Hrunið gerbreytti pólitísku landslagi Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2016 07:00 Frambjóðendur stærstu flokkanna í Reykjavík ræddu stefnumál þeirra í útsendingu á Stöð 2 í fyrrakvöld. vísir/ernir „Að öllu óbreyttu erum við að sjá ríkisstjórn með sömu flokkum og eru að stjórna borginni, ef þetta verður niðurstaða kosninga. Ég hvet fólk til að velta því fyrir sér hvort það vilji sjá það stjórnarform,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, um skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 24. og 25. október. Fjórðungur þeirra sem afstöðu taka segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 20 prósent nefna Pírata. VG er þriðji stærsti flokkurinn með ríflega 16 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með rúm 11 prósent og Viðreisn með tæp 11 prósent. Samfylkingin er með 6 prósenta fylgi og Björt framtíð er með 5,1 prósent. Yrðu þetta niðurstöður kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 17 þingmenn kjörna, Píratar 14, VG 11 og Framsóknarflokkurinn og Viðreisn sjö menn hvor flokkur. Samfylkingin fengi svo fjóra menn og Björt framtíð þrjá. Það væri því ekki möguleiki á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi afgerandi forskot á aðra flokka í könnuninni yrði þetta samt ein versta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í sögulegu samhengi. Kosningarnar 2009 skiluðu flokknum þó enn verri niðurstöðu þegar hann fékk 23,7 prósent atkvæða og 16 þingmenn kjörna.Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir þó að fái Sjálfstæðisflokkurinn um fjórðung greiddra atkvæða í kosningunum geti hann vel við unað. „Ef hann endar einhvers staðar í kringum 25 prósent þrátt fyrir klofningsframboð og að hafa setið í ríkisstjórn, þá er spurning hvort það sé ekki viðunandi niðurstaða, þrátt fyrir allt.“ Grétar bendir á að bankahrunið hafi gerbreytt stöðu Sjálfstæðisflokksins í sögulegu samhengi og rifjar upp að árið 2003 hafi flokkurinn fengið 33,7 prósent og hafi það þá þótt slæm niðurstaða. Uppgangur Pírata í skoðanakönnunum er annað dæmi um það hvernig pólitískt landslag hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég held að við verðum bara að túlka fylgi Pírata sem ákall á einhverjar meiri breytingar eftir hrunið en hafa farið fram,“ segir Grétar. Þrátt fyrir betri efnahag og bætta stöðu heimilanna sé kallað eftir enn frekari breytingum. Í kosningunum 2009 fékk Samfylkingin 29,8 prósent atkvæða og varð stærsti þingflokkurinn með 20 menn á þingi. Eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn, strax í aðdraganda bankahrunsins, fékk Samfylkingin svo 12,9 prósenta fylgi og níu þingmenn. Nú er flokkurinn með 6 prósenta fylgi og yrði næstminnsti þingflokkurinn. Samtöl hafa staðið yfir milli stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að með þetta fylgi myndi Samfylkingin ekki geta tekið þátt í ríkisstjórn. „Ekki við þessar aðstæður en við þurfum að styrkja stöðu okkar til að geta farið í slíkt samstarf.“ Niðurstaðan er því sú að það verður ekki einungis spennandi að sjá hvort niðurstöður kosninga verða í takt við það sem skoðanakannanir benda til heldur virðist allt opið varðandi stjórnarmyndunarviðræður í framhaldinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
„Að öllu óbreyttu erum við að sjá ríkisstjórn með sömu flokkum og eru að stjórna borginni, ef þetta verður niðurstaða kosninga. Ég hvet fólk til að velta því fyrir sér hvort það vilji sjá það stjórnarform,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, um skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 24. og 25. október. Fjórðungur þeirra sem afstöðu taka segist myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 20 prósent nefna Pírata. VG er þriðji stærsti flokkurinn með ríflega 16 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn er með rúm 11 prósent og Viðreisn með tæp 11 prósent. Samfylkingin er með 6 prósenta fylgi og Björt framtíð er með 5,1 prósent. Yrðu þetta niðurstöður kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 17 þingmenn kjörna, Píratar 14, VG 11 og Framsóknarflokkurinn og Viðreisn sjö menn hvor flokkur. Samfylkingin fengi svo fjóra menn og Björt framtíð þrjá. Það væri því ekki möguleiki á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi afgerandi forskot á aðra flokka í könnuninni yrði þetta samt ein versta niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í sögulegu samhengi. Kosningarnar 2009 skiluðu flokknum þó enn verri niðurstöðu þegar hann fékk 23,7 prósent atkvæða og 16 þingmenn kjörna.Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir þó að fái Sjálfstæðisflokkurinn um fjórðung greiddra atkvæða í kosningunum geti hann vel við unað. „Ef hann endar einhvers staðar í kringum 25 prósent þrátt fyrir klofningsframboð og að hafa setið í ríkisstjórn, þá er spurning hvort það sé ekki viðunandi niðurstaða, þrátt fyrir allt.“ Grétar bendir á að bankahrunið hafi gerbreytt stöðu Sjálfstæðisflokksins í sögulegu samhengi og rifjar upp að árið 2003 hafi flokkurinn fengið 33,7 prósent og hafi það þá þótt slæm niðurstaða. Uppgangur Pírata í skoðanakönnunum er annað dæmi um það hvernig pólitískt landslag hefur gjörbreyst á síðustu árum. „Ég held að við verðum bara að túlka fylgi Pírata sem ákall á einhverjar meiri breytingar eftir hrunið en hafa farið fram,“ segir Grétar. Þrátt fyrir betri efnahag og bætta stöðu heimilanna sé kallað eftir enn frekari breytingum. Í kosningunum 2009 fékk Samfylkingin 29,8 prósent atkvæða og varð stærsti þingflokkurinn með 20 menn á þingi. Eftir fjögur erfið ár í ríkisstjórn, strax í aðdraganda bankahrunsins, fékk Samfylkingin svo 12,9 prósenta fylgi og níu þingmenn. Nú er flokkurinn með 6 prósenta fylgi og yrði næstminnsti þingflokkurinn. Samtöl hafa staðið yfir milli stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi en Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að með þetta fylgi myndi Samfylkingin ekki geta tekið þátt í ríkisstjórn. „Ekki við þessar aðstæður en við þurfum að styrkja stöðu okkar til að geta farið í slíkt samstarf.“ Niðurstaðan er því sú að það verður ekki einungis spennandi að sjá hvort niðurstöður kosninga verða í takt við það sem skoðanakannanir benda til heldur virðist allt opið varðandi stjórnarmyndunarviðræður í framhaldinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira