Innlent

Maður handtekinn vegna ránsins á Hjarðarhaga

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn er grunaður um ránið og mun gista fangageymslu í kvöld.
Maðurinn er grunaður um ránið og mun gista fangageymslu í kvöld. Vísir/Pjetur
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók nú fyrir stundu íslenskan karlmann á fertugsaldri vegna ránsins í verslun 10-11 á Hjarðarhaga fyrr í kvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Maðurinn er grunaður um ránið og mun gista fangageymslu í kvöld.

Ræninginn ruddist inn í verslunina skömmu fyrir klukkan 21 með klút fyrir andlitið, ógnaði starfsfólki með eggvopni og komst undan með einhverja fjármuni. Ekki liggur fyrir um nákvæða upphæð að svo stöddu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×