Innlent

Annað riðutilfelli í Skagafirði

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Skagafirði.
Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Skagafirði. Vísir/Vilhelm
Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Skagafirði. Er þetta í annað skipti á skömmum tíma sem riða greinist í Skagafirði og fimmta tilfelli hefðbundinnar riðu sem greinist á Norðurlandi vestra síðan í febrúar 2015. Þá hafði ekki greinst riða á landinu síðan árið 2010. Matvælastofnun vinnur að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.

Í síðustu viku fékk gangamaður í Skagafirði grun um riðuveiki í kind í Bólstaðarhlíðarfjalli og hafði samband við héraðsdýralækni. Að skoðun lokinni var kindinni lógað og sýni sent til Tilraunatsöðvar Háskóla Íslands á Keldum, sem staðfesti að um hefðbundna riðuveiki væri að ræða.

Kindin var frá Stóru Gröf Ytri, bæ skammt frá Brautarholti en þar var skorið niður í vikunni vegna riðu. Bæirnir eru í Skagahólfi en þar hefur riðuveiki komið upp á tólf búum á undanförnum tuttugu árum. Þar af á fimm búum í nágrenni Varmahlíðar.

Héraðsdýralæknir vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttekt á búinu til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, sótthreinsun og þrif. Því næst fer málið í hefðbundið ferli um gerð samnings um niðurskurð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×