Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bandaríkin og Kína, þau iðnríki sem menga mest í heiminum, hafa fullgilt Parísarsamninginn um loftslagsmál. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fjöllum líka um umdeildar myndbirtingar á Snapchat reikningi símafyrirtækisins Nova en fyrirtækið fegraði eiturlyfjaneyslu og gekk of langt með þessum myndböndum sem birtust í nótt og í morgun, að mati Heimilis og skóla. Myndböndin voru kynningarefni fyrir kvikmyndina Eiðinn sem frumsýnd verður síðar í þessum mánuði en hvergi var gerður áskilnaður í myndböndunum að um kynningarefni væri að ræða.

Við fjöllum líka um verðbreytingar sem skila sér ekki til neytenda en byggingavörur hafa hækkað í verði á sama tíma og gengi krónunnar hefur styrkst um sextán prósent.

Þá kíkjum við í heimsókn til listamanns sem hefur nýtt sér fimmþúsundkallinn í listsköpun sinni og fjöllum um um óleysta ráðgátu í Hveragerðisbæ en þar í bæ hafa kettir verið kerfisbundið drepnir með eitri að undanförnu. Lögreglan á Suðurlandi er með málið til rannsóknar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×