Stan „The man“ Wawrinka elsti sigurvegarinn á US Open í 46 ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 07:30 Stan Wawrinka með sigurlaunin í nótt en auk bikarsins fékk hann 3,5 milljónir dala. vísir/getty Stan Wawrinka frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari á síðasta risamóti ársins í tennis en hann lagði efsta mann heimslistans, Serbann Novak Djokovic, í úrslitum í nótt í fjórum settum; 6-7, 6-4, 7-5 og 6-3. Djokovic vann fyrsta settið í bráðabana en eftir það tók Svisslendingurinn yfir leikinn og vann opna bandaríska meistaramótið í fyrsta sinn á ferlinum. Þetta er þriðja risatitillinn sem hann bætir í safnið en áður vann hann opna ástralska árið 2014 og svo opna franska í fyrra. Djokovic gekk ekki alveg heill til skógar í leiknum en í fjórða settinu fékk hann sex mínútna pásu til að láta teipa á sér tána. Hann fór ekki alveg eftir reglunum en dómari leiksins gaf honum séns við litla hrifningu Wawrinka. „Fyrirgefðu, Stan. Ég bara gat ekki staðið uppréttur,“ sagði Djokovic við Wawrinka áður en þeir héldu leik áfram. Wawrinka lét þetta ekki trufla sig of mikið og kláraði viðureignina með stæl. Svisslendingurinn, sem er 31 árs gamall, er sá elsti sem fagnar sigri á opna bandaríska í 46 ár eða síðan Ken Rosewall sigraði á mótinu 35 ára gamall árið 1970. Wawrinka var lengi að springa út en hann komst ekki í úrslitaleik fyrr en hann var orðinn 28 ára gamall. Honum líður aftur á móti afskaplega vel í úrslitaleikjum. Wawrinka er nú búinn að vinna ellefu úrslitaleiki í röð, þar af alla þrjá sem hann hefur spilað á risamótum og í hvert sinn hefur hann unnið efsta mann heimslistans. Tennis Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Stan Wawrinka frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari á síðasta risamóti ársins í tennis en hann lagði efsta mann heimslistans, Serbann Novak Djokovic, í úrslitum í nótt í fjórum settum; 6-7, 6-4, 7-5 og 6-3. Djokovic vann fyrsta settið í bráðabana en eftir það tók Svisslendingurinn yfir leikinn og vann opna bandaríska meistaramótið í fyrsta sinn á ferlinum. Þetta er þriðja risatitillinn sem hann bætir í safnið en áður vann hann opna ástralska árið 2014 og svo opna franska í fyrra. Djokovic gekk ekki alveg heill til skógar í leiknum en í fjórða settinu fékk hann sex mínútna pásu til að láta teipa á sér tána. Hann fór ekki alveg eftir reglunum en dómari leiksins gaf honum séns við litla hrifningu Wawrinka. „Fyrirgefðu, Stan. Ég bara gat ekki staðið uppréttur,“ sagði Djokovic við Wawrinka áður en þeir héldu leik áfram. Wawrinka lét þetta ekki trufla sig of mikið og kláraði viðureignina með stæl. Svisslendingurinn, sem er 31 árs gamall, er sá elsti sem fagnar sigri á opna bandaríska í 46 ár eða síðan Ken Rosewall sigraði á mótinu 35 ára gamall árið 1970. Wawrinka var lengi að springa út en hann komst ekki í úrslitaleik fyrr en hann var orðinn 28 ára gamall. Honum líður aftur á móti afskaplega vel í úrslitaleikjum. Wawrinka er nú búinn að vinna ellefu úrslitaleiki í röð, þar af alla þrjá sem hann hefur spilað á risamótum og í hvert sinn hefur hann unnið efsta mann heimslistans.
Tennis Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira