í lónið á miðvikudag. Að mati lögreglunnar er of hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina og mun lögreglan því ekki aðhafast frekar vegna rannsóknar á málinu. „Það er í raun og veru ljóst að þessar aðstæður eru alltaf breytilegar þar sem jakarnir eru á hreyfingu. Á þessu stigi er metið sem svo að verkefnið er afar flókið og getur verið einstaklega hættulegt fyrir kafara að nálgast bifreiðina, þannig að lögregla mun ekki nálgast það út frá rannsóknar hagsmunum,“ segir Jóhann Hilmar Haraldsson, lögreglumaður á Höfn í Hornafirði, um málið.Sjá einnig: Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Spurður hvort að það muni í náinni framtíð koma að því að reynt verði að ná bílnum á þurrt segir hann það vera breytingum háð. „Þessi staður breytist svo oft. Það gætu komið góðar aðstæður, en þær eru ekki núna.“ Olía gæti hugsanlega lekið frá bílnum en Jóhann segir lögreglu hafa gert Umhverfisstofnun viðvart vegna málsins. Hjá Umhverfisstofnun var ekki búið að taka ákvörðun hvort eitthvað verði aðhafst en bent á að Jökulsárlón sé ekki friðlýst svæði. Þá er Jökulsárlón ekki hluti af þjóðgarði Vatnajökuls og því mun Vatnajökulsþjóðgarður ekki aðhafast í málinu. Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, á ekki von á því að bílnum verði náð upp úr lóninu. Hann segir strauminn svo mikinn í lóninu að það gæti orðið verulega kostnaðarsamt að finna bílinn, sem fór út í lónið við enda varnargarðsins í Jökulsárlóni. Einar segir að svo gæti farið að bíllinn finnist aldrei, en ekki sé hægt að útiloka að hann hreinlega skili sér einn daginn upp í fjöru.
Tengdar fréttir Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Ömurlegur endir á Íslandsdvöl í Jökulsárlóni: „Is it our car?“ Erlent par lauk dvöl sinni á Íslandi á neyðarlegan máta á Suðurlandi í gær. 3. nóvember 2016 09:15