Stan „The man“ Wawrinka elsti sigurvegarinn á US Open í 46 ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2016 07:30 Stan Wawrinka með sigurlaunin í nótt en auk bikarsins fékk hann 3,5 milljónir dala. vísir/getty Stan Wawrinka frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari á síðasta risamóti ársins í tennis en hann lagði efsta mann heimslistans, Serbann Novak Djokovic, í úrslitum í nótt í fjórum settum; 6-7, 6-4, 7-5 og 6-3. Djokovic vann fyrsta settið í bráðabana en eftir það tók Svisslendingurinn yfir leikinn og vann opna bandaríska meistaramótið í fyrsta sinn á ferlinum. Þetta er þriðja risatitillinn sem hann bætir í safnið en áður vann hann opna ástralska árið 2014 og svo opna franska í fyrra. Djokovic gekk ekki alveg heill til skógar í leiknum en í fjórða settinu fékk hann sex mínútna pásu til að láta teipa á sér tána. Hann fór ekki alveg eftir reglunum en dómari leiksins gaf honum séns við litla hrifningu Wawrinka. „Fyrirgefðu, Stan. Ég bara gat ekki staðið uppréttur,“ sagði Djokovic við Wawrinka áður en þeir héldu leik áfram. Wawrinka lét þetta ekki trufla sig of mikið og kláraði viðureignina með stæl. Svisslendingurinn, sem er 31 árs gamall, er sá elsti sem fagnar sigri á opna bandaríska í 46 ár eða síðan Ken Rosewall sigraði á mótinu 35 ára gamall árið 1970. Wawrinka var lengi að springa út en hann komst ekki í úrslitaleik fyrr en hann var orðinn 28 ára gamall. Honum líður aftur á móti afskaplega vel í úrslitaleikjum. Wawrinka er nú búinn að vinna ellefu úrslitaleiki í röð, þar af alla þrjá sem hann hefur spilað á risamótum og í hvert sinn hefur hann unnið efsta mann heimslistans. Tennis Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Stan Wawrinka frá Sviss stóð uppi sem sigurvegari á síðasta risamóti ársins í tennis en hann lagði efsta mann heimslistans, Serbann Novak Djokovic, í úrslitum í nótt í fjórum settum; 6-7, 6-4, 7-5 og 6-3. Djokovic vann fyrsta settið í bráðabana en eftir það tók Svisslendingurinn yfir leikinn og vann opna bandaríska meistaramótið í fyrsta sinn á ferlinum. Þetta er þriðja risatitillinn sem hann bætir í safnið en áður vann hann opna ástralska árið 2014 og svo opna franska í fyrra. Djokovic gekk ekki alveg heill til skógar í leiknum en í fjórða settinu fékk hann sex mínútna pásu til að láta teipa á sér tána. Hann fór ekki alveg eftir reglunum en dómari leiksins gaf honum séns við litla hrifningu Wawrinka. „Fyrirgefðu, Stan. Ég bara gat ekki staðið uppréttur,“ sagði Djokovic við Wawrinka áður en þeir héldu leik áfram. Wawrinka lét þetta ekki trufla sig of mikið og kláraði viðureignina með stæl. Svisslendingurinn, sem er 31 árs gamall, er sá elsti sem fagnar sigri á opna bandaríska í 46 ár eða síðan Ken Rosewall sigraði á mótinu 35 ára gamall árið 1970. Wawrinka var lengi að springa út en hann komst ekki í úrslitaleik fyrr en hann var orðinn 28 ára gamall. Honum líður aftur á móti afskaplega vel í úrslitaleikjum. Wawrinka er nú búinn að vinna ellefu úrslitaleiki í röð, þar af alla þrjá sem hann hefur spilað á risamótum og í hvert sinn hefur hann unnið efsta mann heimslistans.
Tennis Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira