Innlent

Tveggja metra leiftur fannst dauður við Hestgerði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Dýrið er um tveir metrar að lengd og liggur í flæðarmálinu við bæinn Hestgerði sem er við þjóðveginn nokkrum kílómetrum vestan við Höfn.
Dýrið er um tveir metrar að lengd og liggur í flæðarmálinu við bæinn Hestgerði sem er við þjóðveginn nokkrum kílómetrum vestan við Höfn. Mynd Steinvör Símonardóttir.
Tveggja metra langan leiftur rak á land við bæinn Hestgerði í Austur-Skaftafellssýslu í vikunni. Hestgerði sem er við þjóðveginn nokkrum kílómetrum vestan við Höfn.

Steinvör Símonardóttir á Hestgerði segist fyrst hafa talið að um hnísu væri að ræða, en eftir að hafa leitað upplýsinga hjá Hvalasafninu á Húsavík kom í ljós að leiftur var þar á ferðinni.

Steinvör segir að Hvalasafnið eða aðrir sérfræðingar vilji ekkert aðhafast frekar í málinu og því muni máfurinn og tófan hafa nóg æti í fjörunni fram eftir vetri.

Í grein á vef Vísindavefsins kemur fram að leiftur (Lagenorhynchus acutus) sé meðalstór höfrungategund sem lifi undan ströndum Íslands.

Mynd/Steinvör Símonardóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×