Furða á Facebook vegna bókunar í fjárlaganefnd Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2016 22:18 Vigdísar-skýrslan er að breytast í eitthvert furðulegasta mál sem komið hefur upp á Alþingi. Össur Skarphéðinsson hefur lýst því yfir að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, eigi alla samúð hans. En líklegast er talið að um hann sé rætt í sérstakri bókun meirihlutans í fjárlaganefnd. Þar segir að háttsettur embættismaður hafi hótað nefndarmönnum æru- og eignamissi eftir kynningu á skýrslu um einkavæðingu bankanna í tíð fyrri ríkisstjórnar. Bókunin, sem og reyndar framlagning skýrslunnar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar stendur nú ein að, vekur víða furðu. Þó þeir séu til sem telja að verið sé að reyna að drepa málinu á dreif. En, þessa má sjá stað á Facebook og velta menn því fyrir sér hvort það teljist hótun um æru- og eignamissi bendi einhver sá sem sakaður er um athæfi sem stappar nærri landráðum viðkomandi á að hér kunni að vera um ærumeiðingar að ræða? Eins og Guðmundur Árnason hefur lýst.Vitaskuld messaði hann yfir hausamótum Haraldar Össur fer mikinn í nýlegri Facebook-færslu sem hann kallar „Ævareiður ráðuneytisstjóri og Haraldur hugumstóri“. Össur segir ekkert að því þó embættismaður, sem hefur verið ærumeiddur og svívirtur með því að brigsla honum um verknað sem stappar landráðum næst hringi í þann sem svo gerði og messi yfir hausamótunum á honum. „Það gerði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri. Hann hringdi í Harald Benediktsson, fjárlaganefndarmann, sem var einn af ábyrgðarmönnum alræmdrar „skýrslu“ – sem hinn drenglyndi forseti Alþingis sór af þinginu - og lét hann að íslenskum hætti finna til tevatnsins. Vitaskuld!“ skrifar Össur.Haraldur hinn hugumstóriOg Össur er í vígahug, sveiflar penna sínum sem mest hann má, snýr sér næst að Haraldi Benediktssyni nefndarmanni, og dregur hann sundur og saman í háði. „Hvernig brást svo Haraldur hinn hugumstóri við? Hann klagaði í forseta Alþingis, grét við fjármálaráðherra, og kallaði til umboðsmann Alþingis yfir því að maðurinn sem hann svívirti leyfði sér að láta hann vita af reiði sinni. Nema hvað?! En þar næst staðfesti bændaforinginn að fullt tilefni var til bræði embættismannsins með því að leggja á flótta frá ábyrgð sinni á ummælum sem hann áður hafði undirritað – og sór af sér skýrsluræksnið. - Við hverju bjóst hann eiginlega af mönnum sem hann hellir yfir úr skólpfötum sínum? Að þeir svelgi svívirðuna og segi takk? - Það er giska gott að vita af því að kansellíin búa enn yfir mönnum sem í rennur blóð. Hinn ævareiði ráðuneytisstjóri hefur alla mína samúð. Ég vona samt að hann hringi ekki í mig!“Ótrúlega óskammfeiliðFleiri hafa tjáð sig um málið. Einn þeirra er Gylfi Magnússon fyrrverandi ráðherra og nú dósent við Háskóla Íslands. Honum þykir þetta kúnstugt mál. „Þetta er ótrúlega óskammfeilið og var þó ekki á óskammfeilnina bætandi. Lögð er fram skýrsla (sem reynist svo ekki vera skýrsla) í nafni meiri hluta þingnefndar (sem reynist svo vera einkaframtak eins nefndarmanns) og í þessu plaggi er fjöldi manns nánast sakaður um landráð. Þegar einn þeirra sem er þungum sökum borinn hringir í einn þingmanninn í meiri hlutanum og bendir honum á að hann gæti átt erfitt með að verjast meiðyrðamáli vegna þessa þá er hjólað í þennan grandvara og rólynda embættismann, hann sakaður um hótanir og kærður til ráðherra,“ skrifar Gylfi og vísar í meðfylgjandi frétt Vísis. Tengdar fréttir Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins sakaður um að hóta þingmönnum Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hefur kvartað undan ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytisins og fer fram á aðgerðir. 