Sport

„Hefðum varla getað gert þetta betur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aníta að vonum ánægð að vera orðin Evrópumeistari.
Aníta að vonum ánægð að vera orðin Evrópumeistari. vísir/ingviþ
Aníta Sól Tyrfingsdóttir er ein af íslensku gullstelpunum sem urðu Evrópumeistarar í hópfimleikum í dag.

Hún var að vonum hin kátasta þegar hún ræddi við blaðamann Vísis nú fyrir skemmstu.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning og ég vona að öllum hérna finnist það,“ sagði Aníta sem vonast til þess að lið Íslands í fullorðinsflokki sem keppa á morgun vinni einnig til verðlauna.

„Ég óska öllum íslensku liðunum alls hins besta og vona að þau komist öll á pall og nái markmiðum sínum,“ sagði Aníta. Hún kvaðst ánægð með frammistöðu íslenska liðsins í dag.

„Þetta gekk allt samkvæmt áætlun. Það voru nokkur stökk sem voru ekki alveg nógu góð en við hefðum varla getað gert þetta betur,“ sagði Aníta og bætti því við að íslenska liðið hefði bætt sig talsvert frá undankeppninni á miðvikudaginn.

„Í dansi og á dýnu bættum við okkur og okkur gekk svo aðeins betur á trampólíninu,“ sagði Aníta að lokum.


Tengdar fréttir

Gott að byrja í þessu liði

Eftir farsælan feril í áhaldafimleikum ákvað Norma Dögg Róbertsdóttir að söðla um og færði sig yfir í hópfimleika þar sem hún finnur sig vel. Hún hjálpaði blandaða liðinu að tryggja sig inn í úrslitin á EM í gær.

Stelpurnar tóku gullið

Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×