Fjórir kílómetrar í næsta strætóskýli og veggjalús í tvær vikur Þorgeir Helgason skrifar 24. október 2016 07:00 Víðines á Kjalarnesi verður nýtt til að hýsa hælisleitendur. vísir/gva Hælisleitendurnir í gistiskýlinu við Bæjarhraun í Hafnarfirði bíða enn eftir því að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi á Kjalarnesi verði tilbúið til innflutnings. Veggjalús hefur herjað á fólkið í tvær vikur. Bit lúsarinnar valda útbrotum en hún skríður fram í skjóli nætur og nærist á blóði manna. Stefnt er að því flytja hælisleitendurna inn í Víðines síðar í þessari viku. Víðines er mjög afskekkt en ganga þarf rúmlega fjóra kílómetra að næsta strætóskýli og svipaða vegalengd í næstu verslun. Áætlað er að Útlendingastofnun sinni samgöngum, eins og hún hefur gert í gistiskýlinu á Arnarholti á Kjalarnesi, en hælisleitendum bjóðast tvær ferðir á dag frá gistiskýlinu að strætóskýlinu. „Það þarf að frysta öll fötin þeirra og þau þurfa að vera í frosti í að minnsta kosti tvo sólarhringa til að drepa lúsina. Við hjá Rauða krossinum stöndum nú í fatasöfnun fyrir fólkið. En vegna þess að þetta er neyðaraðgerð þá getum við ekki útvegað allan útivistarfatnað fyrir börn og aðra. Þannig að þetta verða kannski tveir dagar af inniveru,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn vinnur að því að útvega spil og leikföng handa börnunum til þess að stytta þeim stundir á meðan þau dvelja í Víðinesi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir ekki ljóst hvenær hægt verði að flytja inn í gistiskýlið Víðines. Unnið er að undirbúningi hússins og stefnt er að flutningum í þessari viku. „Mikilvægt er að vel sé staðið að flutningunum til þess að útiloka að lúsin berist með í Víðines,“ segir Þórhildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Hælisleitendurnir í gistiskýlinu við Bæjarhraun í Hafnarfirði bíða enn eftir því að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi á Kjalarnesi verði tilbúið til innflutnings. Veggjalús hefur herjað á fólkið í tvær vikur. Bit lúsarinnar valda útbrotum en hún skríður fram í skjóli nætur og nærist á blóði manna. Stefnt er að því flytja hælisleitendurna inn í Víðines síðar í þessari viku. Víðines er mjög afskekkt en ganga þarf rúmlega fjóra kílómetra að næsta strætóskýli og svipaða vegalengd í næstu verslun. Áætlað er að Útlendingastofnun sinni samgöngum, eins og hún hefur gert í gistiskýlinu á Arnarholti á Kjalarnesi, en hælisleitendum bjóðast tvær ferðir á dag frá gistiskýlinu að strætóskýlinu. „Það þarf að frysta öll fötin þeirra og þau þurfa að vera í frosti í að minnsta kosti tvo sólarhringa til að drepa lúsina. Við hjá Rauða krossinum stöndum nú í fatasöfnun fyrir fólkið. En vegna þess að þetta er neyðaraðgerð þá getum við ekki útvegað allan útivistarfatnað fyrir börn og aðra. Þannig að þetta verða kannski tveir dagar af inniveru,“ segir Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn vinnur að því að útvega spil og leikföng handa börnunum til þess að stytta þeim stundir á meðan þau dvelja í Víðinesi. Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir ekki ljóst hvenær hægt verði að flytja inn í gistiskýlið Víðines. Unnið er að undirbúningi hússins og stefnt er að flutningum í þessari viku. „Mikilvægt er að vel sé staðið að flutningunum til þess að útiloka að lúsin berist með í Víðines,“ segir Þórhildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30