Innlent

Hlaut tuttugu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir endurtekin kynferðisbrot

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. Vísir/GVA
Hæstiréttur dæmdi í dag pilt í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekin kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku frá því í apríl 2012 og þar til í júní sama ár.

Hæstiréttur mildaði dóm héraðsdóms um fjóra mánuði þar sem málið hafði dregist mjög hjá lögreglu og ákæruvaldi.

Pilturinn var sextán ára þegar brotin áttu sér stað en hann og stúlkan voru kærustupar á þeim tíma, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms.

Hann var ákærður fyrir að hafa ítrekað á þessu tímabili hafa haft samræði við stúlkuna, eins og það er orðað í dómnum, en fyrir dómi játaði pilturinn háttsemina eins og henni var lýst í ákæru en neitaði sök og vísaði verjandi hans í það fyrir dómi að skjólstæðingur sinn teldi háttsemina refsilausa þar sem hann og stúlkan voru á svipuðum aldri þegar brotin áttu sér stað.

Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×