Hæstiréttur staðfestir sýknudóm í hópnauðgunarmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2016 15:20 Einn ákærðu leiddur fyrir dómara eftir handtöku í maí 2014. Vísir/Daníel Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir fimm ungum karlmönnum sem ákærðir voru af ríkissaksóknara fyrir að nauðga í sameingu sextán ára stúlku í maí árið 2014. Um leið var þrjátíu daga skilorðsbundinn dómur yfir einum hinna fimm vegna upptöku myndbands sem sýndi kynferðismörkin að hluta staðfestur. Hann þarf að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Hæstiréttur ómerkti aftur á móti sýknudóm yfir sama manni sem sneri að sýningu myndbandsins í matsal Fjölbrautarskólans í Breiðaholti. Verður ákæruliðurinn sem snýr að sýningu myndbands því tekinn fyrir að nýju. Ríkissaksóknari hafði farið fram á að vitnisburður yrði endurtekinn frammi fyrir Hæstarétti. Þeirri kröfu var hafnað af Hæstarétti. Málið hefur verið fyrir dómstólum í tvö og hálft ár. Dómurinn verður birtur á vef Hæstaréttar klukkan 16:30.Ákæra um sýningu tekin fyrir á nýMaðurinn var ákærður fyrir að hafa annars vegar myndað hluta af kynferðismökunum með upptökubúnaði, eins og segir í ákæru. Hins vegar að hafa í matsal í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti sýnt nemendum framangreint myndefni. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að manninn bæri að sýkna af ákæruliðnum sem sneri að sýningu þar sem ósannað væri, gegn neitun hans, að hann hefði sýnt myndbandið í skólanum. Ungi maðurinn hefur borið að síminn hafi verið tekinn af honum. Hann hafi aðeins sýnt meðákærðu myndbandið sem hafi sagt honum að eyða því. Það hafi hann gert. Var það mat héraðsdóms að enginn trúverðugur vitnisburður hefði komið fram um að ákærði hefði sýnt samnemendum stúlkunnar upptökuna í matsalnum. Ekki var leitað eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum skólans þrátt fyrir að lögregla hafi fengið ábendingu um að gera það. Þannig hefði mátt sannreyna hvort síminn hefði verið tekinn af ákærða. Hæstiréttur ómerkti dóminn úr héraði og því verður ákæruliðurinn er snýr að sýningu myndbandsins tekinn fyrir að nýju. Tengdar fréttir Móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu: Léttir og viðurkenning að málinu var áfrýjað "Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis,“ segir Lilja Björnsdóttir. 18. desember 2015 16:28 Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir fimm ungum karlmönnum sem ákærðir voru af ríkissaksóknara fyrir að nauðga í sameingu sextán ára stúlku í maí árið 2014. Um leið var þrjátíu daga skilorðsbundinn dómur yfir einum hinna fimm vegna upptöku myndbands sem sýndi kynferðismörkin að hluta staðfestur. Hann þarf að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í bætur. Hæstiréttur ómerkti aftur á móti sýknudóm yfir sama manni sem sneri að sýningu myndbandsins í matsal Fjölbrautarskólans í Breiðaholti. Verður ákæruliðurinn sem snýr að sýningu myndbands því tekinn fyrir að nýju. Ríkissaksóknari hafði farið fram á að vitnisburður yrði endurtekinn frammi fyrir Hæstarétti. Þeirri kröfu var hafnað af Hæstarétti. Málið hefur verið fyrir dómstólum í tvö og hálft ár. Dómurinn verður birtur á vef Hæstaréttar klukkan 16:30.Ákæra um sýningu tekin fyrir á nýMaðurinn var ákærður fyrir að hafa annars vegar myndað hluta af kynferðismökunum með upptökubúnaði, eins og segir í ákæru. Hins vegar að hafa í matsal í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti sýnt nemendum framangreint myndefni. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að manninn bæri að sýkna af ákæruliðnum sem sneri að sýningu þar sem ósannað væri, gegn neitun hans, að hann hefði sýnt myndbandið í skólanum. Ungi maðurinn hefur borið að síminn hafi verið tekinn af honum. Hann hafi aðeins sýnt meðákærðu myndbandið sem hafi sagt honum að eyða því. Það hafi hann gert. Var það mat héraðsdóms að enginn trúverðugur vitnisburður hefði komið fram um að ákærði hefði sýnt samnemendum stúlkunnar upptökuna í matsalnum. Ekki var leitað eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum skólans þrátt fyrir að lögregla hafi fengið ábendingu um að gera það. Þannig hefði mátt sannreyna hvort síminn hefði verið tekinn af ákærða. Hæstiréttur ómerkti dóminn úr héraði og því verður ákæruliðurinn er snýr að sýningu myndbandsins tekinn fyrir að nýju.
Tengdar fréttir Móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu: Léttir og viðurkenning að málinu var áfrýjað "Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis,“ segir Lilja Björnsdóttir. 18. desember 2015 16:28 Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00 Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Móðir stúlkunnar í hópnauðgunarmálinu: Léttir og viðurkenning að málinu var áfrýjað "Ef það eru fimm þá er það nauðgun og ofbeldi. Ég myndi vilja sjá kvenmann gefa sig fram sem vill hafa þetta svoleiðis,“ segir Lilja Björnsdóttir. 18. desember 2015 16:28
Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: „Þeir eru ekki bara einhver skrímsli“ Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segist ekki geta lýst því sem fór í gegnum huga hennar þegar dóttir hennar sagði henni hvað hefði komið fyrir í partýi í Breiðholti í maí í fyrra. 26. nóvember 2015 19:00
Allir sýknaðir af hópnauðgun Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp. 20. nóvember 2015 10:15