Gullkálfurinn Conor þénar milljarða á árinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2016 15:00 Gulldrengur. Conor er orðin ein stærsta íþróttastjarna heims og þénar eftir því. vísir/getty Er Írinn Conor McGregor gengur úr búrinu í New York í nóvember verður hann búinn að raka inn milljörðum á þessu ári. Bardagakvöldin hans halda áfram að slá met yfir flestar sjónvarpsáskriftir (PPV) og bardagakvöldið í New York á örugglega eftir að slá öll met. Er hann barðist við Nate Diaz fyrr á árinu fékk hann eingreiðslu upp á 3 milljónir dollara fyrir bardagann eða 343 milljónir króna. Enginn bardagamaður í UFC hefur fengið álíka greiðslu fyrir eitt kvöld. Svo fær hann hluta af sjónvarpsáskriftunum sem er ekki síður mikill peningur. Talið er að með öllu gæti hann verið að fá 12 til 15 milljónir dollara fyrir bardagakvöldið. Conor er einnig með samninga við hin og þessi fyrirtæki og nú síðast kom hann í tölvuleiknum Call of Duty. Írinn var spurður út í peningamálin á blaðamannafundinum fyrir UFC 205. „Þegar árinu lýkur verð ég líklega búinn að raka inn hátt í 40 milljónum dollara,“ sagði Írinn en það eru tæpir 4,6 milljarðar íslenskra króna. „Þetta er 40 milljón dollara ár hjá mér. Helvíti gott ár.“ Sögusagnir eru um að hann muni fá allt upp í 25 milljónir dollara fyrir kvöldið í New York þegar allt verður talið. Það eru 2,8 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að andstæðingur hans, Eddie Alvarez, sem er heimsmeistari í léttvigt, fékk 150 þúsund dollara er hann tryggði sér titilinn. Það gera 17 milljónir króna. MMA Tengdar fréttir Conor: Hver í fjandanum er þessi náungi? | Sjáðu blaðamannafundinn fyrir UFC 205 Blaðamannafundur fyrir UFC 205 hefst klukkan 22:00. 27. september 2016 23:00 Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15 Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30 Diaz: Conor og Alvarez eru hræddir við mig Það eru flestir mjög spenntir fyrir bardaga Conor McGregor og Eddie Alvarez en Nate Diaz er ekki einn þeirra. 29. september 2016 12:30 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sjá meira
Er Írinn Conor McGregor gengur úr búrinu í New York í nóvember verður hann búinn að raka inn milljörðum á þessu ári. Bardagakvöldin hans halda áfram að slá met yfir flestar sjónvarpsáskriftir (PPV) og bardagakvöldið í New York á örugglega eftir að slá öll met. Er hann barðist við Nate Diaz fyrr á árinu fékk hann eingreiðslu upp á 3 milljónir dollara fyrir bardagann eða 343 milljónir króna. Enginn bardagamaður í UFC hefur fengið álíka greiðslu fyrir eitt kvöld. Svo fær hann hluta af sjónvarpsáskriftunum sem er ekki síður mikill peningur. Talið er að með öllu gæti hann verið að fá 12 til 15 milljónir dollara fyrir bardagakvöldið. Conor er einnig með samninga við hin og þessi fyrirtæki og nú síðast kom hann í tölvuleiknum Call of Duty. Írinn var spurður út í peningamálin á blaðamannafundinum fyrir UFC 205. „Þegar árinu lýkur verð ég líklega búinn að raka inn hátt í 40 milljónum dollara,“ sagði Írinn en það eru tæpir 4,6 milljarðar íslenskra króna. „Þetta er 40 milljón dollara ár hjá mér. Helvíti gott ár.“ Sögusagnir eru um að hann muni fá allt upp í 25 milljónir dollara fyrir kvöldið í New York þegar allt verður talið. Það eru 2,8 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að andstæðingur hans, Eddie Alvarez, sem er heimsmeistari í léttvigt, fékk 150 þúsund dollara er hann tryggði sér titilinn. Það gera 17 milljónir króna.
MMA Tengdar fréttir Conor: Hver í fjandanum er þessi náungi? | Sjáðu blaðamannafundinn fyrir UFC 205 Blaðamannafundur fyrir UFC 205 hefst klukkan 22:00. 27. september 2016 23:00 Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15 Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30 Diaz: Conor og Alvarez eru hræddir við mig Það eru flestir mjög spenntir fyrir bardaga Conor McGregor og Eddie Alvarez en Nate Diaz er ekki einn þeirra. 29. september 2016 12:30 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sjá meira
Conor: Hver í fjandanum er þessi náungi? | Sjáðu blaðamannafundinn fyrir UFC 205 Blaðamannafundur fyrir UFC 205 hefst klukkan 22:00. 27. september 2016 23:00
Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15
Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30
Diaz: Conor og Alvarez eru hræddir við mig Það eru flestir mjög spenntir fyrir bardaga Conor McGregor og Eddie Alvarez en Nate Diaz er ekki einn þeirra. 29. september 2016 12:30