Riða rústar ævistarfi Jónínu á Stóru-Gröf Sveinn Arnarsson skrifar 25. október 2016 10:00 Jónína Stefánsdóttir, bóndi á Stóru Gröf. Riðuveiki virðist vera að skjóta upp kollinum á nýjan leik í Skagafirði en á síðustu átján mánuðum hafa fjögur tilvik komið upp. Bæirnir eru á svipuðum slóðum í Skagafirði og liggur fé þeirra saman á afrétti. Sigríður Bjarnadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir mikilvægt að rannsaka riðutilfellin ítarlega.Riðuveiki er afar erfiður sjúkdómur því smitberi getur lifað í náttúrunni í áratugi.„Smitefnið er afar lífseigt og getur lifað í náttúrunni í fjölda ára. Því er nokkuð erfitt að eiga við sjúkdóminn,“ segir Sigríður. „Í sjálfu sér er erfitt að finna skýringu á því af hverju riðan er að koma upp aftur núna. Við þurfum að víkka út faraldsfræðilega rannsókn á riðutilfellunum. Féð liggur saman á afrétti og hafi til að mynda riðuveik kind drepist á afrétti er smitefnið lengi í náttúrunni.“ Fyrir þremur áratugum voru aðgerðir hertar gegn riðu hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu hennar. Síðan þá hefur yfir 160 þúsund kindum verið fargað af riðusýktum bæjum. Þrátt fyrir að riðan sé að koma upp aftur nú í Skagafirði eftir nokkur riðulaus ár hefur mikill árangur unnist. Bændur þurfa að fara í gríðarlega mikla vinnu við bú sín þegar riðuveiki greinist og litlar sárabætur nást upp í það tap sem hlýst af.Riðutilfelli í Skagafirði 2009-2016„Fótunum er bara kippt undan manni,“ segir Jónína Stefánsdóttir, bóndi á Stóru-Gröf ytri í Skagafirði, en kind hjá henni greindist með riðu í síðustu viku. „Nú erum við að missa allt okkar fé út af einni kind, þetta var ævistarfið og lifibrauðið. Við höfðum ræktað þennan stofn í öll þessi ár og svo á bara að lóga öllu fénu.“ Jónína segir mikið verk fyrir höndum. „Nú þurfum við að rífa allt innan úr fjárhúsunum og skipta um jarðveg og sótthreinsa allt frá toppi til táar. Það verður skrítin tilfinning í vetur að hafa jörðina tóma. Í sjálfu sér er þá ekkert lengur til að vakna fyrir á morgnana,“ segir Jónina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Annað riðutilfelli í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Skagafirði. Er þetta í annað skipti á skömmum tíma sem riða greinist í Skagafirði. 14. október 2016 16:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Riðuveiki virðist vera að skjóta upp kollinum á nýjan leik í Skagafirði en á síðustu átján mánuðum hafa fjögur tilvik komið upp. Bæirnir eru á svipuðum slóðum í Skagafirði og liggur fé þeirra saman á afrétti. Sigríður Bjarnadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir mikilvægt að rannsaka riðutilfellin ítarlega.Riðuveiki er afar erfiður sjúkdómur því smitberi getur lifað í náttúrunni í áratugi.„Smitefnið er afar lífseigt og getur lifað í náttúrunni í fjölda ára. Því er nokkuð erfitt að eiga við sjúkdóminn,“ segir Sigríður. „Í sjálfu sér er erfitt að finna skýringu á því af hverju riðan er að koma upp aftur núna. Við þurfum að víkka út faraldsfræðilega rannsókn á riðutilfellunum. Féð liggur saman á afrétti og hafi til að mynda riðuveik kind drepist á afrétti er smitefnið lengi í náttúrunni.“ Fyrir þremur áratugum voru aðgerðir hertar gegn riðu hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu hennar. Síðan þá hefur yfir 160 þúsund kindum verið fargað af riðusýktum bæjum. Þrátt fyrir að riðan sé að koma upp aftur nú í Skagafirði eftir nokkur riðulaus ár hefur mikill árangur unnist. Bændur þurfa að fara í gríðarlega mikla vinnu við bú sín þegar riðuveiki greinist og litlar sárabætur nást upp í það tap sem hlýst af.Riðutilfelli í Skagafirði 2009-2016„Fótunum er bara kippt undan manni,“ segir Jónína Stefánsdóttir, bóndi á Stóru-Gröf ytri í Skagafirði, en kind hjá henni greindist með riðu í síðustu viku. „Nú erum við að missa allt okkar fé út af einni kind, þetta var ævistarfið og lifibrauðið. Við höfðum ræktað þennan stofn í öll þessi ár og svo á bara að lóga öllu fénu.“ Jónína segir mikið verk fyrir höndum. „Nú þurfum við að rífa allt innan úr fjárhúsunum og skipta um jarðveg og sótthreinsa allt frá toppi til táar. Það verður skrítin tilfinning í vetur að hafa jörðina tóma. Í sjálfu sér er þá ekkert lengur til að vakna fyrir á morgnana,“ segir Jónina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Annað riðutilfelli í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Skagafirði. Er þetta í annað skipti á skömmum tíma sem riða greinist í Skagafirði. 14. október 2016 16:29 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Annað riðutilfelli í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Skagafirði. Er þetta í annað skipti á skömmum tíma sem riða greinist í Skagafirði. 14. október 2016 16:29