Minna vatn í lækjum og vötnum við Heklu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2016 20:00 Bóndinn í Næfurholti segir lítið vatn núna í lækjum við Heklu og vatnsstaðan í Selvatni verði ekki lægri. Gamlar sagnir eru um slíkar vatnshæðarbreytingar í aðdraganda Heklugoss. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ófeig Ófeigsson bónda. Hallamælingar sem gerðar voru við Næfurholt í vor staðfestu að þrýstingur í Heklu er kominn vel upp fyrir það sem var þegar síðasta gos hófst árið 2000. En meðan vísindamenn nútímans hafa þenslu- og jarðskjálftamæla til að fylgjast með drottningu íslenskra eldfjalla höfðu fyrri kynslóðir aðra mælikvarða, eins og vatnshæð í lækjum og vötnum í grennd við eldstöðina. „Það eru gamlar sagnir um það, allt frá átjándu öld, að það hafi minnkað í lækjum og sérstaklega í litlu vatni, sem er hér hinum megin við Bjólfellið, sem heitir Selvatn,“ segir Ófeigur Ófeigsson, bóndi í Næfurholti, en ásamt Selsundi er Næfurholt sá bær sem næst stendur Heklu.Bærinn Næfurholt er það byggða ból sem næst stendur toppgíg Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er ekkert áreiðanlegt. Stundum hefur komið aftur í læki og vötn þegar hefur gosið. En eflaust er þetta eitthvað tengt hreyfingum í jarðskorpunni.“ Bóndinn í Næfurholti segir að einmitt slíkar breytingar sjáist núna í umhverfinu. „Það er frekar lítið í lækjum og mjög lítið í Selvatninu fyrir austan. Það hefur náttúrlega oft verið áður og ekki boðað neitt. En það má vel vera að það sé eitthvað tengt væntanlegu gosi,“ segir Ófeigur. Mesta breytingu sér hann á Selvatni. „Það verður ekki mikið minna en það er núna, það er alveg pottþétt. Það er mjög lítið. Þetta er þrír pollar og einn stærstur og tveir minni. Mjög oft ná þeir allir saman en þetta er bara pytturinn núna í hverjum polli sem vatnið er í.“Ófeigur bóndi sýnir fréttamanni Næfurholtslæk.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En hvernig líður þeim sem búa næst Heklu gagnvart umræðu um að hún sé tilbúin í gos? „Ég held að við séum ósköp lítið upptekin af henni. Þetta er búið að vera býsna lengi, þessi umræða. Hún getur gosið í kvöld eða á morgun. Það getur líka dregist hátt í hundrað ár, örugglega. Ég held að það viti það bara enginn. Hún er í svoddan gjörgæslu núna. Hver hreyfing hennar kemur fram á mælum, sem enginn vissi af áður, svo það er náttúrlega ekki alveg sambærilegt og var.“ -En ertu með varann á þér út af þessu? „Nei, það held ég að sé enginn hérna. Það væri alveg skelfileg líðan ef við værum alltaf tilbúin bara að taka sprettinn. Það væri ekki gott,“ svarar bóndinn í Næfurholti.Horft til Heklu. Fjallið gaus síðast árið 2000.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Tengdar fréttir Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49 Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Bóndinn í Næfurholti segir lítið vatn núna í lækjum við Heklu og vatnsstaðan í Selvatni verði ekki lægri. Gamlar sagnir eru um slíkar vatnshæðarbreytingar í aðdraganda Heklugoss. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ófeig Ófeigsson bónda. Hallamælingar sem gerðar voru við Næfurholt í vor staðfestu að þrýstingur í Heklu er kominn vel upp fyrir það sem var þegar síðasta gos hófst árið 2000. En meðan vísindamenn nútímans hafa þenslu- og jarðskjálftamæla til að fylgjast með drottningu íslenskra eldfjalla höfðu fyrri kynslóðir aðra mælikvarða, eins og vatnshæð í lækjum og vötnum í grennd við eldstöðina. „Það eru gamlar sagnir um það, allt frá átjándu öld, að það hafi minnkað í lækjum og sérstaklega í litlu vatni, sem er hér hinum megin við Bjólfellið, sem heitir Selvatn,“ segir Ófeigur Ófeigsson, bóndi í Næfurholti, en ásamt Selsundi er Næfurholt sá bær sem næst stendur Heklu.Bærinn Næfurholt er það byggða ból sem næst stendur toppgíg Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er ekkert áreiðanlegt. Stundum hefur komið aftur í læki og vötn þegar hefur gosið. En eflaust er þetta eitthvað tengt hreyfingum í jarðskorpunni.“ Bóndinn í Næfurholti segir að einmitt slíkar breytingar sjáist núna í umhverfinu. „Það er frekar lítið í lækjum og mjög lítið í Selvatninu fyrir austan. Það hefur náttúrlega oft verið áður og ekki boðað neitt. En það má vel vera að það sé eitthvað tengt væntanlegu gosi,“ segir Ófeigur. Mesta breytingu sér hann á Selvatni. „Það verður ekki mikið minna en það er núna, það er alveg pottþétt. Það er mjög lítið. Þetta er þrír pollar og einn stærstur og tveir minni. Mjög oft ná þeir allir saman en þetta er bara pytturinn núna í hverjum polli sem vatnið er í.“Ófeigur bóndi sýnir fréttamanni Næfurholtslæk.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En hvernig líður þeim sem búa næst Heklu gagnvart umræðu um að hún sé tilbúin í gos? „Ég held að við séum ósköp lítið upptekin af henni. Þetta er búið að vera býsna lengi, þessi umræða. Hún getur gosið í kvöld eða á morgun. Það getur líka dregist hátt í hundrað ár, örugglega. Ég held að það viti það bara enginn. Hún er í svoddan gjörgæslu núna. Hver hreyfing hennar kemur fram á mælum, sem enginn vissi af áður, svo það er náttúrlega ekki alveg sambærilegt og var.“ -En ertu með varann á þér út af þessu? „Nei, það held ég að sé enginn hérna. Það væri alveg skelfileg líðan ef við værum alltaf tilbúin bara að taka sprettinn. Það væri ekki gott,“ svarar bóndinn í Næfurholti.Horft til Heklu. Fjallið gaus síðast árið 2000.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Tengdar fréttir Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49 Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49
Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent