Innlent

Vopnað rán í 10-11 á Hjarðarhaga

Atli Ísleifsson skrifar
Vopnað rán var framið í verslun 10-11 á Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan 21 í kvöld.

Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að maður með klút fyrir andlitið hafi komið inn í verslunina, ógnað starfsfólki með eggvopni og komist undan með einhverja fjármuni. Ekki liggur fyrir um nákvæða upphæð að svo stöddu.

Jóhann Karl segir að rannsókn lögreglu sé hafin og þar sem meðal annars sé verið að fara yfir myndbandsupptökur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×