Skólameistari biðst afsökunar á ummælum um stúlkur og munntóbaksnotkun Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2016 13:29 Frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Vísir „Ég hélt að það heyrði til undantekninga að stúlkur notuðu þetta en það er að koma í ljós að þetta er býsna útbreitt á meðal stúlkna, þannig að notkunin á munntóbaki er meiri og útbreiddari en ég hélt,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, sem hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem varða stúlkur og munntóbaksnotkun. Í morgun sendi Hjalti Jón áminningu á nemendur skólans þar sem hann beindi sjónum að skólareglum Kvennaskólans er varða notkun hvers kyns tóbaks í húsakynnum skólans, á lóð hans og öllum samkomum og ferðum á vegum skólans. Hann sagði skólayfirvöld leggja að jöfnu hefðbundnar tóbakssígarettur og rafsígarettur en sagði að lokum: „Loks langar mig að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak.“Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna.vísir/gvaÞessi setning vakti hörð og mikil viðbrögð og sagði Hjalti í öðrum pósti til nemenda að margir hafi skilið orð hans þannig að um mismunun kynjanna hafi verið að ræða. Það var ekki svo að mati Hjalta.Sjá einnig: Sala á íslensku neftóbaki aldrei meiri: Keyptum 36 tonn árið 2015 Hann sagði vonbrigði sín ekki hafa beinst sérstaklega að stúlkum sem nota tóbak heldur hversu útbreidd notkun munntóbaks er orðin meðal nemenda. Áður fyrr hafi hún verið bundin að mestu meðal drengja í Kvennaskólanum en nú noti stúlkur munntóbak miklu meira en áður, og olli útbreiðslan því honum vonbrigðum. „Munntóbaksvandinn er greinilega mjög mikill,“ segir Hjalti við Vísi. Hann segir skólayfirvöld ætla að halda áfram að hvetja nemendur að hætta slíkri neyslu og reyna að fræða þá um hætturnar sem fylgja henni. Í póstinum til nemenda sagðist hann hafa árum saman í sínu starfi reynt að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta og mælt gegn tóbaksnotkun. „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væru einkum piltar sem tækju tóbak í vörina og satt best að segja hef ég varla orðið þess var að stúlkur gerðu þetta líka. Nú hef ég hins vegar fengið vísbendingar um að munntóbaksnotkun á meðal stúlkna sé að verða býsna almenn. Ég get ekki neitað því að það veldur mér miklum vonbrigðum ef satt er,“ sagði Hjalti í orðsendingunni til nemenda. Hann benti á að baráttan þyrfti því að beinast að báðum kynjum og baðst að lokum afsökunar á að hafa ekki orðað þetta nægjanlega vel í fyrri pósti sínum til nemenda. Tengdar fréttir Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
„Ég hélt að það heyrði til undantekninga að stúlkur notuðu þetta en það er að koma í ljós að þetta er býsna útbreitt á meðal stúlkna, þannig að notkunin á munntóbaki er meiri og útbreiddari en ég hélt,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, sem hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem varða stúlkur og munntóbaksnotkun. Í morgun sendi Hjalti Jón áminningu á nemendur skólans þar sem hann beindi sjónum að skólareglum Kvennaskólans er varða notkun hvers kyns tóbaks í húsakynnum skólans, á lóð hans og öllum samkomum og ferðum á vegum skólans. Hann sagði skólayfirvöld leggja að jöfnu hefðbundnar tóbakssígarettur og rafsígarettur en sagði að lokum: „Loks langar mig að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak.“Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna.vísir/gvaÞessi setning vakti hörð og mikil viðbrögð og sagði Hjalti í öðrum pósti til nemenda að margir hafi skilið orð hans þannig að um mismunun kynjanna hafi verið að ræða. Það var ekki svo að mati Hjalta.Sjá einnig: Sala á íslensku neftóbaki aldrei meiri: Keyptum 36 tonn árið 2015 Hann sagði vonbrigði sín ekki hafa beinst sérstaklega að stúlkum sem nota tóbak heldur hversu útbreidd notkun munntóbaks er orðin meðal nemenda. Áður fyrr hafi hún verið bundin að mestu meðal drengja í Kvennaskólanum en nú noti stúlkur munntóbak miklu meira en áður, og olli útbreiðslan því honum vonbrigðum. „Munntóbaksvandinn er greinilega mjög mikill,“ segir Hjalti við Vísi. Hann segir skólayfirvöld ætla að halda áfram að hvetja nemendur að hætta slíkri neyslu og reyna að fræða þá um hætturnar sem fylgja henni. Í póstinum til nemenda sagðist hann hafa árum saman í sínu starfi reynt að hvetja nemendur til heilbrigðari lífshátta og mælt gegn tóbaksnotkun. „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það væru einkum piltar sem tækju tóbak í vörina og satt best að segja hef ég varla orðið þess var að stúlkur gerðu þetta líka. Nú hef ég hins vegar fengið vísbendingar um að munntóbaksnotkun á meðal stúlkna sé að verða býsna almenn. Ég get ekki neitað því að það veldur mér miklum vonbrigðum ef satt er,“ sagði Hjalti í orðsendingunni til nemenda. Hann benti á að baráttan þyrfti því að beinast að báðum kynjum og baðst að lokum afsökunar á að hafa ekki orðað þetta nægjanlega vel í fyrri pósti sínum til nemenda.
Tengdar fréttir Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Ungir karlmenn neyta munntóbaks í meiri mæli Neysla munntóbaks hefur aukist á milli ára, einkum í hópi ungra karlmanna. 2. júní 2015 07:17