21. september 2016 19:03 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Össur Skarphéðinsson hefur lýst því yfir að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, eigi alla samúð hans. En líklegast er talið að um hann sé rætt í sérstakri bókun meirihlutans í fjárlaganefnd. Þar segir að háttsettur embættismaður hafi hótað nefndarmönnum æru- og eignamissi eftir kynningu á skýrslu um einkavæðingu bankanna í tíð fyrri ríkisstjórnar. Bókunin, sem og reyndar framlagning skýrslunnar sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar stendur nú ein að, vekur víða furðu. Þó þeir séu til sem telja að verið sé að reyna að drepa málinu á dreif. En, þessa má sjá stað á Facebook og velta menn því fyrir sér hvort það teljist hótun um æru- og eignamissi bendi einhver sá sem sakaður er um athæfi sem stappar nærri landráðum viðkomandi á að hér kunni að vera um ærumeiðingar að ræða? Eins og Guðmundur Árnason hefur lýst.Vitaskuld messaði hann yfir hausamótum Haraldar Össur fer mikinn í nýlegri Facebook-færslu sem hann kallar „Ævareiður ráðuneytisstjóri og Haraldur hugumstóri“. Össur segir ekkert að því þó embættismaður, sem hefur verið ærumeiddur og svívirtur með því að brigsla honum um verknað sem stappar landráðum næst hringi í þann sem svo gerði og messi yfir hausamótunum á honum. „Það gerði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri. Hann hringdi í Harald Benediktsson, fjárlaganefndarmann, sem var einn af ábyrgðarmönnum alræmdrar „skýrslu“ – sem hinn drenglyndi forseti Alþingis sór af þinginu - og lét hann að íslenskum hætti finna til tevatnsins. Vitaskuld!“ skrifar Össur.Haraldur hinn hugumstóriOg Össur er í vígahug, sveiflar penna sínum sem mest hann má, snýr sér næst að Haraldi Benediktssyni nefndarmanni, og dregur hann sundur og saman í háði. „Hvernig brást svo Haraldur hinn hugumstóri við? Hann klagaði í forseta Alþingis, grét við fjármálaráðherra, og kallaði til umboðsmann Alþingis yfir því að maðurinn sem hann svívirti leyfði sér að láta hann vita af reiði sinni. Nema hvað?! En þar næst staðfesti bændaforinginn að fullt tilefni var til bræði embættismannsins með því að leggja á flótta frá ábyrgð sinni á ummælum sem hann áður hafði undirritað – og sór af sér skýrsluræksnið. - Við hverju bjóst hann eiginlega af mönnum sem hann hellir yfir úr skólpfötum sínum? Að þeir svelgi svívirðuna og segi takk? - Það er giska gott að vita af því að kansellíin búa enn yfir mönnum sem í rennur blóð. Hinn ævareiði ráðuneytisstjóri hefur alla mína samúð. Ég vona samt að hann hringi ekki í mig!“Ótrúlega óskammfeiliðFleiri hafa tjáð sig um málið. Einn þeirra er Gylfi Magnússon fyrrverandi ráðherra og nú dósent við Háskóla Íslands. Honum þykir þetta kúnstugt mál. „Þetta er ótrúlega óskammfeilið og var þó ekki á óskammfeilnina bætandi. Lögð er fram skýrsla (sem reynist svo ekki vera skýrsla) í nafni meiri hluta þingnefndar (sem reynist svo vera einkaframtak eins nefndarmanns) og í þessu plaggi er fjöldi manns nánast sakaður um landráð. Þegar einn þeirra sem er þungum sökum borinn hringir í einn þingmanninn í meiri hlutanum og bendir honum á að hann gæti átt erfitt með að verjast meiðyrðamáli vegna þessa þá er hjólað í þennan grandvara og rólynda embættismann, hann sakaður um hótanir og kærður til ráðherra,“ skrifar Gylfi og vísar í meðfylgjandi frétt Vísis.
Tengdar fréttir Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins sakaður um að hóta þingmönnum Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hefur kvartað undan ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytisins og fer fram á aðgerðir. 21. september 2016 19:03 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins sakaður um að hóta þingmönnum Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd hefur kvartað undan ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytisins og fer fram á aðgerðir. 21. september 2016 19:03