„Þetta eru vandamál sem enginn hefur þorað að tala um“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 19:30 „Þetta eru vandamál sem eru búin að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um", segir formaður ungmennaráðs Breiðholts um skýrslu Rauða Krossins um slæma stöðu fátækra barna í hverfinu. Formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt segir niðurstöðurnar sláandi, en að þær komi þó ekki á óvart. Í skýslunni segir meðal annars að í Efra-Breiðholti búi börn sem sum hver hafa fengið fátækt og félagslega einangrun í arf, börn sem missa heilu veturna úr grunnskóla og eiga erfitt með að fóta sig í kerfinu. „Ég get ekki sagt að þetta komi okkur á óvart. Þetta er bara staðreynd og raunveruleiki sem við búum við. Við þurfum bara að takast á við hann," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt. Snorri Freyr Vignisson, sem situr í ungmennaráði Breiðholts, tekur í sama sama streng. „Þetta kemur mér ekki á óvart og í raun er bara frekar fúlt að það komi upp óp og að fólk sé hissa. Þetta er vandamál sem er búið að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um," segir hann. Félagsleg einangrun barnanna sem fjallað er um í skýrslunni er sérstaklega sláandi að mati bæði Jóhönnu og Snorra. „Að það séu börn hérna í hverfinu sem geta ekki stundað nám af því að þau eiga ekki samstað í skóla eða frístund. Að setja sig í spor þessara foreldra er hrikalegt. Að ímynda sér það að barninu sínu líði það illa í skólanum að það geti ekki verið þar, við myndum aldrei sætta okkur við það og það ætti enginn að gera það. Fjárhagslegur hluti skýrslunnar hefur fengið miklu þyngra vægi en andleg og félagsleg staða þessa fólks," segir Jóhanna. Ungmennaráð Breiðholts stendur nú að verkefni þar sem börn hjálpa samnemendum sínum af erlendum uppruna að aðlagast hér á landi. Snorri gekk sjálfur í grunnskóla í Breiðholti. „Mér finnst að grunnskólar í Breiðholti mættu taka það til sín að það eru alltof mikið af börnum sem eru ekki að ná að mynda tengsl við samnemendur sína útaf tungumálaerfiðleikum og menningarlegum erfiðleikum. Það er eitt vandamál sem þarf að taka tillit til og fagna fjölbreytileikanum. Halda upp á hátíðir annarra og tungumál þeirra," segir Snorri. „Þessi skýrsla er í sjálfu sér neikvæð en við getum líka litið á þetta sem jákvætt tækifæri til að styrkja okkur sem samfélag og vinna betur saman," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Börnin sem lifa í skugganum Sennilega er mikilvægasti mælikvarði á gæði samfélags sá að það bjóði hverjum og einum sem í því býr möguleika á fjölbreyttum þroskakostum. 4. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
„Þetta eru vandamál sem eru búin að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um", segir formaður ungmennaráðs Breiðholts um skýrslu Rauða Krossins um slæma stöðu fátækra barna í hverfinu. Formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt segir niðurstöðurnar sláandi, en að þær komi þó ekki á óvart. Í skýslunni segir meðal annars að í Efra-Breiðholti búi börn sem sum hver hafa fengið fátækt og félagslega einangrun í arf, börn sem missa heilu veturna úr grunnskóla og eiga erfitt með að fóta sig í kerfinu. „Ég get ekki sagt að þetta komi okkur á óvart. Þetta er bara staðreynd og raunveruleiki sem við búum við. Við þurfum bara að takast á við hann," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholt. Snorri Freyr Vignisson, sem situr í ungmennaráði Breiðholts, tekur í sama sama streng. „Þetta kemur mér ekki á óvart og í raun er bara frekar fúlt að það komi upp óp og að fólk sé hissa. Þetta er vandamál sem er búið að vera til staðar en enginn hefur þorað að tala um," segir hann. Félagsleg einangrun barnanna sem fjallað er um í skýrslunni er sérstaklega sláandi að mati bæði Jóhönnu og Snorra. „Að það séu börn hérna í hverfinu sem geta ekki stundað nám af því að þau eiga ekki samstað í skóla eða frístund. Að setja sig í spor þessara foreldra er hrikalegt. Að ímynda sér það að barninu sínu líði það illa í skólanum að það geti ekki verið þar, við myndum aldrei sætta okkur við það og það ætti enginn að gera það. Fjárhagslegur hluti skýrslunnar hefur fengið miklu þyngra vægi en andleg og félagsleg staða þessa fólks," segir Jóhanna. Ungmennaráð Breiðholts stendur nú að verkefni þar sem börn hjálpa samnemendum sínum af erlendum uppruna að aðlagast hér á landi. Snorri gekk sjálfur í grunnskóla í Breiðholti. „Mér finnst að grunnskólar í Breiðholti mættu taka það til sín að það eru alltof mikið af börnum sem eru ekki að ná að mynda tengsl við samnemendur sína útaf tungumálaerfiðleikum og menningarlegum erfiðleikum. Það er eitt vandamál sem þarf að taka tillit til og fagna fjölbreytileikanum. Halda upp á hátíðir annarra og tungumál þeirra," segir Snorri. „Þessi skýrsla er í sjálfu sér neikvæð en við getum líka litið á þetta sem jákvætt tækifæri til að styrkja okkur sem samfélag og vinna betur saman," segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir.
Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Börnin sem lifa í skugganum Sennilega er mikilvægasti mælikvarði á gæði samfélags sá að það bjóði hverjum og einum sem í því býr möguleika á fjölbreyttum þroskakostum. 4. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00
Börnin sem lifa í skugganum Sennilega er mikilvægasti mælikvarði á gæði samfélags sá að það bjóði hverjum og einum sem í því býr möguleika á fjölbreyttum þroskakostum. 4. nóvember 2016 07:00