Kvartaði við ráðherra undan ráðuneytisstjóra Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2016 07:00 Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hringdi í Harald Benediktsson, nefndarmann í fjárlaganefnd, á föstudaginn til að ræða við hann um efni skýrslu sem þingmennirnir Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu á dögunum undir heitinu „Einkavæðing bankanna hin síðari“. Í gær lagði Vigdís fram skýrsluna á fundi fjárlaganefndar og óskaði eftir að samþykkt yrði að hún yrði send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til meðferðar. Af því tilefni lagði Valgerður Gunnarsdóttir fram bókun þar sem tekið er undir þá kröfu að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið. „Þingmenn innan stjórnarmeirihluta fjárlaganefndar hafa fengið beinar hótanir um æru- og eignamissi frá háttsettum embættismanni eftir að skýrslan hafði verið kynnt,“ segir í bókuninni sem Guðlaugur Þór, Ásmundur Einar Daðason, Haraldur Benediktsson og Páll Jóhann Pálsson undirrita auk Valgerðar. Haraldur sagði síðan í yfirlýsingu að símtal ráðuneytisstjórans og samskipti hans við sig sem alþingismann og fulltrúa í fjárlaganefnd væru óviðeigandi og hótunin í sinn garð væri grafalvarleg. Sagðist Haraldur hafa leitað leiðbeininga frá Umboðsmanni Alþingis, upplýst forseta Alþingis um efni símtalsins og sent kvörtunarbréf til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Í yfirlýsingu sem Guðmundur Árnason sendi frá sér í gær segir hann að í samtali sínu við Harald hefði hann tjáð Haraldi þá skoðun sína „að ásakanir í skýrslu sem að sögn nýtur stuðnings meirihluta nefndarinnar, þar á meðal hans, feli í sér rætnar og alvarlegar ásakanir á hendur þeim sem komu að samningum milli gömlu og nýju bankanna að hálfu ríkisins“, eins og segir í yfirlýsingunni. Guðmundur segist hafa viljað ganga úr skugga um að Haraldur áttaði sig á alvarleika slíkra ásakana og að umræddir starfsmenn áskildu sér rétt til að láta reyna á persónulega ábyrgð þeirra sem slíku héldu fram fyrir dómstólum, enda æra þeirra og starfsheiður að veði. Guðmundur kveðst ekki hafa átt önnur samtöl við þingmenn um þetta mál. „Sé það upplifun Haraldar að samtalið hafi falið í sér hótun af minni hálfu er hann beðinn velvirðingar á því,“ segir hann í yfirlýsingunni. Þá minnir Guðmundur á að Guðlaugur Þór hafi opinberlega beðist afsökunar á orðalagi í skýrslunni sem skilja mátti sem „árásir á embættismenn og sérfræðinga“, svo notuð séu orð hans. „Það liggur í eðli máls að slíkt lætur enginn sér í léttu rúmi liggja og í því samhengi átti tilvitnað samtal sér stað,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins sakaður um að hóta þingmönnum Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hefur kvartað undan ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytisins og fer fram á aðgerðir. 21. september 2016 19:03 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hringdi í Harald Benediktsson, nefndarmann í fjárlaganefnd, á föstudaginn til að ræða við hann um efni skýrslu sem þingmennirnir Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu á dögunum undir heitinu „Einkavæðing bankanna hin síðari“. Í gær lagði Vigdís fram skýrsluna á fundi fjárlaganefndar og óskaði eftir að samþykkt yrði að hún yrði send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til meðferðar. Af því tilefni lagði Valgerður Gunnarsdóttir fram bókun þar sem tekið er undir þá kröfu að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið. „Þingmenn innan stjórnarmeirihluta fjárlaganefndar hafa fengið beinar hótanir um æru- og eignamissi frá háttsettum embættismanni eftir að skýrslan hafði verið kynnt,“ segir í bókuninni sem Guðlaugur Þór, Ásmundur Einar Daðason, Haraldur Benediktsson og Páll Jóhann Pálsson undirrita auk Valgerðar. Haraldur sagði síðan í yfirlýsingu að símtal ráðuneytisstjórans og samskipti hans við sig sem alþingismann og fulltrúa í fjárlaganefnd væru óviðeigandi og hótunin í sinn garð væri grafalvarleg. Sagðist Haraldur hafa leitað leiðbeininga frá Umboðsmanni Alþingis, upplýst forseta Alþingis um efni símtalsins og sent kvörtunarbréf til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Í yfirlýsingu sem Guðmundur Árnason sendi frá sér í gær segir hann að í samtali sínu við Harald hefði hann tjáð Haraldi þá skoðun sína „að ásakanir í skýrslu sem að sögn nýtur stuðnings meirihluta nefndarinnar, þar á meðal hans, feli í sér rætnar og alvarlegar ásakanir á hendur þeim sem komu að samningum milli gömlu og nýju bankanna að hálfu ríkisins“, eins og segir í yfirlýsingunni. Guðmundur segist hafa viljað ganga úr skugga um að Haraldur áttaði sig á alvarleika slíkra ásakana og að umræddir starfsmenn áskildu sér rétt til að láta reyna á persónulega ábyrgð þeirra sem slíku héldu fram fyrir dómstólum, enda æra þeirra og starfsheiður að veði. Guðmundur kveðst ekki hafa átt önnur samtöl við þingmenn um þetta mál. „Sé það upplifun Haraldar að samtalið hafi falið í sér hótun af minni hálfu er hann beðinn velvirðingar á því,“ segir hann í yfirlýsingunni. Þá minnir Guðmundur á að Guðlaugur Þór hafi opinberlega beðist afsökunar á orðalagi í skýrslunni sem skilja mátti sem „árásir á embættismenn og sérfræðinga“, svo notuð séu orð hans. „Það liggur í eðli máls að slíkt lætur enginn sér í léttu rúmi liggja og í því samhengi átti tilvitnað samtal sér stað,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins sakaður um að hóta þingmönnum Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hefur kvartað undan ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytisins og fer fram á aðgerðir. 21. september 2016 19:03 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins sakaður um að hóta þingmönnum Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hefur kvartað undan ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytisins og fer fram á aðgerðir. 21. september 2016 19:03