Umgengnisforeldrar enn óskráðir Snærós Sindradóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Fjölmörg börn búa á tveimur heimilum en skráning Þjóðskrár býður bara upp á eitt heimili. Ekkert hefur gerst í málinu þrátt fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi. vísir/vilhelm Umgengnisforeldrar eru enn óskráðir í Þjóðskrá og þar með formlega barnlausir þrátt fyrir að þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi árið 2014 hafi krafist þess að búið væri að skrá foreldrana fyrir 1. janúar 2016. Sameiginleg forsjá foreldra yfir börnum sínum eftir skilnað er að verða æ algengara fjölskyldumynstur. Það foreldri sem hefur lögheimili barns hefur rétt til að ráða alfarið búsetu barnsins innanlands, val á grunnskóla og leikskóla sem og að hljóta allar barnabætur vegna barnsins eða barnanna og svo framvegis. Þessi réttindi fylgja lögheimilisforeldri þrátt fyrir að barn búi á heimilum beggja foreldra jafnt. Umgengnisforeldri er hins vegar skráð barnlaust í þjóðskrá og öllum kerfum sem byggja á henni.Guðmundur Steingrímsson þingmaðurTillaga Bjartrar framtíðar um skráningu foreldranna var samþykkt með yfirgnæfandi stuðningi sextíu þingmanna í maí 2014 og sagði þar að verkefnið ætti að vera komið í gagnið eigi síðar en 1. janúar 2016. Skráningin væri fyrsti liður í stærri áætlun um að tvöfalda lögheimili barna. „Það er búið að gera heilmikið í að benda á hvað þarf að koma til svo hægt sé að skrá umgengnisforeldri. Það þarf að formgera svona verkefni en ráðuneytin þurfa að gera það sjálf sem ekki hefur gerst. Það hefur heldur ekkert breyst í löggjöf eða slíkt,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár.Birgir Grímsson, formaður félags um ForeldrajafnréttiGuðmundur Steingrímsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, undrast seinaganginn. „Það er glatað að vera foreldri barns en vera ekki skráður í opinberri skráningu. Þetta er hópur sem núna er ekki að njóta neinna bóta eða aðstoðar til að annast börn sín. Ég held að þarna sé hópur sem hefur það einna verst í okkar samfélagi.“ Birgir Grímsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, segir lengi hafa lítið þokast í öllum málum er varða foreldrajafnrétti. „Það er gríðarlega mikill fjárhagslegur mismunur á milli foreldra byggt á því hvort annað foreldrið hafi lögheimilið eða ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Umgengnisforeldrar eru enn óskráðir í Þjóðskrá og þar með formlega barnlausir þrátt fyrir að þingsályktunartillaga sem samþykkt var á Alþingi árið 2014 hafi krafist þess að búið væri að skrá foreldrana fyrir 1. janúar 2016. Sameiginleg forsjá foreldra yfir börnum sínum eftir skilnað er að verða æ algengara fjölskyldumynstur. Það foreldri sem hefur lögheimili barns hefur rétt til að ráða alfarið búsetu barnsins innanlands, val á grunnskóla og leikskóla sem og að hljóta allar barnabætur vegna barnsins eða barnanna og svo framvegis. Þessi réttindi fylgja lögheimilisforeldri þrátt fyrir að barn búi á heimilum beggja foreldra jafnt. Umgengnisforeldri er hins vegar skráð barnlaust í þjóðskrá og öllum kerfum sem byggja á henni.Guðmundur Steingrímsson þingmaðurTillaga Bjartrar framtíðar um skráningu foreldranna var samþykkt með yfirgnæfandi stuðningi sextíu þingmanna í maí 2014 og sagði þar að verkefnið ætti að vera komið í gagnið eigi síðar en 1. janúar 2016. Skráningin væri fyrsti liður í stærri áætlun um að tvöfalda lögheimili barna. „Það er búið að gera heilmikið í að benda á hvað þarf að koma til svo hægt sé að skrá umgengnisforeldri. Það þarf að formgera svona verkefni en ráðuneytin þurfa að gera það sjálf sem ekki hefur gerst. Það hefur heldur ekkert breyst í löggjöf eða slíkt,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár.Birgir Grímsson, formaður félags um ForeldrajafnréttiGuðmundur Steingrímsson, fyrsti flutningsmaður tillögunnar, undrast seinaganginn. „Það er glatað að vera foreldri barns en vera ekki skráður í opinberri skráningu. Þetta er hópur sem núna er ekki að njóta neinna bóta eða aðstoðar til að annast börn sín. Ég held að þarna sé hópur sem hefur það einna verst í okkar samfélagi.“ Birgir Grímsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, segir lengi hafa lítið þokast í öllum málum er varða foreldrajafnrétti. „Það er gríðarlega mikill fjárhagslegur mismunur á milli foreldra byggt á því hvort annað foreldrið hafi lögheimilið eða ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira