Öndin flaut og minkurinn lá dauður þar undir Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2016 13:30 „Heyrðu, hvernig hljómar þetta?“ spyr minkabaninn landsþekkti, Reynir Bergsveinsson frá Gufudal þegar blaðamaður Vísis innti hann eftir lygilegri frásögn sem birtist á Þingeyrarvefnum fyrir fáeinum dögum undir fyrirsögninni: Minkur skotinn á flugi! Blaðamaður las hina stuttu frásögn samviskusamlega fyrir Reyni.Sagður hafa skotið mink á flugi Þar segir af því að Reynir hafi verið að leggja minkasíur sínar í æðarvörp og víðar. Hann var á norðurströnd Arnarfjarðar, kom út í svonefnda Ála, sem eru tún utan bæjarins Álftamýrar. Þar sá hann stokkandarhóp í sefi og ein öndin átti erfitt með að hefja sig til flugs, sem væri særð eða eitthvað. Reyni þótti þetta undarlegt og honum sýndist sem eitthvað héngi aftan í fuglinum.Reynir með minkinn og öndina sem var bráðfeig. En, þessi saga sýnir hversu skæður minkurinn er í íslenskri náttúru.„Skipti það ekki togum að hann tók haglabyssu sína og veitti fuglinum náðarskotið. Þurfti hann þrjú skot á 20-30 metra færi. Þegar hann gætti betur að kom í ljós að minkur hafði læst klónum í stélið á öndinni. Má segja að flugferð sú hafi endað nokkuð sviplega.“Var öndin á flugi með minkinn í eftirdragi? „Já, eða... þetta var nokkurn veginn svona. Við látum þetta standa svona. Aldrei að láta góða sögu gjalda sannleikans. Nema þetta að ég náði þeim í einu skoti, ekki þremur,“ segir Reynir.Minkurinn með aðra framlöpp yfir háls andarinnar En, blaðamaður Vísis gefur sig ekki fyrr en hann fær nánari útlistanir á því hvernig þetta gekk fyrir sig. „Eða, ég hefði sennilega ekki þurft nema eitt skot. Þegar ég kom fram á skurðarbakkann flaug önd úr sefinu og andartaki síðar kemur önnur, hefur sig til flugs, en dettur jafnóðum aftur í vatnið. Minkurinn var með aðra framlöppina yfir hálsinum á henni. Hún var bitin í hnakkann. Ég snaraðist í bílinn, dró fram byssuna undan fatahrúgunni, tróð þremur skotum í byssuna og þegar ég kom á bakkann aftur var þetta horfið í sefið. Ég sá hreyfingu og skaut. Og til öryggis dengdi ég öllum þremur skotunum þar á, ég vildi ekki missa særðan minkinn í sefið, þá sæi ég hann aldrei aftur.“ Reynir fór aftur í bíl sinn til að ná í fleiri skot. Þegar hann koma aftur að sá hann að öndin flaut á vatninu. Og þegar hann náði í hana lá minkurinn þar dauður undir.Hefur drepið mink nú í 16 ár Reynir segir mikið um mink á þessum slóðum. „Í túrnum tók ég úr þrettán minkasíum, sem voru lagðar um Verslunarmannahelgina í fyrra, og er búinn að taka úr þeim 28 minka. Á næstum 12 mánuðum.“Minkabaninn hefur verið að fást við þennan vágest nú í 16 ár og hann segir það sem einkum standi í vegi fyrir því að hægt sé að halda minknum niðri svo telji sé hentistefna sveitarfélagana, en það er þeim í sjálfsvald sett hvort þau borgi verðlaun fyrir hvern mink sem næst. Hann segir þetta oftast koma þannig út að þeir sem veiða mikið fá lítið borgað og svo öfugt. „Ráðherrann og umhverfisstofnun, og nú síðast umboðsmaður alþingis hafa staðfest að lögin séu svo óljós. Sumstaðar fæ ég borgað það sem kostar að veiða þá; Þingvallavatn, Dalabyggð og Reykhólahreppur, Ölfus og Eyja- og Miklaholtshreppur. Þessi fimm sveitarfélög borga það sem þetta kostar sem er 8 til 13 þúsund krónur á hvern mink. Svo eru önnur fimm sveitarfélög sem borga strípuð verðlaunin sem eru 3 þúsund krónur á mink og svo eru önnur sem borga ekki eina einustu krónu. Þeir skipta nokkrum hundruðum sem ég fæ ekki borgað fyrir.“Hinar umdeildu minkasíur Reynir hefur veitt í minkasíur sínar nánast hringinn í kringum landið og hefur sjálfur annast þær á Suðurlandi, Vestfjörðum og á Vesturlandi. „Frá Markarfljóti og inní Hrútafjörð. Og hef tekið á milli 4 og 5 þúsund minka á síðast liðnum tíu árum.“ Reynir er einkum þekktur fyrir að hafa hannað, framleitt og látið framleiða fyrir sig hinar umdeildum minkasíur. Sem ýmsir dýraverndunarsinnar hafa látið fara fyrir brjóstið á sér. Hann fann gildruna upp 2002. „Ég framleiði þetta sjálfur eða er með fagmenn í því. Ég var svo heppinn að á Kvíabryggju var á tímabili maður sem framleiddi allt. Frumvinnsla fer fram úti í blikkvinnslu. Svo þarf að sjóða þetta saman í einingar. Og setja saman að endingu.“En, það eru ekki allir ánægðir með minkasíurnar?„Nei, þetta er magnað. Hallgerður Hauksdóttir, formaður dýraverndunarráðs, hún fór á ráðstefnu á Hvanneyri og var að fræða menn um hversu andstyggilegt væri að láta dýrin drukkna. En ég fékk ekki að fara á sömu ráðstefnu og kynna hversu skilvirk aðferð þetta er. Minkasían hefur fengið slæma dóma hjá ókunnugum en afbragðs dóma hjá kunnugum. Og menn hafa haldið því fram að það taki um 2 klukkustundir fyrir dýrin að drukkna, sem er alrangt.“Blásið til sóknar gegn minkum Nú stendur til, að sögn Reynis, að blása til sóknar í verkefninu Veitt á Vestfjörðum. Markmiðið er að bæla minkastofninn á öllum Vestfjörðum eins og hægt er, fella hann um 70 prósent á fimm til tíu árum. Það sem helst stendur því fyrir þrifum er að að sveitarfélögin eru ómarkviss í sinni nálgun. „Vissulega er fyrsta skylda sveitarfélaganna að eyða ekki peningum sem þau eiga ekki til en þegar þeir eru farin að kvótasetja hversu mörg dýr má veiða, þá erum við í vondum málum. Það er viss verndarstefna að kvótasetja veiðistofninn. Minkurinn er meindýr, skilgreindur sem slíkur og við höfum samþykkt að láta ekki svona kvikindi vaða uppi í náttúrunni. Við erum með skilvirka aðferð til þess og erum í aðstöðu að ná góðum tökum á honum.“Hundruð minka drepnir við Þingvallavatn Reynir nefnir sem dæmi Þingvallavatn sem er flóknasta svæði á öllu Suðurlandi, þá hvað það varðar að stemma stigu við fjölgun minks. En, þar hefur náðst árangur. „Árið 2008 veiddi ég 90 minka í 70 minkasíur. Árið eftir fékk ég 80. Næst 50, næst 40, næst 30, næst 40 og svo 30 og minkaárið sem var að líða, þá voru þeir 28. Nú er verið að blása til herferðar sem kallast Sókn um Suðurland. Frá Markarfljóti að Hrauni í Ölfusi. Þar hef ég undanfarin ár verið að taka 300 dýr.“ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Heyrðu, hvernig hljómar þetta?“ spyr minkabaninn landsþekkti, Reynir Bergsveinsson frá Gufudal þegar blaðamaður Vísis innti hann eftir lygilegri frásögn sem birtist á Þingeyrarvefnum fyrir fáeinum dögum undir fyrirsögninni: Minkur skotinn á flugi! Blaðamaður las hina stuttu frásögn samviskusamlega fyrir Reyni.Sagður hafa skotið mink á flugi Þar segir af því að Reynir hafi verið að leggja minkasíur sínar í æðarvörp og víðar. Hann var á norðurströnd Arnarfjarðar, kom út í svonefnda Ála, sem eru tún utan bæjarins Álftamýrar. Þar sá hann stokkandarhóp í sefi og ein öndin átti erfitt með að hefja sig til flugs, sem væri særð eða eitthvað. Reyni þótti þetta undarlegt og honum sýndist sem eitthvað héngi aftan í fuglinum.Reynir með minkinn og öndina sem var bráðfeig. En, þessi saga sýnir hversu skæður minkurinn er í íslenskri náttúru.„Skipti það ekki togum að hann tók haglabyssu sína og veitti fuglinum náðarskotið. Þurfti hann þrjú skot á 20-30 metra færi. Þegar hann gætti betur að kom í ljós að minkur hafði læst klónum í stélið á öndinni. Má segja að flugferð sú hafi endað nokkuð sviplega.“Var öndin á flugi með minkinn í eftirdragi? „Já, eða... þetta var nokkurn veginn svona. Við látum þetta standa svona. Aldrei að láta góða sögu gjalda sannleikans. Nema þetta að ég náði þeim í einu skoti, ekki þremur,“ segir Reynir.Minkurinn með aðra framlöpp yfir háls andarinnar En, blaðamaður Vísis gefur sig ekki fyrr en hann fær nánari útlistanir á því hvernig þetta gekk fyrir sig. „Eða, ég hefði sennilega ekki þurft nema eitt skot. Þegar ég kom fram á skurðarbakkann flaug önd úr sefinu og andartaki síðar kemur önnur, hefur sig til flugs, en dettur jafnóðum aftur í vatnið. Minkurinn var með aðra framlöppina yfir hálsinum á henni. Hún var bitin í hnakkann. Ég snaraðist í bílinn, dró fram byssuna undan fatahrúgunni, tróð þremur skotum í byssuna og þegar ég kom á bakkann aftur var þetta horfið í sefið. Ég sá hreyfingu og skaut. Og til öryggis dengdi ég öllum þremur skotunum þar á, ég vildi ekki missa særðan minkinn í sefið, þá sæi ég hann aldrei aftur.“ Reynir fór aftur í bíl sinn til að ná í fleiri skot. Þegar hann koma aftur að sá hann að öndin flaut á vatninu. Og þegar hann náði í hana lá minkurinn þar dauður undir.Hefur drepið mink nú í 16 ár Reynir segir mikið um mink á þessum slóðum. „Í túrnum tók ég úr þrettán minkasíum, sem voru lagðar um Verslunarmannahelgina í fyrra, og er búinn að taka úr þeim 28 minka. Á næstum 12 mánuðum.“Minkabaninn hefur verið að fást við þennan vágest nú í 16 ár og hann segir það sem einkum standi í vegi fyrir því að hægt sé að halda minknum niðri svo telji sé hentistefna sveitarfélagana, en það er þeim í sjálfsvald sett hvort þau borgi verðlaun fyrir hvern mink sem næst. Hann segir þetta oftast koma þannig út að þeir sem veiða mikið fá lítið borgað og svo öfugt. „Ráðherrann og umhverfisstofnun, og nú síðast umboðsmaður alþingis hafa staðfest að lögin séu svo óljós. Sumstaðar fæ ég borgað það sem kostar að veiða þá; Þingvallavatn, Dalabyggð og Reykhólahreppur, Ölfus og Eyja- og Miklaholtshreppur. Þessi fimm sveitarfélög borga það sem þetta kostar sem er 8 til 13 þúsund krónur á hvern mink. Svo eru önnur fimm sveitarfélög sem borga strípuð verðlaunin sem eru 3 þúsund krónur á mink og svo eru önnur sem borga ekki eina einustu krónu. Þeir skipta nokkrum hundruðum sem ég fæ ekki borgað fyrir.“Hinar umdeildu minkasíur Reynir hefur veitt í minkasíur sínar nánast hringinn í kringum landið og hefur sjálfur annast þær á Suðurlandi, Vestfjörðum og á Vesturlandi. „Frá Markarfljóti og inní Hrútafjörð. Og hef tekið á milli 4 og 5 þúsund minka á síðast liðnum tíu árum.“ Reynir er einkum þekktur fyrir að hafa hannað, framleitt og látið framleiða fyrir sig hinar umdeildum minkasíur. Sem ýmsir dýraverndunarsinnar hafa látið fara fyrir brjóstið á sér. Hann fann gildruna upp 2002. „Ég framleiði þetta sjálfur eða er með fagmenn í því. Ég var svo heppinn að á Kvíabryggju var á tímabili maður sem framleiddi allt. Frumvinnsla fer fram úti í blikkvinnslu. Svo þarf að sjóða þetta saman í einingar. Og setja saman að endingu.“En, það eru ekki allir ánægðir með minkasíurnar?„Nei, þetta er magnað. Hallgerður Hauksdóttir, formaður dýraverndunarráðs, hún fór á ráðstefnu á Hvanneyri og var að fræða menn um hversu andstyggilegt væri að láta dýrin drukkna. En ég fékk ekki að fara á sömu ráðstefnu og kynna hversu skilvirk aðferð þetta er. Minkasían hefur fengið slæma dóma hjá ókunnugum en afbragðs dóma hjá kunnugum. Og menn hafa haldið því fram að það taki um 2 klukkustundir fyrir dýrin að drukkna, sem er alrangt.“Blásið til sóknar gegn minkum Nú stendur til, að sögn Reynis, að blása til sóknar í verkefninu Veitt á Vestfjörðum. Markmiðið er að bæla minkastofninn á öllum Vestfjörðum eins og hægt er, fella hann um 70 prósent á fimm til tíu árum. Það sem helst stendur því fyrir þrifum er að að sveitarfélögin eru ómarkviss í sinni nálgun. „Vissulega er fyrsta skylda sveitarfélaganna að eyða ekki peningum sem þau eiga ekki til en þegar þeir eru farin að kvótasetja hversu mörg dýr má veiða, þá erum við í vondum málum. Það er viss verndarstefna að kvótasetja veiðistofninn. Minkurinn er meindýr, skilgreindur sem slíkur og við höfum samþykkt að láta ekki svona kvikindi vaða uppi í náttúrunni. Við erum með skilvirka aðferð til þess og erum í aðstöðu að ná góðum tökum á honum.“Hundruð minka drepnir við Þingvallavatn Reynir nefnir sem dæmi Þingvallavatn sem er flóknasta svæði á öllu Suðurlandi, þá hvað það varðar að stemma stigu við fjölgun minks. En, þar hefur náðst árangur. „Árið 2008 veiddi ég 90 minka í 70 minkasíur. Árið eftir fékk ég 80. Næst 50, næst 40, næst 30, næst 40 og svo 30 og minkaárið sem var að líða, þá voru þeir 28. Nú er verið að blása til herferðar sem kallast Sókn um Suðurland. Frá Markarfljóti að Hrauni í Ölfusi. Þar hef ég undanfarin ár verið að taka 300 dýr.“
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira