Hungruð að komast inn í búrið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. september 2016 06:00 Söguleg stund. Sunna Rannveig er mætt til Kansas City og ætlar sér stóra hluti í búrinu í nótt. Hún er hér í sólinni ytra. mynd/mjolnir.is/kjartan páll „Mér líður mjög vel og er tilbúin,“ segir Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir en hún var í slökun á hótelherbergi sínu er Fréttablaðið heyrði í henni. Hún hafði náð vigt fyrr um daginn en hún var 52,2 kíló á vigtinni. Hún mun mæta hinni bandarísku Ashley „Doll Face“ Greenway í búrinu rétt eftir miðnætti í kvöld. Þetta er bardagi á vegum Invicta-bardagasambandsins en þar berjast aðeins konur. Stelpurnar sem berjast í UFC voru flestar í Invicta áður en þær fóru yfir til UFC.Heilbrigður niðurskurður Greenway á einn atvinnubardaga að baki sem hún vann eftir dómaraákvörðun. Hún barðist tólf sinnum sem áhugamaður og vann átta af þeim bardögum. Þær eru báðar 31 árs gamlar en Greenway hefur aðeins meiri reynslu. „Þetta var rosalega góður niðurskurður hjá mér. Mjög heilbrigður og mér leið vel allan tímann,“ segir Sunna en hún byrjaði að létta sig fyrir um sex vikum. Þá var hún tæpum ellefu kílóum þyngri en hún er í dag. „Ég var orðin þyngri en ég venjulega er. Ég er vön því að vera 57-59 kíló en ég bætti á mig miklu af vöðvum og fór því upp í 63 kíló. Ég fór að breyta æfingunum mínum síðustu vikur þannig að ég væri ekki að pumpa vöðvana. Fór meira að hjóla og svona. Fór á gott og heilbrigt mataræði. Ég þurfti bara að losa mig við 1,7 kíló fyrir vigtunina. Það rann af mér í baðinu og var lítið mál. Mér líður vel og er með skýran huga.“ Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel fyrir bardagann og eftir allt puðið er loksins komið að stóru stundinni að hún berjist sinn fyrsta atvinnumannabardaga.Andlega hliðin í góðu lagi „Það er rosalega góð tilfinning. Fókusinn er mjög góður hjá mér, líkaminn er góður og andlega hliðin er í fínu lagi. Nú er ég bara að hlaða batteríin og borða svolítið af kolvetnum. Ég er eins tilbúin og ég get orðið. Morgundagurinn má bara koma núna. Ég er hungruð að komast inn í búrið,“ segir Sunna og hlær við. Leynir sér ekki að hún er í góðu andlegu jafnvægi og líður vel. Sunna varð Evrópumeistari í MMA áhugamanna fyrir tæpu ári og í kjölfarið ákvað hún að gerast atvinnumaður. Hún hefur lagt mikið á sig og er gríðarlega ánægð með æfingabúðirnar.Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel síðustu vikur.mynd/mjolnir.is/kjartan pállLærði að meta hvíldina „Þetta eru bestu æfingabúðir sem ég hef farið í. Ég var með mínu liði heima á Íslandi og það var rosalega vel haldið utan um okkur. Við gerðum ýmsar breytingar á æfingafyrirkomulaginu, tókum inn reglulega hvíldardaga. Ég þarf á því að halda að mér sé sagt að hvíla og ég finn að það gefa mér mjög mikið. Ég hef komist að því núna að hvíldin er jafn mikilvæg og æfingarnar,“ segir Sunna og bætir við að öll aðstaða hjá Invicta í Kansas City sé til fyrirmyndar. Hún hefur nýtt tímann í Bandaríkjunum til þess að vinna í andlegu hliðinni sem skiptir ekki síður miklu máli. „Það er steikjandi hiti hérna og ég hef reynt að hafa eins hægt um mig og mögulegt er. Er ein á hótelherbergi við hliðina á hóteli strákanna sem eru með mér. Ég er þar ein í eigin hugarheimi. Þar er ég að hugleiða, gera jóga, lesa og hlusta á tónlist. Strákarnir hafa skoðað borgina fyrir mig og við vitum því hvert við viljum fara eftir bardagann,“ segir Sunna yfirveguð.Ég mun vinna Sunnu líst vel á andstæðinginn sem bíður hennar og er spennt fyrir því að mæta í búrið með Greenway. „Mér líst rosalega vel á hana. Þetta er áhugaverður andstæðingur með svipaðan bakgrunn og ég. Hún er reyndar með aðeins meiri reynslu en ég tek ekkert mark á því. Ég er miklu meira tilbúin en hún. Ég er ánægð með að fá þennan andstæðing og það verður gaman að takast á við hana og það er enginn vafi í mínum huga að ég mun standa uppi sem sigurvegari,“ segir Sunna Rannveig ákveðin en Greenway skrifaði á Twitter að hún væri með mikla innbyrgða reiði og gæti ekki beðið eftir því að kýla Sunnu. „Ég vissi ekki af þessu og er lítið að spá í samfélagsmiðlunum. Ég er að hugsa um mig og kippi mér ekkert upp við þetta.“Mun finna leið til að klára hana Eins og áður segir efast Sunna ekki um að hún muni vinna en hvernig telur hún að bardaginn muni þróast? „Ég er tilbúin að takast á við allt sem verður á vegi mínum. Ég sé hana alveg fyrir mér koma með látum í mig. Þar mun ég finna leið til þess að refsa henni og síðan mun ég finna leið til þess að klára hana. Hvort sem það verður með höggum eða í gólfinu. Þetta verður frábær dagur og ég get ekki beðið eftir því að fara að sofa svo ég geti vaknað á morgun.“ MMA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
„Mér líður mjög vel og er tilbúin,“ segir Mjölniskonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir en hún var í slökun á hótelherbergi sínu er Fréttablaðið heyrði í henni. Hún hafði náð vigt fyrr um daginn en hún var 52,2 kíló á vigtinni. Hún mun mæta hinni bandarísku Ashley „Doll Face“ Greenway í búrinu rétt eftir miðnætti í kvöld. Þetta er bardagi á vegum Invicta-bardagasambandsins en þar berjast aðeins konur. Stelpurnar sem berjast í UFC voru flestar í Invicta áður en þær fóru yfir til UFC.Heilbrigður niðurskurður Greenway á einn atvinnubardaga að baki sem hún vann eftir dómaraákvörðun. Hún barðist tólf sinnum sem áhugamaður og vann átta af þeim bardögum. Þær eru báðar 31 árs gamlar en Greenway hefur aðeins meiri reynslu. „Þetta var rosalega góður niðurskurður hjá mér. Mjög heilbrigður og mér leið vel allan tímann,“ segir Sunna en hún byrjaði að létta sig fyrir um sex vikum. Þá var hún tæpum ellefu kílóum þyngri en hún er í dag. „Ég var orðin þyngri en ég venjulega er. Ég er vön því að vera 57-59 kíló en ég bætti á mig miklu af vöðvum og fór því upp í 63 kíló. Ég fór að breyta æfingunum mínum síðustu vikur þannig að ég væri ekki að pumpa vöðvana. Fór meira að hjóla og svona. Fór á gott og heilbrigt mataræði. Ég þurfti bara að losa mig við 1,7 kíló fyrir vigtunina. Það rann af mér í baðinu og var lítið mál. Mér líður vel og er með skýran huga.“ Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel fyrir bardagann og eftir allt puðið er loksins komið að stóru stundinni að hún berjist sinn fyrsta atvinnumannabardaga.Andlega hliðin í góðu lagi „Það er rosalega góð tilfinning. Fókusinn er mjög góður hjá mér, líkaminn er góður og andlega hliðin er í fínu lagi. Nú er ég bara að hlaða batteríin og borða svolítið af kolvetnum. Ég er eins tilbúin og ég get orðið. Morgundagurinn má bara koma núna. Ég er hungruð að komast inn í búrið,“ segir Sunna og hlær við. Leynir sér ekki að hún er í góðu andlegu jafnvægi og líður vel. Sunna varð Evrópumeistari í MMA áhugamanna fyrir tæpu ári og í kjölfarið ákvað hún að gerast atvinnumaður. Hún hefur lagt mikið á sig og er gríðarlega ánægð með æfingabúðirnar.Sunna Rannveig er búin að æfa gríðarlega vel síðustu vikur.mynd/mjolnir.is/kjartan pállLærði að meta hvíldina „Þetta eru bestu æfingabúðir sem ég hef farið í. Ég var með mínu liði heima á Íslandi og það var rosalega vel haldið utan um okkur. Við gerðum ýmsar breytingar á æfingafyrirkomulaginu, tókum inn reglulega hvíldardaga. Ég þarf á því að halda að mér sé sagt að hvíla og ég finn að það gefa mér mjög mikið. Ég hef komist að því núna að hvíldin er jafn mikilvæg og æfingarnar,“ segir Sunna og bætir við að öll aðstaða hjá Invicta í Kansas City sé til fyrirmyndar. Hún hefur nýtt tímann í Bandaríkjunum til þess að vinna í andlegu hliðinni sem skiptir ekki síður miklu máli. „Það er steikjandi hiti hérna og ég hef reynt að hafa eins hægt um mig og mögulegt er. Er ein á hótelherbergi við hliðina á hóteli strákanna sem eru með mér. Ég er þar ein í eigin hugarheimi. Þar er ég að hugleiða, gera jóga, lesa og hlusta á tónlist. Strákarnir hafa skoðað borgina fyrir mig og við vitum því hvert við viljum fara eftir bardagann,“ segir Sunna yfirveguð.Ég mun vinna Sunnu líst vel á andstæðinginn sem bíður hennar og er spennt fyrir því að mæta í búrið með Greenway. „Mér líst rosalega vel á hana. Þetta er áhugaverður andstæðingur með svipaðan bakgrunn og ég. Hún er reyndar með aðeins meiri reynslu en ég tek ekkert mark á því. Ég er miklu meira tilbúin en hún. Ég er ánægð með að fá þennan andstæðing og það verður gaman að takast á við hana og það er enginn vafi í mínum huga að ég mun standa uppi sem sigurvegari,“ segir Sunna Rannveig ákveðin en Greenway skrifaði á Twitter að hún væri með mikla innbyrgða reiði og gæti ekki beðið eftir því að kýla Sunnu. „Ég vissi ekki af þessu og er lítið að spá í samfélagsmiðlunum. Ég er að hugsa um mig og kippi mér ekkert upp við þetta.“Mun finna leið til að klára hana Eins og áður segir efast Sunna ekki um að hún muni vinna en hvernig telur hún að bardaginn muni þróast? „Ég er tilbúin að takast á við allt sem verður á vegi mínum. Ég sé hana alveg fyrir mér koma með látum í mig. Þar mun ég finna leið til þess að refsa henni og síðan mun ég finna leið til þess að klára hana. Hvort sem það verður með höggum eða í gólfinu. Þetta verður frábær dagur og ég get ekki beðið eftir því að fara að sofa svo ég geti vaknað á morgun.“
MMA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira